29.8.2023 | 07:51
EKKI NOKKUR VAFI Á ÞVÍ HVER NIÐURSTAÐAN VERÐUR..............
Það er að segja ef Umboðsmaður Alþingis sinnir sínu starfi almennilega. Fljótlega eftir að Matvælaráðherra tók þessa "gerræðislegu" ákvörðun sína tók ég saman hvernig hún hefur unnið í ÖLLUM sínum ráðherraembættum, ég ákvað að endurbirta þessa samantekt og að sjálfsögðu gefur þessi samantekt góða mynd af því hvernig vinnubrögðin hjá henni hafa verið í gegnum tíðina og nú hlýtur spurningin að vera: "FÓR HÚN EKKI YFIR STRIKIÐ NÚNA OG ER EKKI LÁGMARKIÐ AÐ RÁÐHERRAR FARI AÐ LÖGUM OG ÞARF EKKI SVONA LAGAÐ AÐ HAFA EINHVERJAR AFLEIÐINGAR FYRIR VIÐKOMANDI RÁÐHERRA"????
Það er nokkuð fróðlegt að fara yfir feril þessarar manneskju í ráðherraembættum og hvernig vinnubrögð hennar hafa verið í gegnum tíðina. Við skulum aðeins fara yfir þetta og þá sérstakleg hvernig hún hefur unnið fyrir landsmenn:
UMHVERFISRÁÐHERRA 2009-2012 en árið 2012 var nafni ráðuneytisins breytt í UMHVERFIS- OG AUÐLINDARÁÐUNEYTIÐ og þar var hún til ársins 2013: Ekki get ég með nokkru móti fundið nokkurn skapaðan hlut sem hún gerði í þessu ráðneyti til að efla hag landsmanna en aftur á móti er það mér í fersku minni að hún GAF kolefniskvóta landsmanna úr landi, hún barðist fyrir því með kjafti og klóm að hvergi yrði VIRKJAÐ en hún talaði mikið um að landsmenn yrðu að flýta svokölluðum ORKUSKIPTUM OG SVO MÁ EKKI GLEYMA ÞVÍ AÐ HÚN FÉKK DÓM Á BAKIÐ FYRIR AÐ GERAST BROTLEG VIÐ LÖG. En ekki hafði það nein áhrif á ferilinn hjá henni, eða það var í það minnsta ekki merkjanlegt.
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA 2017-2021: Ekki get ég munað eftir neinu jákvæðu sem hún gerði í þessari ráðherratíð sinni, en aftur á móti er mér í fersku minni LIÐSKIPTAAÐGERÐIRNAR Í SVÍÞJÓÐ SEM KOSTUÐ ÞRISVAR SINNUM MEIRA EN EF HEFÐI VERIÐ SAMIÐ VIÐ EINKAAÐILA HÉR Á LANDI vegna þess að VEGNA HENNAR PERSÓNULEGU SKOÐANA "MÁTTI EKKI LÁTA EINKAAÐILA SJÁ UM ÞESSI VERK". En það alvarlegasta sem hún gerði í tíð sinni sem HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur EKKI verið tekið fyrir enn þann dag í dag, EN ÞAÐ ERU HINIR SVOKÖLLUÐU BÓLUEFNASAMNINGAR SEM ALÞINGI ÍSLENDINGA HEFUR EKKI FENGIÐ AÐ SJÁ ENN ÞANN DAG Í DAG. En samkvæmt STJÓRNARSKRÁNNI er EKKI HEIMILT að SKULDBINDA ríkissjóð ÁN aðkomu ALÞINGIS. Mér vitanlega hefur ENGINN þingmaður eða nokkur annar gert athugsemd við þessi vinnubrögð að einu eða neinu leiti á meðan svo er halda ráðherrarnir "sólóleiknum" áfram og bæta bara í.
SJÁVARÚTVEGS - OG LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA 2021-2022 en árið 2022 var nafni ráðuneytisins breytt í MATVÆLARÁÐUNEYTIÐ og þar er hún ennþá og á að vera til ársins 2026 en ég er þess fullviss að kosningar til Alþingis verði í haust og þá er ég þess fullviss um að dagar hennar í því ráðuneyti séu taldir og jafnvel á Alþingi líka. Og enn man ég ekki eftir neinu jákvæðu sem hún hefur gert en listinn yfir það neikvæða er MJÖG LANGUR og ekki nenni ég að telja það allt upp hér. En hefst þá upptalningin hér: Ekki hefur hún séð nokkra ástæðu til að taka á BLÓÐMERAHALDINU, STRANDVEIÐARNAR hafa verið stöðvaðar og ENGIN LAUSN er þar í sjónmáli í þeim málum frekar en öðrum sem eru á hennar borði. Fyrir nokkrum dögum kom út skýrsla um ERFÐABLÖNDUN Norsks eldislax við Íslenska villta laxastofna vegna "slysasleppinga" úr laxeldiskvíum í sjó. EKKI HEF ÉG ORÐIÐ VAR VIÐ AÐ HÚN SJÁI NOKKRA ÁSTÆÐU TIL AÐ BREGÐAST Á NOKKURN HÁTT VIÐ ÞESSU STÓRALVARLEGA MÁLI. Og þá er það stóra málið núna en það er AÐFÖRIN AÐ HVALVEIÐUNUM. Þarna tel ég að hún hafi farið nokkuð LANGT YFIR STRIKIÐ (enda má færa fyrir því rök að þegar menn byrja á lögbrotum þá sé alltaf gengið lengra og lengra, til að sjá hvar "mörkin" liggja). Það er alveg á tæru að með þessari ákvörðun sinni að "FRESTA" HVALVEIÐUM, einum degi áður en hvalveiðar áttu að hefjast, braut hún MINNST fjórar greinar ALMENNRA LAGA OG AUK ÞESS BRAUT HÚN TVÆR GREINAR Í STJÓRNARSKRÁNNI OG ÉG NEITA AÐ TRÚA ÞVÍ AÐ ÞETTA EIGI EKKI EFTIR AÐ HAFA NEINAR AFLEIÐINGAR FYRIR HANA.
Allir vita hver persónuleg afstaða Forsætisráðherra er og þar af leiðandi er það enn alvarlegra að Kata litla hefur ekki enn tekið á þess alvarlega broti ráðherrans og að forráðamenn samstarfsflokka VG í ríkisstjórn hafi ekki beitt sér í þessu alvarlega máli. ÞORA ÞEIR EKKI AÐ "RUGGA BÁTNUM" Á ÞESSUM SÍÐUSTU OG VERSTU TÍMUM??????
Telur vantrauststillögu væntanlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð yfirferð um íslensk stjórnmál og í hverju þau kristallast í þessum pistli Jóhann, um eitt af dekurbörnum íslandssögunnar.
EIns og þú bendir á þá er hafa lögbrot og landráð engar afleiðingar fyrir þetta hyski. Ég á ekki von á að svo verði eftir sem áður, en ekki veit ég hvernig hrokagikkurinn ætlar að snúa sig út úr þessu, nema þá með samþykki pólitískra vildarvina rétt eins og hingað til.
Magnús Sigurðsson, 29.8.2023 kl. 14:16
Þakka þér fyrir athugasemdina Magnús. Jú það er alveg ótrúlegt hvernig þetta lið ver hvert annað og þá virðist ekki skipta einu einast máli hvar menn eru staddir í pólitík að "samráðherra virðast standa hverjir með öðrum sama í hvað flokki þeir eru. En það virðist vera nákvæmlega sama hvernig fólki er bent á hlutina, það einfaldlega hefur ENGIN áhrif. Ég segi eins móðir mín heitin "ÞAÐ ER EINS OG AÐ STANDA UPP OG DETTA AÐ GERA NOKKURN SKAPAÐAN HLUT Í ÞESSU". Kannski væri bara best að fara að hætta þessu bloggdóti og um leið að spá ekkert meira hvað er í rauninni í gangi hérna og þá ergir þetta mann ekki meira??????
Jóhann Elíasson, 29.8.2023 kl. 14:28
Hvalur HF ætti að fara í mál við hana persónulega, og krefjast skaðabóta.
Mér sýnist vera fótur fyrir því.
Þetta er viljaverk hennar.
Ásgrímur Hartmannsson, 29.8.2023 kl. 19:21
Þetta er alveg hárrétt hjá þér Ásgrímur, en vandamálið er að hún er ekki borgunarmanneskja fyrir þeim skaða sem hún hefur valdið, því verður Hvalur hf. að fara í skaðabótamál við ríkið en það hl´tur að vera hægt einhvern veginn að fara í persónulegt mál við hana. Annars finnst mér persónulega, að allir Ráðherrar ættu að vera með TRYGGINGU fyrir öllum hugsanlegum skaða sem þeir valda í störfum sínu og séu gerðir þannig persónulega ábyrgir fyrir öllum sínum gjörðum....
Jóhann Elíasson, 29.8.2023 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.