Á EINHVER SKILYRÐISLAUSAN RÉTT Á ÞVÍ AÐ FÁ VERND HÉR Á LANDI????

En samkvæmt öllum helstu fjölmiðlum hér á landi virðist svo vera.  ER EKKI TÍMI TIL KOMINN AÐ ÞESSI MÁL VERÐI ENDURSKOÐUÐ ALVEG FRÁ GRUNNI OG ÞAÐ ÞARF AÐ KOMA EINHVERJU "SKIKKI" Á ÞESSI MÁL.  Það er bara einfaldlega þannig að ENGINN AF ÞESSUM MÖNNUM KOM FYRST TIL ÍSLANDS Á FLÓTTA SÍNUM FRÁ HEIMALANDINU OG AFDRIF ÞESSA FÓLKS KEMUR OKKUR EKKI VIÐ AÐ NEINU LEITI.....


mbl.is Efna til hungurverkfalls í tjöldum í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Nú er Mannréttingadómstóll Evrópu farinn að skipta sér að hælisleitendum hér á landi, hvenær endar þessi vitleya?

Sigurður I B Guðmundsson, 1.11.2023 kl. 11:59

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og það alvarlegasta er, Sigurður að Mannréttindadómstó Evrópu hunsar algjörlega þær reglur sem eru í gangi með hælisleitendur.  Hvað er eiginlega í gangi?????

Jóhann Elíasson, 1.11.2023 kl. 12:46

3 identicon

Sælir; Jóhann Stýrimaður - Sigurður I B, sem og aðrir ágætir gestir, Stýrimanns !

Hverfum aftur; til 20. Marz ársins 2003, þá vitfirringurinn Bush yngri forseti

Bandaríkjanna:: ásamt Blair hinum Brezka svo og hinum óforbetranlegu hjerlendu,

þeim Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni spunnu upp lyga vefinn, um efnavopn

Saddam´s Hussein austur í Írak, sem átti að rjettlæta innrás viljugu flónanna

inn í það land, hina gamalgrónu Mesapótamíu, piltar.

Áttum við hjer; á Vesturlöndum virkilega að gera ráð fyrir, að sú forheimskun

yrði okkur hjer vestra, að skaðlausu - hvað þá:: útgjaldalausu ?

Við höfum vitað; allar götur frá morðinu á Feisal II. Írakskonungi árið 1958,

að óþarfa afskipti Vesturlanda af málefnum Íraks hafa einungis orðið þarlendum

til stórra tjóna: heimskupörin 2003 toppa síðan alla andskotans vitleysuna.

Að; hlutdeild gömlu Sovjetríkjanna ógleymdri, að sjálfsögðu, unz þau hrundu

1991. 

Þar með; erum við ekkert stikkfrí frá straumi fólks þaðan, fremur en frá Líbýu -

Sýrlandi og Afghanistan t.d.:: allt í boði misjafnra gáfumenna í Washington og

innan Evrópusambandsins, gerum ekki hlut þess minni í allri óreiðunni, aukin

heldur.

Með beztu kvaðjum; að vanda, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.11.2023 kl. 12:51

4 identicon

. . . . kveðjum átti að standa þar: vitaskuld.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.11.2023 kl. 12:54

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sæll og blessaður Óskar Helgi, vissulega er þetta satt og rétt hjá þér en þrátt fyrir þetta allt saman er ekki hægt að gera þá kröfu að hver sem er eigi að geta sest að hér á landi  og ekki þurfi að fara að alþjóðalögum, aðeins egna einhvers sem gerðist í fortíðinni.  Við eigum að LÆRA af fortíðinni en ekki að sitja föst í henni.  Ég er ansi hræddur um að við yrðum í djúpu skít ef við ætlum að lifa endalaust í fortíðinni.....

Með bestu kveðju af Suðurnesjunum.

Jóhann Elíasson, 1.11.2023 kl. 13:47

6 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Jóhann, vinstra liðið hér vill bjóða alla vegalausa og bágstadda velkomna hingað án þess að nokkur von sé til þess að við höfum getu til að taka á móti þessu fólki. Við skulum hafa í huga að margt af þessu fólki er að koma frá menningu og siðferði sem á okkar mælikvarða nær aftur í svartar miðaldir. Málið er ósköp einfalt, þeir sem hingað koma og hafa ekki fullgilda pappíra til uppgöngu hér á að vísa frá á landamærunum og jafnframt á að gera flutningsaðila ábyrga fyrir því að flytja þetta fólk til baka.

Örn Gunnlaugsson, 1.11.2023 kl. 15:59

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef engu við að bæta við þetta góða innlegg þitt Örn og ég vil bara þakka þér kærlega fyrir góð skrif.....

Jóhann Elíasson, 1.11.2023 kl. 17:21

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég heyrði nýlega sögu af Íslendingum sem ætluðu að ferðast til mjög fjarlægs lands og þurftu að taka nokkuð mörg tengiflug til að komast fram og til baka. Einhversstaðar á leiðinni kom það upp að til þess að halda förinni áfram þurftu þau að sýna fram á að þau hefðu heimild til dvalar á áfangastað næsta flugs á leiðinni, í a.m.k. nokkra mánuði eða talsvert lengur en þau ætluðu í raun að dveljast þar. Þau gátu ekki sýnt fram á það með fullnægjandi hætti og var því ekki hleypt um borð í flugvélina heldur þurftu að hafast við á millilendingarstað þar til leyst hafði verið úr málinu. Það vakti sérstaklega athygli mína í frásögninni að það var flugfélagið sem neitaði þeim um flutning af þessari ástæðu. Þetta vakti mig óhjákvæmilega til umhugsunar um hvernig þessu sé háttað þegar fólk ferðast erlendis frá til Íslands, hvort einhver könnun fari fram á því að viðkomandi hafi yfir höfuð heimild til dvalar á landinu? Þó ekki væri nema af praktískum ástæðum því það hefur bæði óþarfa kostnað og kolefnisspor í för með sér ef fólk flýgur hingað til þess eins að þurfa svo að fljúga aftur til baka þangað sem það kom frá. Ég man ekki eftir því að hafa heyrt eða séð neina umhverfisverndarsinna viðra áhyggjur af því kolefnisspori sem rekja má til óþarfra flugferða af þessu tagi og væri hægt að komast hjá.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.11.2023 kl. 17:40

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi athugasemd þín ætti að vekja marga til umhugsunar um það HVAÐ SÉ EIGINLEGA Í GANGI HÉR Á LANDI, Guðmundur.......

Jóhann Elíasson, 1.11.2023 kl. 19:23

10 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það sem er að gerast held ég að "Bananalýðveldið" Ísland er nánast stjórnlaust. Þetta sem er að gerast núna er búið að viðgangast árum saman.

Sigurður I B Guðmundsson, 1.11.2023 kl. 19:43

11 identicon

Sælir; á ný !

Jóhann !

Jeg er alls ekki; að vísa til þess, að hver og einn geti gert

kröfu til aðseturs hjerlendis:: þvert á móti, jeg er aðeins að benda

á þá einföldu staðreynd, að meðvirkni til Bandarískrar og NATÓ ískrar

æfintýramennzku fyrri ára og áratuga getur einfaldlega leitt til

þess, að málin þróizt á þessa vegu - og ekki lagar Schengen

kjaftæðið, og þátttakan í því neitt sjerstaklega fyrir okkur heldur.

Örn !

Vil taka fram; að jeg er yzt til hægri / mun lengra en blessaðir

Nazistarnir og Fasistarnir, ef eitthvað er, að þá má telja mig til

þess að vera Konungssinna, af gamla góða Miðalda skólanum, Örn minn.

Guðmundur !

Þakka þjer; áhugaverða frásögu þína, en . . . . Guðmundur minn, ekki

eyðileggja alveg fyrir okkur kvöldið með því að nefna andskotans

kolefnisspora blaður Albert´s nokkurs Gore og hins ömurlega loftslags

blaðurs safnaðar hans, í Guðanna bænum ekki, ágæti drengur.

Þetta pakk; þar með talin gerpin, sem eiga að heita ríkisstjórn Íslands

eru einfaldlega að dreifa þessarri dellu, í FULLKOMNU fjárplógsskyni, til

handa sjer og sínum - ekkert síður en ýmsir flautaþyrlar erlendis.

Þessu liði; vefst ætíð tunga um tönn, þegar því er bent á, að Ísaldirnar

komu og fóru:: löngu fyrir Iðnbyltingu 18. og 19. aldanna, t.d.

Hvernig; skyldi nú standa á því, Guðmundur fornvinur minn Ásgeirsson ? ? ?

Sömu kveðjur; hinum fyrri, að sjálfsögðu /     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.11.2023 kl. 20:01

12 identicon

. . . .

Sigurður I B (kl.19:43) !

Fullkomlega sammála þjer; ekki sízt í ljós i þess, að þorra

landsmanna skortir kjark, til þess að svæla út alþingis- og

stjórnarráðs hlandforina, í 1 skipti fyrir öll.

Að; skrautfígúrunni suður á Bessastöðum, meðtalinni.

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.11.2023 kl. 20:18

13 Smámynd: Grímur Kjartansson

Miðað við skoðanakannanir þá er það vilji þjóðarinnar hafa þessi máli í stjórnleysi
því Samfylkingin hefur enga stefnu í þessum málum nema helst að Alþingi fjalli sérstaklega um þær hælisumsóknir sem ekki fá brautargengi

Samfylkingin mælist með rúmlega 29% fylgi (mbl.is)

Grímur Kjartansson, 2.11.2023 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband