19.4.2024 | 10:39
GETUR VERIÐ AÐ EITTHVAÐ SÉ TIL Í ÞEIM ORÐRÓMI AÐ EINHVER "PÓKER" SÉ Í GANGI UM SKIPTINGU ÚKRAINU AÐ STRÍÐI LOKNU????? (Endurbirt blogg frá 30.7.2023)
Nú virðist vera að "vatnaskil" séu komin í stríðið í Úkraínu og lítið annað í kortunum en að menn fari að horfa RAUNSÆTT á stöðuna og að viðurkenna hver staðan er. Það virðist vera, að það sé "NOKKURN VEGINN" það sama í gangi núna og þegar Hitler og Stalín sömdu um skiptingu Póllands áður en seinni heimstyrjöldin hófst, munurinn er sá að nú er verið að taka ákvörðun um skiptingu Úkraínu og þá eru MUN fleiri við "SAMNINGABORÐIÐ". Fyrstu "opinberu" merkin um að eitthvað væri í gangi, voru á NATO-fundinum í Vilníus, en þar var nokkuð augljóst að það var komin mikil "þreyta" í NATO-forkólfana og það sem fyrst og fremst vakti athygli var NATO liðar hreinlega SVIKU Zelensky og spurning hvort þeir hafi ekki verið búnir að ÁKVEÐA að Nú ÆTTI AÐ FARA AÐ "FÓRNA" HONUM? Getur verið að Bandaríkjamönnum og ESB hafi fundist árangur Úkraínu á vígvellinum í litlu samræmi við allan fjárausturinn til landsins og hafi verið farnir að spá í hvað hafi orðið um megnið af þessu fjármagni? En ú skulum við skoða þau ríki sem eiga landamæri að Úkraínu og hvað gæti verið í gangi þar:
RÚSSLAND: Það hefur legið ljóst fyrir í nokkra mánuði að Rússar koma til með að krefjast þeirra landa sem þeir hafa unnið í stríðinu auk Krímskagans.
HVÍTA RÚSSLAND: Þetta er líklega það land sem á eftir að koma einna mest á óvart í þessu "PÓKERSPILI". Það vekur eflaust furðu flestra hvernig stendur eiginlega á því að Wagner-liðar eru að þjálfa Hvít Rússneska hermenn og hver tilgangurinn með því gæti verið? Sá sem ég hef rætt þessi mál mest við, er mér alveg sammála. HANN TELUR AÐ HVÍT RÚSSAR HAFI AUGASTAÐ Á KIEV SVÆÐINU OG NÁGRENI og það sé ekki ólíklegt að hernaðaraðgerðir Hvít Rússa fari af stað innan skamms.
PÓLLAND: Pólland tapaði alveg gríðarlega miklu landflæmi í seinni heimsstyrjöldinni, bæði til þjóðverja og "gömlu Sovétríkjanna" en það land endaði sem hluti af vestur Úkraínu. Þar eru margar borgir og bæir sem Pólverjar segja að séu PÓLSKAR þrátt fyrir að þær sú innan landamæra Úkraínu, eins og til dæmis Lvíf. Það er Pólverjum mikið hjartans mál að endurheimta þetta landsvæði aftur og er unnið að því með öllum ráðum.
SLÓVAKÍA OG UNGVERJALAND: Landamæri Slóvakíu liggja að mestu að Karpatafjallgarðinum í Úkraínu og svo að flatlendi fyrir sunnan fjallgarðinn og þar á Ungverjaland einnig landamæri að Úkraínu. Ólíklegt má telja að þessi tvö lönd komi til með að girnast nokkuð land þarna.
RÚMENÍA OG MOLDAVÍA: Rúmenía á nokkuð löng landamæri að Svartahafinu, en aftur á móti á Moldavía ENGIN landamæri að Svartahafinu og ákaflega LÍTIÐ af GÓÐU ræktarlandi og því er það ákaflega mikilvægt að Moldavar eigi í góðu sambandi við Rúmeníu svo þeir geti væns stuðnings úr þeirri átt við að færa út landamæri sín.
Þarna hef ég aðeins vakið athygli á því sem gæti verið í gangi en sé eitthvað til í þessum orðrómi er nokkuð ljóst að frekar lítið verður eftir af Úkraínu, ef nokkuð. EN TÍMINN EINN LEIÐIR Í LJÓS HVAÐ VERÐUR......
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð grein. Það er rétt að Pólland tapaði um 178.000 ferkílómetrum af yfirráðasvæði sínu fyrir stríð í austri, en náði um 101.000 ferkílómetrum í vestri og norðri. Brúttó tap. En það spurning hvort að viðkomandi NATÓ - ríkin komist upp með að skipta Úkraínu upp með fjandmönnum sínum í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi? Í ljósi málflutnings síns í dag væri það 180 gráðu snúningur. Mun almenningur taka því þeigandi og hljóðalaust? Við eru ekki stödd árið 1919 eða 1945 þar sem leiðtogarnir geta óáreitir skipt Evrópu upp eftir eigin geðþótta. Þá vilja Þjóðverjar fá töpuð landsvæði frá Pólverjum o.s.frv. Keðjuverkun sem enginn vill að fari af stað. En hvað veit maður? Rússar munu örugglega halda í Donbass svæðið og Krímskaga. Hvort aðrar þjóðir fá hluta af "ránsfenginum" er óljóst en ólíklegt. Það yrði allt brjálað meðal almennings ef þetta verður raunin.
Birgir Loftsson, 19.4.2024 kl. 11:29
Þakka þér fyrir innlitið Birgir og mjög góðar athugasemdir. Þetta er bara eitthvað sem ég frétti á sínum tíma að væri í gangi, ég veit ekki um sannleiksgildi þessa sögu en ég vil minna á að við höfum mjög mörg tilfelli um 180 gráðu viðsnúning bæði hjá einstaklingum og stjórnvöldum og ekki hefur almenningur verið spurður um álit eða hefur neitt um það að segja. Ég held að ef þetta er staðreynd þá gengur þetta í gegn án þess að almenningur hafi neitt um það að segja. Það verður kannski allt vitlaust í einhver tíma en svo minnkar umfjöllunin með tímanum, þannig að "elítan" fer bara sínu fram sama hvað hver segir......
Jóhann Elíasson, 19.4.2024 kl. 12:09
Enn og aftur: Góð grein!...sem fær mann til að hugsa. Þetta verður bara að koma í ljós. Einhver niðurstaða kemur á endanum en ekki væri maður hissa ef refskák er í gangi eins og þú lýsir...
Birgir Loftsson, 19.4.2024 kl. 13:34
Þakka þér fyrir Birgir. Ég var alls ekki að gagnrýna það sem þú skrifaðir, þvert á móti fannst mér mikið til um koma og algerlega sammála því sem þar kom fram. Það sem ég var að benda á, var að þrátt fyrir skýran vilja almennings fara þeir sem eru í forsvari og stjórna (elítan) sínu fram og gera það sem þeim sýnist.....
Jóhann Elíasson, 19.4.2024 kl. 13:53
Þetta er mjög skýrt hjá þér Jóhann
"Leyndir" sögulegir hagsmunir hjá fjölmörgum en Úkraína er heldur ekkert dýrinds lýðræðisríki - spillingin þar hefur verið gífurleg og mun ekki minnka ef USA ákveður um helgina að senda þeim biljón skriljónir dollara. Ætla má að því fylgi skilyrði um að ekki megi fara í friðarviðræður við Rússa
Grímur Kjartansson, 19.4.2024 kl. 14:40
Grímur, stundum er talað um Úkraínu sem spilltasta ríki í Evrópu og jafnvel viðar. En eitthvað er í gangi og það væri fróðlegt að vita hvað það er. Bandaríkin eru með margar "rannsóknarstofur" og getur verið að hagsmunirnir séu svo miklir þar??????
Jóhann Elíasson, 19.4.2024 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.