ENDA HEFÐI ÞAÐ VERIÐ HÁMARK ÓSVÍFNINNAR - BJARNI ER ÞÓ EKKI MEÐ DÓM Á BAKINU FYRIR LÖGBROT.....

Kannski hún sjái eftir því að hafa ekki farið þessa leið þegar mesti HASARINN var í kringum hana?  Það má kannski minna á það að það er alveg eftir að fjalla um hina svokölluðu "BÓLUEFNASAMNINGA" sem voru gerðir ÁN AÐKOMU ALÞINGIS en þeir voru á ábyrgð þáverandi Heilbrigðisráðherra, sem var Svandís Svavarsdóttir og svo þegar hún verður Matvælaráðherra þá kemur upp þetta dæmalausa "HVALAMÁL" og sennilega fara að byrja réttarhöld upp á alveg GRÍÐARLEGA háar skaðabætur á Íslenska ríkið.  Það er nokkuð ljóst að Matvælaráðherra er ekki nokkur borgunarmanneskja fyrir því og spurning hvernig tekið verður á þeim málum í framíðinni? Og svo má ekki gleyma einhverju STÆRSTA UMHVERFISLYSI Í SÖGUNNI en það er "SLYSASLEPPINGIN" úr laxeldisstöð fyrir Vestan.  Ég get ekki séð að það hafi nokkuð verið brugðist við því af viti enda er Matvælaráðherra EKKI TALSMAÐUR LAXA HELDUR HVALA.   Mín tillaga er sú að þeir stjórnmálaflokkar, sem eiga ráherra í stjórn verju sinni, kaupi tryggingar fyrir ráðherra sína sem eiga að "dekka" þau afglöp sem þeir gera vegna starfa sinna.  Það væri ekki úr vegi að rifja upp ráðherraferil hennar:  

UMHVERFISRÁÐHERRA 2009-2012 en árið 2012 var nafni ráðuneytisins breytt í UMHVERFIS- OG AUÐLINDARÁÐUNEYTIÐ og þar var hún til ársins 2013:  Ekki get ég með  nokkru móti fundið nokkurn skapaðan hlut sem hún gerði í þessu ráðneyti til að efla hag landsmanna en aftur á móti er það mér í fersku minni að hún GAF kolefniskvóta landsmanna úr landi, hún barðist fyrir því með kjafti og klóm að hvergi yrði VIRKJAÐ en hún talaði mikið um að landsmenn yrðu að flýta svokölluðum ORKUSKIPTUM OG SVO MÁ EKKI GLEYMA ÞVÍ AÐ HÚN FÉKK DÓM Á BAKIÐ FYRIR AÐ GERAST BROTLEG VIÐ LÖG.  En ekki hafði það nein áhrif á ferilinn hjá henni, eða það var í það minnsta ekki merkjanlegt.

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA 2017-2021:  Ekki get ég munað eftir neinu jákvæðu sem hún gerði í þessari ráðherratíð sinni, en aftur á móti er mér í fersku minni LIÐSKIPTAAÐGERÐIRNAR Í SVÍÞJÓÐ SEM KOSTUÐ ÞRISVAR SINNUM MEIRA EN EF HEFÐI VERIÐ SAMIÐ VIÐ EINKAAÐILA HÉR Á LANDI vegna þess að VEGNA HENNAR PERSÓNULEGU SKOÐANA "MÁTTI EKKI LÁTA EINKAAÐILA SJÁ UM ÞESSI VERK".  En það alvarlegasta sem hún gerði í tíð sinni sem HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur EKKI verið tekið fyrir enn þann dag  í dag, EN ÞAÐ ERU HINIR SVOKÖLLUÐU BÓLUEFNASAMNINGAR SEM ALÞINGI ÍSLENDINGA HEFUR  EKKI FENGIÐ AÐ SJÁ ENN ÞANN DAG Í DAG.  En samkvæmt STJÓRNARSKRÁNNI er EKKI HEIMILT að SKULDBINDA ríkissjóð ÁN aðkomu ALÞINGIS.  Mér vitanlega hefur ENGINN þingmaður eða nokkur annar gert athugsemd við þessi vinnubrögð að einu eða neinu  leiti á meðan svo er halda ráðherrarnir "sólóleiknum" áfram og bæta bara í.

SJÁVARÚTVEGS - OG LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA 2021-2022 en árið 2022 var nafni ráðuneytisins breytt í MATVÆLARÁÐUNEYTIÐ og þar er hún ennþá og á að vera til ársins 2026 en ég er þess fullviss að  kosningar til Alþingis verði í haust og þá er ég þess fullviss um að dagar hennar í því ráðuneyti séu taldir og jafnvel á Alþingi líka.  Og enn man ég ekki eftir neinu jákvæðu sem hún hefur gert en listinn yfir það neikvæða er MJÖG LANGUR og ekki nenni ég að telja það allt upp hér.  En hefst þá upptalningin hér: Ekki hefur hún séð nokkra ástæðu til að taka á BLÓÐMERAHALDINU,  STRANDVEIÐARNAR hafa verið stöðvaðar og ENGIN LAUSN er þar í sjónmáli í þeim málum frekar en öðrum sem eru á hennar borði.  Fyrir nokkrum dögum kom út skýrsla um ERFÐABLÖNDUN Norsks eldislax við Íslenska villta laxastofna vegna "slysasleppinga" úr laxeldiskvíum í sjó.  EKKI HEF ÉG ORÐIÐ VAR VIÐ AÐ HÚN SJÁI NOKKRA ÁSTÆÐU TIL AÐ BREGÐAST Á NOKKURN HÁTT VIÐ ÞESSU STÓRALVARLEGA MÁLI.  Og þá er það stóra málið núna en það er AÐFÖRIN AÐ HVALVEIÐUNUM.  Þarna tel ég að hún hafi farið nokkuð LANGT YFIR STRIKIÐ (enda má færa fyrir því rök að þegar menn byrja á lögbrotum þá sé alltaf gengið lengra og lengra, til að sjá hvar "mörkin" liggja).  Það er alveg á tæru að með þessari ákvörðun sinni að "FRESTA" HVALVEIÐUM, einum degi áður en hvalveiðar áttu  að hefjast, braut hún MINNST fjórar greinar ALMENNRA LAGA OG AUK ÞESS BRAUT HÚN TVÆR GREINAR Í STJÓRNARSKRÁNNI OG ÉG NEITA AÐ TRÚA ÞVÍ AÐ ÞETTA EIGI EKKI EFTIR AÐ HAFA NEINAR AFLEIÐINGAR FYRIR HANA.  Þá megum við ekki gleyma hryðjuverkunum, sem voru unnin gegn Íslenskum landbúnaði, þegar 1.400 kindum ásamt óbornum lömbum var FARGAÐ í miðfirði í vor og var sá GJÖRNINGUR ALFARIÐ Á ÁBYRGÐ MATVÆLARÁÐHERRA og mun skömmin á þeim gjörningi ávalt fylgja henni.  þarna var um að ræða eitthvað mesta "níðingsverk" í sögu Íslensks landbúnaðar.


mbl.is Svandís hyggst ekki tjá sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jóhann Stýrmaður; sem og aðrir þinna gesta !

Jóhann !

Heyr á endemi - Bjarni er þó ekki með dóm á bakinu fyrir lögbrot . . . .

skrifar þú.

Að heimsku; sem og fyrirlitlegum ferli Svandísar Svavarsdóttur frátöldum

má með rjettu setja Bjarna Benediktsson á bekk með Steingrím J. Sigfússyni

og ömurlegum ferli hans (2009 - 2013 / og síðar).

Viðrinið Bjarni; lýgur svo blákalt að borgurum þessa lands, að stanzlausar

áramótverðhækkanir undanfarinna ára, sjeu SKATTALÆKKANIR:: jú, geta verið

það í blekkingaleik þessa gerpis, sem hefur verið einna drýgztur í að

sópa að sjer og sínum ættmenum úr sjóðum landsmanna, gegnum tíðina.

I. Asíubankinn; austur í Kína, voru ekki einhverjir 2 - 2.7 Milljarðar

króna, sem hann spanderaði þangað, í æfintýramennsku sinni ?

II. Borgunarmálið

III Lindarhvolsmálið - algjör þögn, með hjálp Birgis Ármannssonar

IIII. Íslandsbanka gerfi- salan

V. Bjarni; ásamt vinstri græna hroðanum og Sigurðar Inga genginu

er manna drýgstur í að skófla hingað til lands alls lags

útlendingum, í þeim tilgangi að þurrka út upprunalega

Íslendinga - og nýtur liðveizlu : Kristrúnar fölsku Frostadóttur

og hennar liðs /Píratanna - Viðreisnar auk ýmissa annarra, svo

fram komi, ekki síður.

