ER BARA FLEST "LÁTIÐ REKA Á REIÐANUM" ÞARNA UM BORÐ??????

Þetta skip er komið til ára sinna og þá gefur auga leið að þá verður viðhaldið meira.  Þó svo að það sé skipstjórinn sem að lokum ber ábyrgð á því sem gerist, þá er það nú þannig að hann er síður en svo eini áhafnarmeðlimurinn og svo er það  að sjálfsögðu framkvæmastjórinn sem er yfirmaður allra um borð og ber að sjá til þess að samræma vinnu allra.  Framkvæmdastjóri og Yfirvélstjóri eiga að sjálfsögðu að vinna saman að því að koma upp "fyrirbyggjandi viðhaldi" á vélakosti skipsins.  Auðvitað er ekki hægt að koma í veg fyrir ALLAR bilanir en með góðu viðhaldsplani er  hægt að koma í veg fyrir flestar bilanir.  Menn verða að gera sér fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að reka farþegaskip og hversu miklu máli skiptir að orðspor útgerðar og skips sé gott........


mbl.is Baldur var stöðvaður á miðjum Breiðafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þá kemur þetta dæmigerða íslenska: "Þetta reddast" og málið dautt!!

Sigurður I B Guðmundsson, 6.4.2023 kl. 11:41

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður Sigurður, þetta er alltof algengt að margir hugsi svona, en ef við ætlum að sinna hlutverki okkar vel verðum við að haga okkur af skynsemi......

Jóhann Elíasson, 6.4.2023 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband