22.5.2023 | 14:37
"SVO BREGÐAST KROSSTRÉ SEM ÖNNUR TRÉ"...........
Ég var að lesa grein skrifaða af Einari S. Hálfdánarsyni hæstaréttarlögmanni, á blaðsíðu 15. í Morgunblaðinu í dag. Ég hef gert mér far um að lesa allt sem Einar skrifar og hann er alltaf mjög rökfastur og málefnalegur í skrifum sínum en umfjöllun hans um "bókun 35" í EES samningnum virðist hann ekki hafa skoðað mjög vel (hver ástæðan er fyrir því er treysti ég mér ekki til að meta). Það er alveg rétt hjá honum að BÓKUN 35 HEFUR VERIÐ Í EES SAMNINGNUM VERIÐ ÞAR ALVEG FRÁ UPPHAFI, EÐA FRÁ 1993. En hún hefur verið þar inni sem "BÓKUN" Í SAMNINGI HEFUR BÓKUN EKKI LAGAGILDI, EF ÞESSI bókun HEFÐI VERIÐ INNI Í SAMNINGNUM SEM LAGAÁKVÆÐI HEFÐI SAMNINGURINN ALDREI VERIÐ SAMÞYKKTUR HÉR Á LANDI Á SÍNUM TÍMA. En nú stendur til að þessi BÓKUN öðlist LAGAGILDI, með því að Utanríkisráðherra lagði fram lagafrumvarp þess efnis OG ÞAR MEÐ HEFJAST SVOKÖLLUÐ LANDRÁÐ. En allt sem Einar S. Hálfdánarson skrifar um Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og hvort hafi orðið einhver breyting á hlutverki stofnunarinnar, tek ég alveg undir og finnst þau skrif og hugleiðingarnar sem þar eru settar fram meiriháttar góðar. En þrátt fyrir þessa litlu yfirsjón Einars S. Hálfdánarsonar verðu EKKI til þess að ég hætti að lesa góðar og málefnalegar greinar hans í Morgunblaðinu.................
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- "EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR"........
- VANDAMÁLIÐ ER EKKI "ÓLEYSANLEGT" EF ÞAÐ ER LEYST Á FIMM MÍN...
- ÞAÐ STENDUR EKKI STEINN YFIR STEINI Í "STJÓRN" BORGARINNAR....
- HVAÐ ER EIGINLEGA SVONA VIÐKVÆMT VIÐ ÞESSA UMRÆÐU?????
- FYLLILEGA VERÐSKULDAÐUR SIGUR......
- ÞAÐ VITA ÞAÐ LÍKA ALLIR AÐ ÞAÐ ERU TIL "ÞRJÁR TEGUNDIR AF LY...
- "NÚ ER LAG"....
- EN HVAÐ UM SORGINA SEM HÚN HEFUR VALDIÐ ÞJÓÐINNI??????????
- NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA ÆTTI AÐ GERA HÉR Á LANDI...........
- ÞÁ ER KOMIN "AFSÖKUN" FYRIR MUN MEIRI SKATTAHÆKKUNUM EN HAFÐI...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 101
- Sl. sólarhring: 501
- Sl. viku: 1883
- Frá upphafi: 1846557
Annað
- Innlit í dag: 55
- Innlit sl. viku: 1151
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 53
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar EES-samningurinn var undirritaður á sínum tíma var bókun 35 vissulega hluti af honum. Þar með stofnaðist þjóðréttarskuldbinding til að fara eftir forgangsreglunni sem í henni felst. Þar sem hún var aftur á móti ekki réttilega innleidd í íslensk lög á sínum tíma hefur ítrekað orðið misbrestur á að dómstólar hafi fylgt forgangsreglunni. Reyndar fór ekki að bera mikið á slíkri réttarframkvæmd fyrr en upp úr árinu 2010 og í kjölfarið fór Eftirlitsstofnun EFTA að láta í sér heyra vegna þess. Það hefur nú skilað sér með því frumvarpi sem á að bæta úr þessu.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2023 kl. 15:07
Góður, og undanbragðalaus pistill hjá þér Jóhann.
"HEFÐI (bókun 35) VERIÐ INNI Í SAMNINGNUM SEM LAGAÁKVÆÐI HEFÐI SAMNINGURINN ALDREI VERIÐ SAMÞYKKTUR HÉR Á LANDI Á SÍNUM TÍMA."
Þetta er kjarni málsins.
Magnús Sigurðsson, 22.5.2023 kl. 15:22
Magnús. Ef bókun 35 hefði ekki verið hluti af samningnum og þar með skuldbindandi fyrir aðildarríkin, þá hefði Evrópusambandið ekki samþykkt samninginn. Þess vegna var henni bætt við.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2023 kl. 15:28
Guðmundur þú sem telur þig sérfróðan í lagalegum útúrsnúningum; -bókun 35 er ólögmætur útúrsnúningur, sem aldrei hefði verið samþykktur sem lagaákvæði á sínum tíma ef þú skildir ekki skilja það, -hvaða landráð alþingi við hefur í dag er svo annað mál.
Magnús Sigurðsson, 22.5.2023 kl. 15:45
Svo held ég að þú ættir að tala fyrir þessum landráðum á þinni síðu en ekki eyðileggja alla málefnalega umræðu á annarra síðum með útúrsnúningum og sleggjudómum.
Fyrirgefðu frekjuna Jóhann, ég mátti til.
Magnús Sigurðsson, 22.5.2023 kl. 15:47
Guðmundur, þú hefur EKKERT í Magnús að gera, varðandi lögskýringar og fleira. Þó svo að hann hafi ekki gráðu í lögfræði til þess að skreyta sig með, þá hefur hann verið MJÖG framarlega í "röðinni" þegar GUÐ úthlutaði GÁFUM, ÞEKKINGU og RÖKHUGSUN og í mörgu öðru stendur hann mun framar en við.,,,
Jóhann Elíasson, 22.5.2023 kl. 17:08
Í mínum huga er ekki um neina frekju að ræða Magnús, ég hefði ekki getað orðað þetta á jafn kurteisilegan hátt og þú gerðir...
Jóhann Elíasson, 22.5.2023 kl. 17:12
Ég biðst velvirðingar á því að reyna að gera mitt besta til að útskýra staðreyndir málsins, hélt í sakleysi mínu að hér væri vettvangur fyrir málefnalega umræðu.
Magnús. Vinsamlegast ekki gera mér upp viðhorf eða fyrirætlanir. Það er hvorki málefnalegt né uppbyggilegt.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2023 kl. 17:34
Guðmundur, það sem þú varst að reyna að útskýra voru EKKI staðreyndir málsins, að öðru leyti er afsökunarbeiðnin tekin til greina. Að mínum dómi ert þú ansi oft hrokafullur í tilsvörum þínum og viðurkennir ekki að það sem þú heldur fram sé það rétta. Menn verða að geta viðurkennt hjá sér mistök. Og þér að segja var það síður en svo málefnalegt sem þú varst að segja....
Jóhann Elíasson, 22.5.2023 kl. 18:39
Sæll Jóhann. Ég var ekki að tjá skoðun (hvað "mér finnst") heldur sögulega staðreynd um ástæðu þess að bókunin var gerð á sínum tíma. Engin mistök á ferðinni þar.
Persónulega þætti mér betra ef umræða um málefni sem þetta væri laus við ásakanir um að hafa einhverja skoðun sem ég hef hvergi tjáð á þessum síðum. Það er ekki hroki í mér.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2023 kl. 19:47
Guðmundur, voðalega er erfitt að koma þér í skilning um hlutina. Það voru ENGIN mistök gerð þegar Bókun 35 var sett í samningin ESB var fullkunnugt um það að ef þetta yrði ekki sett inn í samninginn sem BÓKUN yrði hann aldrei samþykktur og því varð þetta lendingin, nú á aftur á móti að láta þetta fá lagagildi með framlagningu frumvarps og þá verður eðlilega fjandinn laus, ein s og við var að búast........
Jóhann Elíasson, 22.5.2023 kl. 20:15
Það er ekkert erfitt að koma mér í skilning um þær staðreyndir málsins sem ég þekki. Aftur á móti virðist vera mjög erfitt að ná einhverri efnislegri umræðu um málið á grundvelli þeirra.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2023 kl. 20:33
Ég las líka þessa greina eftir minn gamla bekkjafélaga úr MR
Það sem ég sé er að íslensk stjórnsýsla hefur verið að aðlaga sig EES reglum í 30 ár og það bara gengið þokkanlega
Helstu "vandamálin" sem ég veit um eru þegar beygja á reglurnar að íslenskum þörfum
eftir að búið er að samþykkja reglurnar á Alþingi
Grímur Kjartansson, 22.5.2023 kl. 20:34
Guðmundur, áttu við staðreyndir SEM ÞÚ HELDUR AÐ ÞÚ ÞEKKIR???? Málið er það að það er alls ekki allt bara eftir þínu höfði, það er kominn tími til að þú áttir þig á þeirri staðreind.......
Jóhann Elíasson, 22.5.2023 kl. 20:48
Grímur, "þegar tveir deila þá er sökin ALDREI ALFARIÐ hjá öðrum aðilanum",,,,,,,,,,,,,,
Jóhann Elíasson, 22.5.2023 kl. 20:51
Það sem er sérstakast við bókun 35, er að það skuli hafa tekið 30 ár fyrir bæði Evrópu bírókratið og íslenska Evrópusinna að átta sig á því að gleymst hefði að gera hana að lögum á Íslandi fyrir 30 árum síðan, og það sínir best landráðin að það hvarflar ekki að undirlægjum að láta reyna á að hafa hana sem bókun áfram en ekki íslensk lög, -sem nota bene samræmast ekki stjórnarskrá.
Magnús Sigurðsson, 22.5.2023 kl. 21:12
Þarna komst þú akkúrat með punktinn sem kaf neglir allt þetta saman Magnús......
Jóhann Elíasson, 22.5.2023 kl. 21:27
Jóhann. Hvernig væri þá að taka málefnalega umræðu um efni málsins? Án gaslýsinga...
Hvað finnst þér sjálfum um bókun 35 og frumvarpið sem hefur verið lagt fram til að innleiða efni hennar í íslensk lög?
Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2023 kl. 23:53
Mínir menn trúir eins og "Landvættirnir"
Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2023 kl. 00:01
Ég sé að gasljósið Guðmundur vill umræður, maður sem ekki hefur getað séð nokkurs manns bloggsíðu í friði sem hugnast ekki bókun 35, án þess peista málefnalega misskilningnum sínum um að allir aðrir misskilji bókum 35 annar en hann sjálfur og logspekiliðið sem er á sömu skoðun.
Það er hreinlega engu líkara en að hann vakti bloggið til að koma þessu staðalaða misskilningi sínum um að Íslendingum beri lagaleg skilda til að taka upp ESB lög út á þessa bókun á framfæri sem fyrstu athugasemd hvar sem því verður við komið svo aðrir fari nú ekki að byrja með einhverjar umræður um annað en misskilninginn í þeim sjálfum.
Guðmundur, endilega skýrðu, -þennan lögfræðilega misskilning um þjóðréttlega skuldbindingu Íslendinga við ESB fyrir 30 árum síðan og hvað í henni felst og hvað gerir að nú þurfi allt í einu að binda hana í íslensk lög á skjön við stjórnarskrá. Ef þú getur ekki gert það á mannamáli þá ertu eins og hver annar rugludallur eða keyptur áróðurspési á ríkisreknu fjölmiðlunum.
Magnús Sigurðsson, 23.5.2023 kl. 06:18
Guðmundur, að mínum dómi hef ég útskýrt BÓKUN 36 ágætlega í blogginu og athugasemdunum án einhverra "gaslýsinga" að þínu mati, ef þær duga þér ekki þá hef ég engin ráð til að aðstoða þig. Þessi beiðni frá þér, finnst mér bera vott um hroka af þinni hálfu, sem felst í því að gera lítið úr öðrum í því skyni að upphefja sjálfan þig......
Jóhann Elíasson, 23.5.2023 kl. 06:49
Það er semsagt enginn vilji til að ræða um efni málsins? Bara henda fram fullyrðingum að eitthvað sé svona og hinsegin. Engin skoðun, engin afstaða, ekkert efnislegt.
Passið ykkur allavega að festa lausamuni eða færa þá í hús áður en stormurinn gengur yfir landið í dag. Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.5.2023 kl. 11:00
Guðmundur, þrjóskan ríður ekki við einteyming hjá þér, það hefur verið rætt um þessa BÓKUN 35 á efnislegan hátt þó að þér hafi ekki fundist það en það er svo önnur saga......
Jóhann Elíasson, 23.5.2023 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.