EN EF STJÓRNVÖLD LÝSA YFIR NEYÐARÁSTANDI Í GRINDAVÍK LEYSAST MÖRG MÁL....

Sem dæmi má nefna að Grindvíkingar, sem eru með langtímaleigusamninga losna undan þeim á stundinni og svo framvegis.  Það þarf ekkert að vera að blanda lagasetningu í málið......


mbl.is Telur neyðarlög ekki koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Mætti ekk isegja að það ríki ákveðið NEYÐARÁSTAND tengt Grindavík

af því að fólk fær ekki að fara inn á sín heimili? 

Hvð myndi breytast af að lýst væri yfir NEYÐARÁSTANDI ?

Dominus Sanctus., 17.1.2024 kl. 11:58

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Jóhann. Mig langar að benda á eftirfarandi atriði í þessu sambandi.

Í fyrsta lagi er rétturinn til riftunar leigusamnings eða eftir atvikum afsláttar af leigu húsnæðis sem er ónothæft þegar tryggður í húsaleigulögum. Í öðru lagi er búið að bregðast við atburðunum í Grindavík með sérstakri lagasetningu í því skyni að gera þann rétt enn skýrari í tilvikum sem þessum. Ekki þarf að lýsa sérstaklega yfir neyðarástandi svo að þessi réttur verði virkur, það er í raun nóg að ekki sé hægt að hafa eðlileg afnot af húsnæðinu. Hlutaðeigandi leigjendur eiga því að öllum líkindum rétt á að halda eftir leigugreiðslum á meðan þetta ástand varir.

Hitt er svo annað mál hvernig eigi að koma til móts við eigendur húsnæðis og húsnæðislántakendur í Grindavík, sem þessi umræða um neyðarlög vísar væntanlega til. Sjónarmið um forsendubrest og óviðráðanlegar aðstæður (force majeure) geta klárlega átt við í því sambandi án þess endilega þörf sé á nýrri lagasetningu. Þegar dómstólar hafafallist á að slíkar aðstæður séu uppi getur það leitt til þess að samningsaðili geti losnað undan skuldbindingum sínum að hluta eða öllu leyti. Mögulega gæti verið ástæða fyrir Grindvíkinga að láta reyna á slíkt. Svo þarf að skoða hvernig hægt sé að bæta þeim tjónið á eignunum sjálfum, sem er misjafnt eftir atvikum. Ef þær tryggingar sem þegar eru fyrir hendi nægja ekki til að bæta það gæti verið rétt að skoða möguleika á lagasetningu í því skyni.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.1.2024 kl. 12:02

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað er hægt að segja að NEYÐARÁSTAND ríki í Grindavík en STJÓRNVÖLD verða að lýsa formlega yfir NEYÐARÁSTANDI þá er verið að segja að EKKI sé HÆGT að lifa og búa á viðkomandi stað og þá falla niður ýmsir samningar eins og til dæmis leigusamningar og greiðslur frystast.......

Jóhann Elíasson, 17.1.2024 kl. 13:47

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur enn einu sinni HENGIR þú þig í almenn lög.  Þú veist það alveg sjálfur að menn er yfirleitt ekki að fara í dýr dómsmál til að losa sig út úr dýrum og oft á tíðum ósanngjörnum leigusamningum.  Grindvíkingar hafa um nóg annað að hugsa en að setja sig inn í einhverjar lagaflækjur eins og ástandið er núna....

Jóhann Elíasson, 17.1.2024 kl. 13:53

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Það verður að gera allt sem hægt er að gera fyrir Grindvíkinga. Er alveg öruggur á að það er vilji landsmanna. 

Sigurður I B Guðmundsson, 17.1.2024 kl. 15:07

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Jóhann.

Leigjendur í Grindavík þurfa ekki að fara í dýr dómsmál. Þeira geta einfaldlega rift samningum og/eða haldið eftir af leigugreiðslur. Þeir hafa réttinn til þess sín megin.

Varðandi hitt sem snýr að lánamálunum, þá þarf ekki að vera stórmál að fjármagna fordæmisgefandi málsókn. Það er nóg að finna einn dæmigerðan aðila til að ljá málinu nafn sitt. Svo geta allir hinir skotið saman fyrir kostnaðinum sem verður þá tiltölulega lág upphæð á mann. Eða jafnvel sveitarfélagið eða verkalýðsfélög staðið straum af kostnaðinum í þágu síns fólks. Annað eins hefur verið gert áður. Svo er líka hægt að sækja um gjafsókn, sem á að vera hægt að fá þegar um er að ræða fordæmismál í þágu hagsmuna stærri hópa. Ég er bara að reyna að benda á leiðir. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 17.1.2024 kl. 20:47

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og hvað heldur þú Guðmundur að gerist, ef Grindvíkingar RIFTA leigusamningum?  Heldur þú virkilega að leigufélagið ALMA taki því bara þegjandi og hljóðalaust???????  Þú veist það vel Guðmundur að skilyrðin fyrir gjafsókn eru MJÖG ströng og afskaplega lítill möguleiki fyrir nokkurn að sleppa þar í gegn.  En þú mátt eiga það að þú hættir ekki að koma á óvart.....

Jóhann Elíasson, 17.1.2024 kl. 21:17

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrirgefðu Sigurður að ég hef ekki svarað fyrr.  Ég held að mesta hjálpin fyrir Grindvíkinga yrði ef stjórnöld lýstu yfir neyðárástandi í bænum.  Það er einfaldlega ekki það sama hvort Almannavarnir eða stjórnvöld landsins lýsa yfir neyðarástandi............

Jóhann Elíasson, 17.1.2024 kl. 21:23

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jóhann. Ég veit ekki hvað Alma eða önnur leigufélög myndu gera ef Grindvíkingar rifta leigusamningum, en ef þau færu í hart held ég að þau myndu bíða lægri hlut vegna þess að Grindvíkingar hafa réttinn til riftunar sín megin. Ef ég væri í slíkum sporum sjálfur myndi ég alveg treysta mér til að standa á rétti mínum gagnvart svoleiðis aðilum.

Varðandi gjafsókn þá þekki ég alveg skilyrði hennar og veit um gott dæmi þess að hún hafi verið veitt í stóru fordæmismáli sem tengdist húsnæðismálum. Í því tilviki var sá kostnaður sem gjafsóknin nægði ekki fyrir dekkaður með hópfjármögnun þar sem margt smátt gerði eitt stórt. Þetta er vel hægt en eins og fyrr segir er ég bara á benda á mögulegar leiðir.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.1.2024 kl. 22:21

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það sem ég bendi á og ég get ekki betur séð en að þú takir nokkurn vegin undir það að verði leigusamningum rift þá VERÐA dómsmál þótt það sé augljóst að leigusalar TAPI þeim en það er ekki stóra málið heldur það að Grindvíkingar hafa um annað að hugsa en að standa í dómsmálum og allt það vesen sem þeim fylgir og ég tala nú ekki um kostnaðinn.  Það er einfaldlega ekki verjandi að nokkur skuli skrifa svo léttvægt um "GJAFSÓKNIR" eins og þú gerir í síðustu athugasemd þinni, þú veist ósköp vel að það var einstakt dæmi og leystist á einstakan hátt.....

Jóhann Elíasson, 17.1.2024 kl. 23:09

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jóhann. Ég er bara að meina þetta á lausnamiðaðan hátt með góðum vilja. Ef slíkar lausnir hugnast ekki fólki er um að gera að fleiri reyni þá að setja fram betri hugmyndir.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.1.2024 kl. 00:12

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur og ég var aðallega að benda á að þessar aðgerðir sem þú varst að benda á eru, dýrar, tímafrekar og eiga bara hreinlega ekki við í þessum tilfellum...

Jóhann Elíasson, 18.1.2024 kl. 02:18

13 Smámynd: Landfari

Það er rétt hjá  þér Guðmundur að það þarf engin neyðarlög til að leigutaki geti rift einhliða leigusamningi ef húsnæðið er orðið óíbúðarhæft án þess að honum verði kennt um. En hann þarf hinsvegar að rýma húsnæðið áður en hann hættir að greiða leiguna og það er ekki hlaupið að því þessa stundina.

Landfari, 20.1.2024 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband