RÉTTLÆTIÐ NÁÐI FRAM AÐ GANGA - AÐ LOKUM..............

Argentína átti hreinlega leikinn í rúmlega 78 mínútur, þar til dómarinn færði Frökkunum ódýra vítaspyrnu, á silfurfati og hleypti þeim þar með inn í leikinn.  Þeir þökkuðu fyrir sig og skoruðu úr "GJAFAVÍTINU" og settu aukinn kraft í sinn leik og náðu svo að skora jöfnunarmarkið og tryggðu sér þar með framlengingu.  Í framlengingunni skoruðu bæði liðin eitt mark og hverjir aðrir en Messi og MPappe skoruðu?  Það var svo í vítaspyrnukeppninni sem Argentínumenn tryggðu sigurinn,  fyrst varði Martinez (markvörður Argentínu) eitt víti og síðan brenndu Frakkar af einu víti og þar með voru Argentínumenn búnir að tryggja sér heimsmeistaratitilinn.     En hvað var hún Edda Sif Pálsdóttir eiginlega að hugsa þegar hún valdi sér kjól til að klæðast við þetta tækifæri??????????? 


mbl.is Argentína heimsmeistari í þriðja sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Held ekki að vítið hafi verið dæmt á handklafsið
varnarmaðurinn setti hnéð af krafti aftan í læri frakkans
svo þetta var klár vítaspyrna

Grímur Kjartansson, 18.12.2022 kl. 18:58

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Grímur, ég horfði nú bæði á leikinn og nokkrar endursýningar og þessi vítaspyrna var fyrir AFSKAPLEGA LITLA snertingu og oft hefur vítaspyrnu verið sleppt þar sem um MUN STÆRRA BROT hefur verið að ræða og það á þessu móti.......

Jóhann Elíasson, 18.12.2022 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband