14.3.2023 | 17:16
ÓRÖKSTUDDAR FULLYRÐINGAR OG "TRÚAROFSTÆKI" INNLIMUNARSINNA...
Í Fréttablaðinu á blaðsíðu 13, er grein eftir einhvern Ole Anton Bieltvedt, þar sem hann er að gagnrýna umfjöllun þingkonu Sjálfstæðisflokksins Diljá Mistar Einarsdóttur. Ég las grein Diljár og ég verð bara að segja að ef Ole Anton Bieltvedt myndi rökstyðja mál sitt jafn vel og Diljá Mist Einarsdóttir gerir í grein sinni, væri í lagi með þessa grein hans í Fréttablaðinu í dag SJÁ HÉR. Hann segir meðal annars í grein sinni: "Stýrivextir eru nú 3,0%......ECB (Evrópski selabankinn) ráði stýrivöxtum í þeim 26 löndum sem eru aðilar ESB" Þetta er rétt hjá honum en er jafnframt VANDAMÁL sem INNLIMUNARSINNAR vilja ekki viðurkenna. Það að löndin sem eru aðilar að ESB og eru með evruna sem gjaldmiðil,AFSALA SÉR STJÓRN EFNAHAGSMÁLA LANDSINS TIL EVRÓPSKA SEÐLABANKANS, þar kemur meðal annars skýringin á 26% verðbólgu í Ungverjalandi svo reynir hann líka að mótmæla því að VERÐBÓLGA SÉ MISMUNANDI HÁ INNAN ESB LANDANNA. Verðbólga hér á landi er síður en svo krónu/evru-spurning. VERÐBÓLGAN HÉR Á LANDI ER TILKOMIN VEGNA AFSPYRNU MIKILLAR ÓSTJÓRNAR Í EFNAHAGSMÁLUM. Þá heldur hann því einnig fram í grein sinni að Diljá Mist Einarsdóttir kenni ESB leiðtogum um orkukrísuna í Evrópu. Ég fann EKKERT í grein Diljár Mistar, sem rennir stoðum undir þessa fullyrðingu hans (ég tek fram að ég er ekki hallur undir Sjálfstæðisflokkinn) en ég á frekar erfitt með að umbera það að menn fari með rangt mál. Að sjálfsögðu þarf að hafa það að leiðarljósi við ESB aðild, hvernig til hefur tekist hjá öðrum löndum og út frá því að ákveða hvort full aðild sé fýsilegur kostur fyrir Ísland. Svo kemur hann með 13 númeraða kosti, sem hann telur að þurfi að taka tillit til við hugsanlega aðild Íslands að ESB og upptöku evru.:
- Í gegnum EES- og Schengen-samningana erum við nú þegar 8090% í ESB, en án áhrifa og valda; við erum hvorki með þingmenn á Evrópuþinginu, kommissar, ráðherra, í Brussel né aðgang að umræðu og ákvörðunum. Engin rök eða tilvísanir.
- Með fullri aðild fengjum við sex þingmenn á Evrópuþingið, kommissar í Brussel, eins og öll hin aðildarríkin, og setu við borðið. Engin rök eða tilvísanir.
- Eins og öll aðildarríkin fengjum við neitunarvald gagnvart öllum helztu stefnumálum og ákvörðunum sambandsins. Við gætum látið rödd okkar heyrast og tryggt okkar eigin hagsmuni. Aftur engin rök eða tilvísanir.
- Ætla má, að við myndum halda fullum yfirráðarétti yfir okkar auðlindum, fiskimiðum, eins og Malta, þegar hún varð aðildarríki. Þarna eru INNLIMUNARSINNAR aðeins farnir að draga í land. Fram til þessa hafa þeir haldið því fram að Ísland myndi að FULLU HALDA YFIRRÁÐUM Á AUÐLINUM SÍNUM. Ástæða þess að Malta hélt yfirráðunum yfir fiskimiðum sínum er sú að Malta hefur einungis 12 sjómílna lögsögu og samkvæmt reglum ESB eru ÖLL lögsaga utan 12 sjómílna sameiginleg með löndum í ESB.
- Ég tel líka, að við gætum tryggt hagsmuni og stöðu íslenzks landbúnaðar við inngöngu, eins og Finnum og Svíum tókst, vegna norrænnar legu. Sennilega er þetta nokkuð rétt en hann vísar ekki í neitt máli sínu til stuðnings.
- Með evru myndum við vita, hvað við eigum og skuldum. Hvorutveggja myndi haldast stöðugt og óbreytt. Þessa fullyrðingu sína styður hann ekki með neinum rökum heldur er eingöngu um eitthvað að ræða sem hann heldur að verði og því miður hefur það sem þessi maður hefur sent frá sér ekki gert það að verkum að ég telji að mark sé á því takandi.
- Vaxtakostnaður einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og ríkisins myndi haldast lágur; að meðaltali þriðjungur af krónu-vöxtum. Enn einu sinni kemur hann með algjörleg órökstuddar fullyrðingar og eingöngu sínar hugmyndir, sem ég tel afskaplega lítils virði.
- Heildarvaxtasparnaður lántakenda landsins gæti numið um 300 milljörðum á ári (heildarskuldsetning landsmanna 6.000 milljarðar, vextir hér 46% yfir vöxtum í evrulöndum). Hvaða gögn liggja á bak við þessa fullyrðingu?
- Vextir á lánum myndu ekki breytast, hækka, við stýrivaxtahækkanir, svo lengi sem lánasamningar væru í gildi. Þetta er alveg rétt hjá honum, því stýrivextir hækka ekki, því með því að ganga í ESB afsölum við okkur efnahagslegu sjálfstæði landsins til Seðlabanka Evrópu (EC).
- Íbúðakaupendur myndu ekki þurfa að greiða íbúðir sínar 34 sinnum, með vöxtum, eins og hér, en íbúðakaupendur evru-landa greiða þær 1,5 sinnum. Enn einu sinni kemur hann ekki með nokkurn skapaðan hlut, sem rennir stoðum undir það sem hann er að halda fram.
- Erlendar smásölukeðjur og -bankar kæmu hér inn, sem myndi stórauka samkeppni og lækka vöruverð og þjónustugjöld. Erlendir bankar hafa hingað til ekki séð ástæðu til að koma til landsins VEGNA SMÆÐAR MARKAÐARINS. Svo má einnig geta þess að ef Ísland gengi í ESB þarf að sækja um að taka upp evru og það tæki MINNST 10 ár að sú umsókn yrði tekin fyrir eða hafnað.
- Erlendir fjárfestar myndu koma hér inn og örva uppbyggingu og tryggja auknar framfarir og velsæld. Enn einu sinni engin rök eða heimildir heldur eingöngu óskhyggja INNLIMUNARSINNA.
- Ef við getum ekki tryggt okkar hagsmuni við samningaumleitanir, förum við ekki inn. Í þessum síðasta "punkti" kemur líklega það eina sem er af einhverju smá viti hjá honum...
Þar með er ég búinn að hrekja að mestu leiti bullið í manninum en auðvitað er hann með sínar skoðanir áfram en hann verður að rökstyðja þær betur, ef hann ætlast til að einhverjir sem hafa einhverja gagnrýna hugsun í kollinum, taki eitthvert mark á honum.........
Athugasemdir
Þakka þér fyrir þessa samantekt Jóhann.
Ég minnist þess þegar Össur Skarphéðinsson sagði borinnbrattur á fundi fyrir framan fjölmiðlamenn að við, Íslendingar, gætum náð samkomulagi við ESB um fiskveiðar og annað sem skipti okkur máli, en þá var hann leiðréttur í beinni útsendingu af ESB manni sem ég man ekki hver var, að það væri ekki hægt að semja um eitt eða neitt. Annað hvort gengur Ísland í ESB með öllum kostum og göllum eða að við gerðum það ekki.
Í augum ESB er ekkert um að semja, annaðhvort ganga þjóðir í ESB og gangast því undir allt sem þar er eða alls ekki.
Fyrir hugsandi fólk hlýtur það að vera augljóst að við höfum ekkert þangað að sækja. Meira að segja ættum við að segja okkur frá EES sem er okkur fjötur um fót.
Tómas Ibsen Halldórsson, 14.3.2023 kl. 18:06
Mæltu heill Tómas. JAFNVEL HÖRÐUSTU INNLIMUNARSINNA HLJÓTA AÐ GERA SÉR GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ SAMNINGAR VIÐ ESB ERU OG HAFA ALDREI VERIÐ TIL UMRÆÐU EINGÖNGU AÐLÖGUNARTÍMI......
Jóhann Elíasson, 14.3.2023 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.