"SUMIR" VIRÐAST KOMAST UPP MEÐ AÐ UMGANGAST SANLEIKANN AF MEIRU FRJÁLSRÆÐI EN AÐRIR....

Það var nokkuð mikið um það í þessu viðtali sem Einar Stefán Einarsson átti við Félagsmálaráðherra sem ráðherra kom sér undan að svara og annað sem hann bar leiddi hjá sér og enn annað sem hann svaraði bara með útúrsnúningi og afbökun.  Því miður virtist tíminn sem þeir höfðu  vera af skornum skammti og því gafst ekki tími til að "kafa" nægilega djúpt í hlutina og það nýtti ráðherrann sér alveg í botn, enda orðinn sæmilega "sjóaður" í klækjum stjórnmálanna á þeim sex árum sem hann hefur verið í pólitík.  Nú skulum við fara yfir nokkur atriði sem eru nokkuð AUGLJÓSAR RANGFÆRSLUR í málflutningi ráðherra í þessu viðtali:

  • Að áætlaður HEILDARKOSTNAÐUR hælisleitenda áranna 2024 og 2025 verði eingöngu 32 MILLJARÐAR (16 milljarðar á ári) miðað við óbreitt ástand getur einfaldlega ekki gengið upp. Þarna er eingönguverið að tala um BEINAN kostnað vegna málaflokksins en þá er eftir að reikna inn kostnað sem fellur til í Menntakerfinu,Félagskerfinu. í löggæslu, Heilbrigðiskerfinu og svona mætti lengi telja.  Og jafnvel þó svo að "eingöngu" sé tekinn inn BEINI kostnaðurinn við þennan málaflokk þarf engan "SNILLING" til að sjá að þessi kostnaður er STÓRLEGA vanáætlaður.  Ég setti upp tvo kosti í excel þar sem ég annars vegar gerði ráð fyrir 4.800 hælisleitendum á ári og hins vegar 5.200 hælisleitendum á ári og að kostnaðurinn yrði í báðum tilfellum 16 MILLJARÐAR (málið er að það virðist vera MJÖG erfitt að fá upplýsingar um áætlaðan fjölda hælisleitenda á ári og því er það mér hulin ráðgáta hvernig HÆGT SÉ AÐ REIKNA ÚT ÁÆTLAÐAN KOSTNAÐ VEGNA MÁLAFLOKKSINS?).  En það er best að birta skjáskot af þessum útreikningum, sem eru  síður en svo flóknir en ættu að varpa ljósi á hversu fjarstæðukenndar þær tölur sem Félagsmálaráðherra ber á borð fyrir okkur eru og dæmi nú hver fyrir sig: 
  • Kostnaður vegna hælisleiten '24 og '25.
  •   KLIKKIÐ MEÐ MÚSARBENDLINUM Á MYNDINA
  •   TIL AÐ STÆKKA HANA.

 

  • Þá er komið að þeim lið þar sem Ráðherrann FULLYRTI AР RÍKIÐ VÆRI EKKI AÐ YFIRBJÓÐA LEIGUVERРog bar hann þar fyrir sig að starfsmenn VINNUMÁLASTOFNUNAR HEFÐU FULLYRT ÞAÐ VIÐ SIG OG HANN TREYSTI ÞEIM FULLKOMLEGA.  Mér þykir það mjög alvarlegt mál að ráðherra skuli ekki leita upplýsinga á annan hátt en að fá óstaðfestar munnlegar heimildir frá eigin starfsmönnum og láta það bara gott heita.  Við hérna á Ásbrú VITUM hvernig þessi mál voru.
  • Hann vék sér undan að svara því hvernig stæði á því að hælisleitendastraumurinn væri margfalt meiri en til hinna Norðurlandanna.
  • Hann vék sér einnig undan því að  svara því hvers vegna væru  engar "fjölskyldusameiningar" á hinum Norðurlöndunum.

Ekki get ég nú sagt að  þetta viðtal hafi aukið það álit sem fyrir var á viðkomandi Ráðherra......


mbl.is Hælisleitendakerfið kostar 16 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mér sýnist, því miður Jóhann, að aðgerðir og aðgerðarleysi stjórnvalda grafa undan íslensku þjóðinni. Flumbrugangur og ofureyðsla ráðamanna er að setja þjóðfélag okkar á hausinn og enginn þeirra er látinn bera ábyrgð á gjörðum sínum. Með sama áframhaldi getur þetta ekki endað vel fyrir okkur sem höfum talið okkur vera Íslendinga í okkar eigin landi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.2.2024 kl. 19:03

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta lið sem á að heita að stjórni hérna er svo vita gagnslaust og andlegir vesalingar að undrun sætir að svona lið geti komist til æðstu metorða án þess að vera færir um að bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut......

Jóhann Elíasson, 4.2.2024 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband