10.3.2023 | 11:58
HANN ÆTTI NÚ FREKAR AÐ HUGSA UM HVERNIG HANN GÆTI NÝTT BETUR ÞÁ TEKJUSTOFNA SEM FYRIR ERU.......
Þar má til dæmis nefna VIRÐISAUKASKATTSKERFIÐ, sem er einn GALLAÐASTI tekjustofn ríkisins sem til er. Virðisaukaskattur var innleiddur 1.janúar árið 1990, eftir næstum tveggja áratuga undirbúning og japl og fuður (árið 1971 skilaði Jón Sigurðsson, síðar Viðskiptaráðherra, skýrslu um ágæti þess að taka upp virðisaukaskatt hér á landi). Íslenskir stjórnmálamenn (sumir eru jú ákafari en aðrir) hafa nú alltaf verið veikir fyrir inngöngu í ESB og að kröfu ESB var virðisaukaskatturinn tekinn upp og GALLAR þess gerðir eins slæmir og mögulegt var (þegar nefnd um upptöku virðisaukaskatt, fór til Norðurlandanna til að kynna sér hvernig virðisaukaskatturinn virkaði þar, vöruð Danskir embættismenn skattsins þar í landi sérstaklega við því að hafa virðisaukaskattsþrepin fleiri en EITT því þá yrði kerfið mjög flókið og eftirlit erfitt eða jafnvel óframkvæmanlegt). En hvað var gert? Virðisaukaskatturinn var ekki búinn að vera lengi í gangi þegar bætt (árið 10993) var við ÞRIÐJA skattþrepinu, alveg frá upphafi þess að virðisaukinn var tekinn upp voru þrepin tvö (núll prósent virðisaukaskattur er líka skattþrep). ÞRIÐJA þrepið vara "ranglega" nefnt MATARSKATTURINN (en með tímanum var ýmsum flokkum starfsemi bætt þarna inn og með tímanum er þetta þriðja þrep orðið mjög stórt vandamál svo ekki sé talað um 0-þrepið). Og svo eru undanþágurnar frá þessu kerfi orðnar allt að því óteljandi.
EN HVER GÆTI LAUSN VANDANS VERIÐ: Til að byrja með þarf að EINFALDA virðisaukaskattinn VERULEGA. Með því að FÆKKA undanþágum VERULEGA, vera með EITT skattþrep til dæmis 11% (sem er það sama og LÆGRA þrepið er í dag). Setja inn í lög að enginn fái hærri greiðslu úr virðisaukaskattskerfinu en hann hefur greitt þar inn. Sem dæmi er hægt að nefna að þar sem öll framleiðsla álveranna fer til ÚTFLUTNING lenda þau í 0-þrepinu en fá ALLAN innskatt sinn endurgreiddan (ÚTSKATTUR er sá virðisaukaskattur nefndur sem fyrirtæki greiðir af SÖLU sinni en INNSKATTUR er það sem fyrirtækið fær endurgreitt vegna starfseminnar), sá INNSKATTUR sem álverin fá endurgreddan eru meira en 100 MILLJARÐAR Á HVERJU ÁRI. Fleiri atvinnugreinar er hægt að nefna sem eru með tekjur sinar (útskatt) í lægra þrepi en kostnaðinn (INNSKATT) í hærra þrepi eins og til dæmis ferðaþjónustan og það segir sig alveg sjálft að hún (ferðaþjónustan) er að fá tugi milljóna endurgreiddar út úr þessu kerfi á ári. Bara með þessum aðgerðum væri hægt að auka tekjur ríkisins MIKIÐ og eflaust er margt annað hægt að gera.......
Salan fjármagni innviði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:10 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jóhann.
Það fyrsta sem ríkið ætti að gera er að fara yfir óþörf útgjöld. Í fyrsta lagi ætti að stöðva allar greiðslur vegna svokallaðra kolefnisgjalda, en þar er ríkið að sóa fjármunum okkar uppá marga milljarða. Ég hef ekki heyrt um það hvernig þessir peningar eiga að hafa áhrif á andrúmsloftið, en ég spyr, í hvers vasa lenda þessir peningar?
Í öðru lagi og ekki síður alvarleg eyðsla eru þeir fjármunir sem notaðir eru í stríðsrekstur í Úkraínu. Þeir fjármunir stuðla að eyðileggingu, örkumlun og dauða fjölda einstaklinga og er óafsakanlegt af okkar hálfu að taka þátt í slíku.
Það má bæta því við að þegar Davos-klíkan kom saman í janúar s.l. þá sást til eiginkonu Selenskí forseta Úkraínu, spóka sig um í París þar sem hún þræddi verslanir þar sem dýrar merkjavörur voru til sölu. Ætli hún hafi unnið í lottó??? en minnumst þess að Bandaríkin, Evrópuþjóðir og þar á meðal Ísland hafa ausið gífurlegum fjármunum í stríðsrekstur þar austurfrá og Selenskí er óþreyttur að biðja um sífellt meiri peninga og stríðstól. Talið er að um þriðjungur þeirra stríðstóla sem send eru til Úkraínu endi þar, tveir þriðju lenda hjá hryðjuverkahópum eða ofbeldisfullum ríkjum þriðja heimsins.
Tómas Ibsen Halldórsson, 10.3.2023 kl. 13:30
Þarna hefur þú heldur betur lög að mæla Tómas, þú ert sko heldur betur með "puttana á púlsinum"........
Jóhann Elíasson, 10.3.2023 kl. 14:17
Tek undir allt sem Tómas segir.
Sorglegt að Íslendingar virðast ekki gera sér grein fyrir því að
við erum kominn í bullandi stríðsrekstur af okkur forspurðum.
Hvar er hlutleysið sem við ávallt höfum flaggað hástöfum..??
Nú er eytt hundruðum milljóna í stríðsrekstur og hælisleitendur
og talað um að hér eigi að stofna her.
Er þetta bara ekki sönnun fyrir því að þetta fólk á þingi þurfi
hið snarasta að setja inná stofnanir fyrir alvarlega veikt fólk.?
Nú fell ég með þessari athugasemd í flokkinn hennar Kötu forsætis,
sem hún ásamt vinstra liðinu, að vera með haturs-oðræðu, bara fyrir
að hafa mína skoðun.
Svei öllu þessu liði sem á austur velli situr.
Ég leyfi mér að taka úr pistli Arnars Þórs Jónssonar, sem mér finnst einn
af þeim betri bloggurum, þetta hérna sem er sorglega satt..
Í hjarta Alþingishússins er málverk af Þjóðfundinum 1851, þar sem íslensku fulltrúarnir risu úr sætum og sögðu ,,Vér mótmælum allir". Ef mála ætti nýja mynd af andanum í þinghúsinu 2023 væri yfirskriftin allt önnur: ,,Hér mótmælir enginn".
Sigurður Kristján Hjaltested, 10.3.2023 kl. 21:54
Sigurður Kristján, þessi vitleysa sem kom fram varðandi her, hérna um daginn, er eitthvert mesta kjaftæði, sem hefur komið hér fram í langan tíma og að maðurinn skuli leyfa sér að kalla sig sérfræðing er með öllu forkastanlegt, í mínum huga væri við hæfi að kalla hann rugludall. Striðsreksturinn, sem búið er að koma okkur í, er öllu alvarlegra mál og hangir þar svo margt á spýtunni að ég tel að þetta sé orðið að LANDSDÓMSMÁLI, TIL DÆMIS VEIT ÉG EKKI TIL ÞESS AÐ ALÞINGI HAFI NOKKURN TÍMA FJALLAÐ UM ÞETTA EÐA STUÐNING TIL ÚKRAÍNU, ÞANNIG AÐ UM ÖLL MÁL ER VARÐA ÚKRAÍNU TAKA AÐEINS TVÆR MANNESKJU ÁKVARÐANIR. Og um mörg lagafrumvörp sem eru að koma fram og eru sett fram í nafni STJÓRNARSÁTTMÁLA (ég veit ekki betur en að stjórnarsáttmáli eigi að túlka það sem viðkomandi flokkur hlaut kosningu út á og ekkert annað),en mörg þessi "stjórnarsáttmálafrumvörp" sem eru að koma fram núna var aldrei kosið um ÞETTA KALLAST GÆLUVERKEFNI og hefur varaformaður VG (Vina Garðabæjar) verið nokkuð "duglegur" á þeim vettvangi. ÞAÐ HEFUR SÝNT SIG AÐ "ÞRÆLSLUNDIN" Í OKKUR ÍSLENDINGUM ER ALVEG GÍFURLEGA MIKIL AÐ VIÐ LÁTUM ALLT YFIR OKKUR GANGA........
Jóhann Elíasson, 11.3.2023 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.