Svo; aðeins ÖRFÁ dæmi sjeu talin, um vinnubrögð þessa hrakmennis.

Þarftu ekki; að betrumbæta fyrirsögn, þessa annars ágæta pistils

Jóhann ?

Ómennzka Svandísar Savvarsdóttur; er svo aftur efni í MJÖG þykka

doðranta, ef út í yrði farið.

Með; beztu kveðjum, engu að síður, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.10.2023 kl. 18:31

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei Óskar Helgi, það þarf ekkert að betrumbæta fyrirsögnina EINFALDLEGA VEGNA ÞESS AÐ BARNI HEFUR ENGAN DÓM FENGIÐ Á SIG. Þó svo að ýmsum þyki að hann ÆTTI að vera búinn að fá á sig dóm.  Hvers vegna nefnir þú ekki Svandísi Svavarsdóttur í upptalningu þinni?  Það er alveg sama hvað okkur finnst um Bjarna og feril hans við verðum að gæta sannmælis........

Bestu kveðjur af Suðurnesjunum.

Jóhann Elíasson, 11.10.2023 kl. 20:22

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

"BJARNI" átti þetta að vera og bið ég velvirðingar á fljótfærninni...

Jóhann Elíasson, 11.10.2023 kl. 21:32

4 identicon

. . . . sæll á ný; Jóhann !

Jeg hjelt einfaldlega; að ekki þyrfti að ræða brussuna og fáráðlinginn

Svandísi Svavarsdóttur neitt frekar - merkin sýna verkin / og:: þú

mættir líka koma inn á atferli Ásmudnar Einars Daðasonar, collega

þessara ILLU hjúa t.d.: Svandísar og Bjarna, gagnvart framkomu þess 

dreng fjanda gagnvart frændfólki sínu vestur í Dölum, á Lamabeyrum

nánar tiltekið / væri það, nokkuð viðkvæmt fyrir þig að tala um

Jóhann minn ?

Bjarni; er því miður ÓDÆMDUR þjófur / þar í liggur meinsemdin eftir

öll hans hryðjuverk sem og annarra ótaldra meðlima þess glæpaflokks

sem Bjarni tilheyrir, að sönnu.

Hingað til; hefur þú alveg skilið mín skrif Jóhann - vona;; að þjer

sjeu ekki farnar að förlazt mínar meiningar.

Jeg einfaldlega; segi hlutina eins og þeir blasa við hverjum óbjöguðum

manni - ætti ekki, að vera svo torskilið !

Með sömu kveðjum; sem áður /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.10.2023 kl. 22:02

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Reyndar var ég að fjalla um Bjarna Ben og Svandísi í þessu bloggi mínu, mér finnst það ekki koma vel út að fjalla um marga í einu, kannski kemur einhvern tíma að því að ég eyði nokkrum orðu í að fjalla um Ásmund Einar Daðason, en mér finnst hann bara ekki VERÐSKULDA umfjöllun.  Ég skil þig alveg og þínar athugasemdir, en eins og sagt er "OFT MÁ SATT KYRRT LIGGJA" en þú hefur aldrei fylgt því og að sjálfsögðu virði ég það fullkomlega en í fyrstu athugasemd þinni vændir mig um að fara með rangt mál og því varð ég að  svara......

Bestu kveður af Suðurnesjunum.

Jóhann Elíasson, 11.10.2023 kl. 22:46

6 identicon

Sæll; sem fyrr !

Bið þig afsökunar Jóhann; hafi jeg rengt þig

í einhverju, hjer ofar:: en vegna rjettlætis

kenndar minnar get jeg alveg átt það til að fara

offari, sem sízt skyldi bitna á heiðursmanni eins

og þjer.

Hinar sömu kveðjur; vitaskuld /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.10.2023 kl. 23:01

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Óskar Helgi.  Að sjálfsögðu er þetta fyrirgefið.  Það eru bara miklir heiðursmenn, sem viðurkenna mistök sín og hvað þá að biðjast afsökunar á þeim.  Ég kem alla tíð til með að virða skoðanir þínar og vona að samskipti okkar verði jafngóð eftirleiði eins og þau hafa verið hingað til.....

Bestu kveðjur af Suðurnesjunum.

Jóhann Elíasson, 12.10.2023 kl. 05:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband