ENN UM "GÆÐI" SKOÐANAKANNANA........

Hér er víst um að ræða "könnun" á vegum GALLUP (Þjóðarpúsls GALLUP), sem var sú síðasta fyrir þessar umræddu kappræður í sjónvarpssal í gærkvöldi.  Mér gekk nú illa að finna nokkrar almennilegar tölfræðiupplýsingar um þessa könnun, eins og vikmörk, öryggi (hversu áreiðanleg þessi könnu vær), fjöldi þeirra sem voru spurðir var 2.871 en þeir sem svöruðu voru 1.447 eða um 50% (nákvæmlega 50,4%).  Af því að lesa textann var hægt að áætla að vikmörkin væru +/-5%, sem ég dreg stórlega í efa því þar sem svarhlutfallið er einungis rétt rúm 50% segir það sig nokkurn vegin sjálft að það hlýtur að koma niður á vikmörkunum og þar með áreiðanleika hennar.  Og þarna komum við að kjarnanum,í gær kom líka könnun frá Félagsvísindastofnun og þar var svarhlutfallið innan við 30%  OG SVONA LAGAÐ ER KYNNT SEM EINHVER HEILAGUR SANNLEIKUR OG ÞESSU Á FÓLK GLEYPA HRÁTT????????


mbl.is Fyrstu viðbrögð við kappræðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

En er þetta nokkuð nýtt. Hefur þetta ekki alltaf verið svona og er eitthvað annað hægt??

Sigurður I B Guðmundsson, 4.5.2024 kl. 10:30

2 identicon

Þessi viðbrögð koma mér svo sem ekki á óvart. Þau eru eins og búast mátti við. Ég nennti nú lítið að hlusta á þessa sjónvarpsútsendingu þarna, hlustaði mest á það, sem Arnar Þór sagði, lét hitt eiga sig, og hafði ekki áhuga á því, en það sem ég heyrði af því, heyrðist mér hvar éta upp eftir öðrum, og allir reyna að máta sig við Arnar Þór og það, sem hann hafði að segja. Skoðun mína um þessar skoðanakannanir má annars lesa í grein í blaðinu í dag.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2024 kl. 10:36

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú reyndar Sigurður.  Eftir að skoðanakönnunarfyrirtækin breyttu vinnubrögðum sínum, fyrir fimm til sex árum, yfir í það að hætta að hringja í fólk og færa allt yfir á "netið" þá hrapaði áreiðanleiki þeirra.....

Jóhann Elíasson, 4.5.2024 kl. 11:00

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Við virðumst vera nokkurn veginn á sömu blaðsíðunni Guðbjörg Snót.  Ég verð endilega að lesa greinina þína þegar ég kemst í Moggann....

Jóhann Elíasson, 4.5.2024 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband