25.4.2024 | 14:43
ÞAÐ VÆRI KANNSKI EKKI SVO VITLAUST AÐ ATHUGA HVERSU HÁIR STÝRIVEXTIR VORU Í JANÚAR 2022.....
Og athuga hvert "raunverulegt" samband STÝRIVAXTA og VERÐBÓLGU sé? Er ekki rétt að fara yfir það hvaða þætti vextir hafa áhrif? Jú þeir hafa fyrst og fremst áhrif á NEYSLU en NEYSLA skiptist í tvo þætti í hagfræðinni það er EINKANEYSLA og SAMNEYSLA, einkaneysla er samkvæmt skilgreiningu hagfræðinnar neysla almennings á landinu. Það er yfirleitt EKKI mælt með því að almenningur taki lán fyrir neyslu sinni þó svo að vissulega séu dæmi fyrir því. Af heildarneyslunni er EINKANEYSLAN aðeins lítill hluti af heildarneyslunni, ef tekið er lán fyrir hluta þessara neyslu er að sjálfsögðu ekki um neitt annað að ræða en að taka þau lán hér innanlands og afskaplega hæpið að halda því fram að sú lántaka sé VERÐBÓLGUHVETJANDI. Öðru máli gegnir um SAMNEYSLUNA, þar er um OPINBERA NEYSLU að ræða (heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, löggæslu og fleira). SAMNEYSLAN er fíllinn í postulínsversluninni, útgjöld hins opinbera hafa AUKIST ALVEG GÍFURLEGA SÍÐUSTU ÁR og það sem er alvarlegast er það að ÖLL ÞESSI AUKNING OPINBERRA ÚTGJALDA ER TEKIN AÐ LÁNI OG ÞAÐ ER ÞAÐ SEM VELDUR VERÐBÓLGUNNI. HVER SKYLDI ÁSTÆÐAN VERA FYRIR ÞVÍ AÐ VERÐBÓLGA HÉR ER HÆRRI EN Í NÁGRANNALÖNDUNUM? JÚ Í SINNI EINFÖLDUSTU MYND ER HÆGT AÐ SEGJA AÐ VERÐBÓLGA SKAPIST VIÐ ÞAÐ AÐ VIÐ EYÐUM MEIRU EN VIÐ ÖFLUM. Síðustu árin og síðustu áratugina hafa hagfræðingar verið að reyna að átta sig á því almennilega hvað VERÐBÓLGA er í rauninni og hvað það er sem raunverulega veldur henni. Ef við rennum stuttlega yfir söguna sjáum við að hún einkennist nokkuð mikið , fyrstu árin, af tilraunastarfsemi og tilgátum til dæmis voru á árunum 1960-1980 voru hagfræðingar mjög uppteknir af að sýna fram á tengst verðbólgu og atvinnuleysis, seinna kom svo Milton Friedman með hina svokölluðu PENINGAMAGNSKENNINGU sem átti að leysa endanlega verðbólguvandann og varð sú kenning nánast heilög nokkuð lengi, næst var farið að tengja saman STÝRIVEXTI og VERÐBÓLGU og var sú tilgáta talin rétt og óumdeild þar til upp úr 2010 en þá fóru að koma fram efasemdarraddir og ýmsir virtir hagfræðingar eins og Krugman, Taylor, Mankiw og fleiri fóru að koma með verulegar athugsemdir við þessa kenningu og Stieglitz skaut þetta endanlega niður. Stundum fæ ég það á tilfinninguna sumir telji það að þegar þeir útskrifist úr einhverju námi, séu þeir BÚNIR að læra, hendi ÖLLUM námsbókum og hætti að fylgjast með öllum framförum í þeirri grein sem þeir menntuðu sig í og loki sig af í einhverjum fílabeinsturni þar sem þeir geta bara verið í friði fyrir almenningi.........
Telur forsendur fyrir vaxtalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:12 | Facebook
Athugasemdir
Peningamagns "kenningin" hefur það fram yfir hinar að hún er ekki byggð á félagsfræðilegum hugmyndum sem er ómögulegt að sanna, heldur byggist hún á einfaldri stærðfræði.
Reikningsdæmið er svona: Ímyndum okkur hagkerfi þar sem eru til 200 peningar og tvö nákvæmlega eins hús til sölu. Augljóslega er hámarksverð hvors húss um sig 200/2=100 peningar því það eru ekki til fleiri peningar í hagkerfinu til að kaupa húsin fyrir. Það skiptir engu máli hversu oft húsin og peningarnir skipta um hendur ef magn þeirra breytist ekki. Ef einhver býr svo til 200 peninga í viðbót og setur þá í umferð eru samtals 400 peningar til. Þá er hámarksverð eins húss augljóslega 400/2=200 peningar eða fjöldi peninga á hvert hús. Bæði húsin eru jafn mikils virði og áður þó að verðgildi þeirra mælt í peningum hafi tvöfaldast. Það eina sem breyttist er að peningamagnið tvöfaldaðist og það orsakaði 100% "verðbólgu" sem væri því réttara að kalla rýrnun kaupmáttar peninga eða þynningu peningmagns í umferð. Það var nefnilega bara mælikvarðinn sem breyttist en ekki hið mælda. Af þessari ástæðu er verðbólga í raun röng þýðing á enska orðinu "inflation" sem þýðir í raun útþensla og átti upphaflega við um einmitt þetta fyrirbæri, útþenslu peningmagns í umferð (monetary inflation). Það er aftur á móti seinni tíma uppfinning að "mæla" þessi áhrif með því að meta áhrif þeirra á verðlag eins og er gert með vísitölu neysluverðs og þangað á íslenska rangnefnið "verðbólga" rætur sínar að rekja.
Það er tiltölulega einfalt að reikna út orsakasambandið á milli aukningar peningamagns í umferð á Íslandi sem hefur oft á tíðum verið rosaleg, og verðbólgu. Leiðrétt fyrir þeim áhrifum (sem ég hef auðvitað prófað að gera) hefði söguleg verðbólga verið lítil sem engin hér landi. Stærsti sökudólgurinn er verðtrygging útlána sem virkar eins og sjálfvirk peningaprentvél.
P.S. Milton Friedman fann ekki upp peningamagns "kenninguna" þó hann hafi aðhyllst hana. Stærðfræðin er miklu eldri en hann og er ekki kenning heldur lýsing á raunveruleikanum.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.4.2024 kl. 21:16
Guðmundur. það hefur verið sýnt fram á það að peningamagnskenningin virkar eingöngu að hluta til það er að segja að ef aukningin á peningamagni í umferð er tekin að láni. Þetta dæmi sem þú tekur þar sem þú gerir einfaldan hlut flókinn með orðskrúði og hreint út sagt fáránlegu dæmi, sem getur ekki staðist að neinu leiti. Ég stend á því föstum fótum að lögfræðingur getur aldrei leikið hagfræðing eða viðskiptafræðing. Það var ekki verðtryggingin sem bjó til verðbólguna heldur gegndarlaus eyðsla hins opinbera á fjármunum og peningamagnskenningin er alls ekki lýsing á raunveruleikanum hún var og er bara kenning sem var aldrei fullsönnuð. Og farðu nú að hætta einhverjum "hagfræðingaleik" áður en þú verður þér meira til skammar......
Jóhann Elíasson, 25.4.2024 kl. 22:11
Sæll Jóhann. Ég þykist hvorki leika hagfræðing né viðskiptafræðing enda er ég hvorugt. Aftur á móti er ég fyrir utan lögfræðina einnig menntaður í kerfisfræði. Sem slíkur sjaldgæfur fugl er ég nokkuð góður í stærðfræði þó ég segi sjálfur frá og hef talsverða reynslu af því að forrita (misjafnlega flókin) reiknilíkön ásamt því að sannprófa niðurstöður þeirra.
Ég setti upp reiknilíkan byggt á tímaröðum vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni allt frá gildistöku núgildandi laga um hana frá 1995 og frá seðlabankanum um peningamagn í umferð á sama tímabili. Samhliða þeim bjó ég til aðra tímaröð sem reiknar út vísitöluna leiðrétta fyrir aukningu peningamagns þannig að hún segi til um vísitölugildi hvers mánaðar miðað við að peningamagnið hefði haldist óbreytt. Reikniformúlan er afar einföld og í raun sú sama og er notuð til að reikna út raunvirði þ.e. verðgildi leiðrétt fyrir verðbólgu, nema í stað þess að deila í stofngildið með hlutfallslegri hækkun vísitölu neysluverð er deilt í það með hlutfallslegri aukningu peningamagns. Þessi leiðrétta vísitala reyndist hafa lækkað jafnt og þétt frá 1995 allt fram til bankahrunsins 2008 þegar hún stóð í um fimmtung af upphaflegu gildi en síðan þá hefur hún haldist frekar stöðug á bilinu frá fimmtungi til þriðjungs af upphaflegu gildi. Ég bjó ekki til forsendurnar heldur eru þær fengnar úr rauntölum gefnum út af opinberum stofnunum og stærðfræðin lýgur ekki. Svo má hver sem er hafa sína skoðun á útkomunni.
Næstum öll aukning peningamagns í umferð er tekin að láni því 95% af peningamagni í umferð eru innstæður í bönkum sem þeir búa til með útlánum. Seðlabankinn fylgir svo bara á eftir með því að gefa út nógu mikið af seðlum af mynt til að halda hlutfalli þeirra í um það bil hinum fimm prósentunum. Þetta hlutfallslega samband þar á milli hefur haldist meira og minna óbreytt á viðmiðunartímabilinu fyrir utan einstaka sveiflur í kringum fjármálaáföll eins og 2008 sem svo jafnast út til lengri tíma. Verðtrygging útlána hefur þau áhrif á aukningu þeirra 95% peningmagns í umferð sem verða til með útlánum að hún eykur þann vöxt með því að búa sífellt til ný viðbótarútlán í formi verðbóta sem leggjast á eftirstöðvar útistandandi lána. Lán sem hækka eins og verðtryggðu lánin gera hafa nákvæmlega sömu áhrif á peningamagn í umferð og ný útlán því heildarumfangið vex í báðum tilvikum. Enda er verðtryggðum lánum gjarnan lýst (réttilega) þannig að með því að leggja verðbætur á eftirstöðvarnar sé í raun fengið lánað fyrir þeim hluta kostnaðarins í hverjum mánuði. Þetta er ekki eitthvað sem ég fann upp hjá sjálfum mér heldur hafa fjölmargir hagfræðingar og fjármálafræðingar lýst þessu nákvæmlega þannig. Dr. Jacky Mallett við Háskólann í Reykjavík og fyrrum fulltrúi í bankaráði seðlabankans setti fram greinargóðar skýringar á þessu gangverki í tímamótaverki sínu árið 2013: An examination of the effect on the Icelandic Banking System of Verðtryggð Lán (Indexed-Linked Loans)
Þetta er ekki hagfræði heldur stærðfræði og ég þarf ekki að skammast mín neitt fyrir hana enda fann ég ekki upp á neinu af þessu sjálfur heldur reiknaði það bara út.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.4.2024 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.