ÉG VISSI AÐ ÁSTANDIÐ Í HÆLISLEITENDAMÁLUM VÆRI SLÆMT EN HAFÐI EKKI GRUN UM AÐ ÞAÐ VÆRI SVONA SLÆMT......

En áður en ég byrja að "blása út" vil ég koma á framfæri þökkum til mbl.is fyrir góða greiningu á málinu, í viðhengdri frétt og góð gögn.  Og tek ég fram að ALLAR tölur sem ég vitna til í þessari umfjöllun minni, eru fengnar úr fréttinni.  Í ÖLLUM tölfræðiþáttum í þessari frétt er ÍSLAND Í FYRSTA SÆTI (það ætti að gleðja "GÓÐA FÓLKIÐ" og VG liða, því þarna virðist markmið þessa fólks liggja) OG SVO ER SVÍÞJÓÐ Í ÖÐRU SÆTI en allir vita hvernig ástandið er þar í landi.  Það væri ekki svo galið að birta skjámynd af þeim gögnum sem mbl.is birtir.i þessari frétt svo ekkert fari nú á milli mála:

haelislitendur 2022

 

 

 

 

 

VINSAMLEGAST "KLIKKIÐ" Á MYNDINA TIL AР STÆKKA HANA

Ég vissi nú alltaf að ástandið í þessum málum væri slæmt, en mig grunaði ekki að það væri svona slæmt eins og fram kemur þarna.  Við skulum skoða nokkra þætti í fréttinni og takið eftir ALLIR mættir hennar eru Íslandi í óhag.  Til Íslands bárust 2.162 umsóknir um vernd árið 2022 af þeim fengu 1.135 vernd það árið eða 52,5% allra sem sóttu um vernd.  Í Svíþjóð voru 16.738 umsóknir um verd árið 2022 en 3.742 fengu vernd eða 22,7% allra sem sóttu um vernd.  MUNURINN ER SVO GRÍÐARLEGUR AÐ ÞAÐ HLJÓTA AÐ VAKNA UPP SPURNINGAR UM ÞAÐ HVERNIG STANDI Á ÞESSU.  Og ef er skoðaðar tölur um fjölda hælisleitenda á hverja 100.000 íbúa verða tölurnar enn ógnvænlegri, á íslandi eru  þeir 580 en í Svíþjóð eru þeir 159 eða 365% hærri (við tökum fjöldann í Svíðjóð og margföldum með 3,65 og fáum við út hlutfallslega fjöldann á Íslandi).  Og ef við skoðum Noreg er ástandið enn verra.  STENDUR EKKI TIL AР GERA NOKKURN SKAPAÐAN HLUT Í ÞESSUM MÁLM EÐA ÆTLA SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN ENDALAUST AÐ LÁTA VG SVÍNBEYGJA SIG Í ÞESSUM MÁLUM?????


mbl.is Fleiri óskir um fjölskyldusameiningar hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Flott grein hjá þér eins og þér er von og vísa. Ég spyr: Hvenær endar fjölskyldan? 

Sigurður I B Guðmundsson, 18.1.2024 kl. 11:48

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Sigurður.  Ég get ekki betur séð en að eftir helgi ráðist örlög ríkisstjórnarinnar og í kjölfarið af því verði mönnum ljóst að það verði að fara að taka á málum ef ekki á MJÖG illa að fara........

Jóhann Elíasson, 18.1.2024 kl. 13:11

3 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir góða grein. Því miður á Sjálfstæðisflokkurinn ljóta sögu í þessum málum, en byrjaði aðeins að lagast þegar Jón Gunnarsson varð ráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir hefur staðið sig vel hingað til. En nú reynir á varðandi meinta fjölskyldusameiningu. Ef Sjálfstæðisflokkurinn bregst í því efni. Þá er illa komið. 

Jón Magnússon, 18.1.2024 kl. 18:12

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Jón og það er mér sérstakur heiður að þú skulir skrifa athugasemd við það  sem ég skrifa, ég lýt á það sem vissa viðurkenningu.  Mér fannst Jón Gunnarsson standa sig vel í þessum málum en ég verð að segja að Guðrún Hafsteinsdóttir hefur valdið mér miklum vonbrigðum hingað til en það er kannski einhver von eftir í sambandi við hana og sérstaklega finnst mér hún hafa verið "VÆRUKÆR" varðandi tjaldbúðirnar á Austurvelli....

Jóhann Elíasson, 18.1.2024 kl. 18:36

5 identicon

Takk fyrir þetta.

Jóhannes (IP-tala skráð) 20.1.2024 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband