SENNILEGA ER ÞESSI MANNESKJA MESTA ÓGNIN VIÐ ÖRYGGI LANDSINS...

Vegna aðgerða hennar þarf að auka viðbúnaðinn við gæslu á innviðum okkar og ég sem hélt að það væri hlutverk "ALLRA" ráðherra okkar að GÆTA hagsmuna okkar á ÖLLUM SVIÐUM......


mbl.is Getur skipt máli á hættutímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Jóhann,

Þú ert á öfugum enda á öryggismálum.  Viðbrögð við stríðsbrölti Pútíns eru ekki ógn við öryggi landsins.  Stríðsbrölt Pútíns er ógnin, sem menn verða að skoða og bregðast við.  Viðbrögð NATO og Vesturlanda við þeirri vá sem Rússlands Pútíns er hafa verið léleg, sein og fálmkennd síðasta áratuginn. 

Þeim var leyft nánast átölulaust að innlima Krímskaga með "sögulegum" rökum, sem stóðust enga skoðun.  Þeim var leyft að fara með hermaður gegn fyrrum sambandsríkjum Sovétríkjanna.  Þeim var leyft að senda stuðning og herafla til Sýrlands til að styðja við illrændan glæpamann í stríði gegn þegnum landsins.  Þeim var leyft að ráðast inn í Úkraínu án þess að neinn gerði neitt og enginn hefði gert neitt nema vegna þess að Úkraína lúffaði ekki gegn ofureflinu! 

Ef Donald Trump hefði verið kosinn forseti hér í Bandaríkjunum, hefði Úkraína ekki fengið neinn stuðning, því hann hefði aldrei lofað að fara gegn yfirboðara sínum, Vladimír Pútín!  Enda urðu Íslensku Pútin snáðarnir vitlausir eftir kosningarnar og Pútín sömuleiðis.  Ógnin í öryggismálum Íslands er ekki vegna aðgerða íslenskra ráðherra, heldur vegna kexruglaðs einræðisherra í landvinningaherferð.  Alveg eins og fyrir meira en 80 árum!

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 15.6.2023 kl. 13:21

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að ég sé á öfugum enda í öryggismálum er bara ÞÍN SKOÐUN, Arnór og sannast sagna tek ég nú ekki mikið mark á því , SÉRSTAKLEGA EFTIR AÐ HAFA LESIÐ "RÖKSEMDIR" ÞÍNAR FYRIR SKOÐUN ÞINNI.........cool wink

Jóhann Elíasson, 15.6.2023 kl. 13:35

3 identicon

Ætli Bjarni að skipta út ráðherra þá er það Þórdís sem á að víkja. Ekki Jón Gunnarsson.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2023 kl. 16:51

4 identicon

Virkilega sorglegt að lesa þetta rugl sem þessi Arnór skrifar.  Hann stígur sannarlega ekki í vitið.

Afskaplega aumt þetta tal hjá utanríkisráðherfu. Eigum við að leggja meira fé í bandarísku stríðsvélina? Stofna etv Íslenskan her til höfuðs Rússum?

bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.6.2023 kl. 16:53

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Skaðræði.

Magnús Sigurðsson, 15.6.2023 kl. 17:31

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir innlitið Helga Dögg, það er mér mikill m heiður að þú hafir lesi bloggið mitt.  Það heyrðist talað um það, eftir að þessi ríkisstjórn var mynduð, að Bjarni Ben ætlaði sér að hætta á miðju kjörtímabilinu og ætlaði sér þá SENDIHERRAEMBÆTTI, sennilega í Bandaríkjunum, en hann treysti Guðlaugi Þór ekki alveg og því varð Þórdís Kolbrún Utanríkisráðherra.  Og síðan lofaði hann Guðrúnu Ráðherraembætti og Jón Gunnarsson átti að fara út, en þvert á allar áætlanir varð Jón EINI Ráðherra ríkisstjórnarinnar, sem almenn ánægja varð með  og því verður mjög erfitt að láta hann fara.  Guðlaugur Þór hefur styrkt stöðu sína verulega innan Sjálfstæðisflokksins.  Ég held að Bjarni Ben sjálfur muni fara eins og hann ætlaði víst að gera, Guðlaugur Þór verði Fjármálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verði Umhverfis- og Orkumálaráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir verði Háskólaráðherra.  En mitt mat er það að Guðrún  Hafsteinsdóttir eigi EKKERT erindi erindi á Alþingi og enn síður í Ráðherraembætti.....

Jóhann Elíasson, 15.6.2023 kl. 18:09

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki vil ég nú saka Arnór um að skorta vitsmuni þrátt fyrir að við séum ekki sammála skoðunum hans Bragi, það hafa ALLIR rétt á sinni skoðun.  En ég er á því að Utanríkisráðherra hljóti að hafa tekið þess ákvörðun sína í fljótfærni og alls ekki haft hagsmuni Íslands í forgangi þegar hún tók ákvörðun.  Við áttum aldrei að setja NEITT FJÁRMAGN í þetta stríð.  Og að stofna HER er ein fáránlegasta hugmynd sem ég hef vitað...

Jóhann Elíasson, 15.6.2023 kl. 18:18

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Magnús, ég held að við hefðum EKKI GETAÐ FENGIÐ VERRI UTANRÍKISRÁÐHERRA................

Jóhann Elíasson, 15.6.2023 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband