"MÁLSKOTSRÉTTURINN" OG FLEIRA.........

Ég hef undanfarið fylgst með viðtölum á hinum ýmsu fjölmiðla við flesta forsetaframbjóðendurna og þá kynningar á viðkomandi.  En ég verð að segja að ég sakna þess að ég minnist þess ekki að rætt hafi verið við Viktor Traustason (ég ver vonandi leiðréttur ef ég fer ekki með rétt mál).  Það hefur verið nokkuð sama svarið hjá þeim öllum, NEMA EINUM, þeir ætla að "NOTA MÁLSKOSTSRÉTTINN EF ÞÖRF KEFUR" (málskotsrétturinn er grein 26 í stjórnarskránni).  Þá kemur spurningin: "HVER METUR ÞAÐ HVORT ÞÖRF SÉ TIL STAÐA OG HVER ERU VIÐMIÐIN"?.  EINI FRAMBJÓÐANDINN SEM VAR ALGJÖRLEGA AFDRÁTTARLAUS Í SVARI SÍNU, VARÐANDI AÐ NOTA MÁLSKOTSRÉTTINN, VERJA LÝÐRÆÐIÐ OG MÁLFRELSIÐ OG STANDA VÖRРSJÁLFSTÆÐI LANDSINS, VAR ARNAR ÞÓR JÓNSSON.  Fyrrverandi forsætisráðherra sagðist ætla að fara "SPARLEGA" með málskotsréttinn (það vita ALLIR hvað það þýðir)........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Auðvita vilja Sjálfstæðismenn fá Katrínu sem forseta því þá vita þeir að hún mun ekki stöðva lagareldis frumvarpið og svo kemur hvert málið á fæti öðrum sem hentar sérhagsmunafélegum og þá er gott að hafa hana sem forseta. Svo sá ég að hún er eini forsetaframbjóðandin sem hefur ekki farið í viðtal við Gunnar Smárason í Samstöðinni. Við hvað er hún hrædd? Jú, þarna er maður sem mundi spurja hana viðkvæmar spruninga enda af nógu að taka þar.

Sigurður I B Guðmundsson, 24.5.2024 kl. 11:44

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hún hefur heldur ekki svarað Útvarpi Sögu, ætli hún telji að hún þurfi ekki á meiri kynningu að halda og svo er hætta á því að hún fái óþægilegar spurninga.....

Jóhann Elíasson, 24.5.2024 kl. 11:59

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki minnist ég heldur að hafa heyrt

 Viktor úttala sig um málsskotsréttinn blessaðan drengurinn hans Trausta vinur okkar fjölskyldu. 

Helga Kristjánsdóttir, 24.5.2024 kl. 17:24

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann.

Eru ekki skýringar á því fyrir utan allt og alla??

Ef við erum ósátt, eða ósátt við þá valmöguleika sem kerfisvalið býður okkur uppá, þá er færsla eins og þín Jóhann, ættuð úr ranni þess fólks sem telur kosningar okkar til forseta Íslands aðeins formsatriði.

Viktor hvað??, þegar öflugur frambjóðandi skoraði Kerfið á hólm???

Stundum þarf maður að þekkja sinn vitjunartíma Jóhann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.5.2024 kl. 17:55

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helga, mér finnst Viktor bara ekki hafa fengið þá umfjöllun sem aðrir í framboði hafa fengið, hann hefur að því er mér hefur virst haft að sumu leiti áherslur sem falla kannski ekki alveg í "kramið" hjá stjórnvöldum.  Ég verð að viðurkenna að ég tók ekki almennilega eftir Viktori Traustasyni fyrr en í kappræðunum á RÚV en þar vakti hann athygli fyrir stutt og beinskeytt svör og góðan húmor (að mínu mati). Ég held nú að hann hafi gert sér grein fyrir að möguleikar hans væru ekki miklir en ég reikna með því að við eigum eftir að sjá meira af þessum unga manni, því það er ljóst að hann hefur ýmislegt að segja.......  

Jóhann Elíasson, 24.5.2024 kl. 18:52

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Blessaður Ómar og þakka þér fyrir innlitið.  Jú sennilega, á ekki allt sínar skýringar og ekki eru þær alltaf augljósa?  Ég er síður en svo ósáttur við þá valmöguleika, sem við höfum í þessum forsetakosningum, ég er bara ekki alveg sáttur við það hversu sumir þeirra svar spurningum á óljósan hátt og sumir sem svara ekki nokkru.  Svo er ég frekar ósáttur við það að einhver geti orðið forseti lýðveldisins með eingöngu 20% atkvæða en við getum ekkert gert við því núna.  Því miður getum við ekki talað um Viktor sem "ÖFLUGAN" frambjóðanda en hann á eftir að koma til og þá á öðrum sviðum........

Jóhann Elíasson, 24.5.2024 kl. 19:07

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann.

Svo ég sé kurteis, þá er Viktor aðeins bjáni.

Og með því að upphefja bjána þá ert þú einmitt að ganga erinda þeirra sem þú segist ekki ganga erinda.

Í því samhengi skiptir ekki máli hvort kerfisforsetinn sé kosinn með 20% prósent atkvæða, 25% prósent eða að atkvæði kerfisframbjóðandanna dreifist á 3, 4 eða 5, og þar með mætti halda að sá sem kosinn verður, hafi aðeins 20% eitthvað að baki sér.

Því sá næsti, sá þar næsti, og þar þar næsti, eru allir í sama liðinu.

Gagnvart því þarf mótspyrnu, sú mótspyrna upphefur ekki bjána.

Veit ekki margt, en veit þó þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.5.2024 kl. 19:15

8 identicon

Komið þið sæl; Jóhann Stýrimaður - sem og þið önnur, Stýrimannsins gestir !

Ómar Geirsson !

Kynni ekki að vera; að jeg sem þú væru meiri bjánar, en Viktor Traustason ?

Annarrs; ætla jeg ekki að blanda mjer frekar í þessa umræðu - og stendur

sízt upp á mig, þar sem jeg er nú frekar Konungssinni en Lýðveldisins, ykkur

að segja.

Með beztu kveðjum, engu að síður, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.5.2024 kl. 21:51

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ómar, ég tel mig ekki þess umkominn að dæma um hvort einhver sé bjáni eða ekki.  Mér finnst margir falla í þá gryfju að kalla þá bjána sem ekki fylgja skoðunum þeirra sjálfra eða hafa eitthvað útá viðkomandi að setja og ekki get ég sagt að mér finnist það sýna mikinn þroska.  Mér finnst engu líkara en að þú hafir bara hreinlega gefist upp og sjáir engan tilgang í tilverunni og ætlir bara að láta allt yfir þig ganga í framtíðinni, þegjandi og hljóðalaust.  Verði þér bara að góðu með það.  Þetta bjánatal þitt er svolítið þreytt en eitt verð ég að segja þér; að samkvæmt skrifum þínum þá virðist þú vita mun minna en þú heldur.......

Jóhann Elíasson, 24.5.2024 kl. 22:49

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sæll Óskar Helgi og bestu þakkir fyrir innlitið.Mér finnst það ekki gott hjá Ómari Geirssyni að dæma Viktor Traustason útfá einu sjónvarpsþætti, framkoma hans var "óvenjuleg", hann var órakaður og klæðaburðurinn hæfði kannski ekki tilefninu en hvað er við hæfi og hvað ekki?  Mér er nokkuð sama þótt sé sett út á mig, eins og Ómar gerir en ég vil  ekki að verið sé með svívirðingar á menn sem ekki koma hér inn og geta þar af leiðandi ekki svarað fyrir sig.  Ég ætla að taka það fram Óskar Helgi að það hefur þú EKKI GERT og átt heiður skilinn fyrir það....

Bestu kveðjur úr rigningunni og rokinu áa Suðurnesjunum.

Jóhann Elíasson, 24.5.2024 kl. 23:04

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

SÆll Jóhann minn,algengt er að manneskjur bjóði sig fram í spennandi embætti og skera sig úr fjöldanum. Ég spáði þegar ég sá Viktor hvort hann tryði á sjálfan sig í þetta,eða vildi sýna ehv.hvort hann þyrði. Þegar hann gerði grein fyrir sér fattaði ég að hann er sonur fótboltamanns sem lék með syni mínum og voru mikið saman. Ég virkilega vonaði að hann spjaraði sig,en sá aðeins byrjanir sem sögðu mér ekkert um hann;nema hann var óreyndur í þetta sem allir gátu séð.Mér bíður í grun að Ómari hefði þótt ég eða aðrir óvægir að ekki sé meira sagt,hefðum við kallað hann "bjána" Vertu sæll og blessaður.

Helga Kristjánsdóttir, 25.5.2024 kl. 04:23

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Helga.  Ég sá það strax í þessum kappræðum að þessi strákur er alveg óvitlaus og mikið í hann spunnið og maður eins og hann, sem hefur klárað hagfræði, sem ég veit að er ekkert "létt" grein og hvernig hann svaraði spurningum sýnir að hann er sko síður en svo einhver bjáni.......

Jóhann Elíasson, 25.5.2024 kl. 07:14

13 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ekki horfi ég á kappræður sjónvarpi, né veit hvaða gáfur þarf til að standast próf í hagfræði. En ég tók eftir því að Viktor var útilokaður af landskjörstjórn vegna of fárra meðmælenda, og benti hann þá staðfastlega á að hann hefði ekki fengið sömu tækifæri og aðrir frambjóðendur til að bæta meðmælendalistann.

Landkjörstjórn lét þau boð út ganga bakdyramegin að þess þyrfti ekki, hann hefði verið með innan við 70 gildandi meðmælendur af 1500 nauðsynlegum. Einhversstaðar var síðan tekið fram fyrir hendur landskjörstjórnar og hún látin gefa Viktori sólahrings frest til að bæta meðmælendalistann, -sem hann gerði.

Það er varla bjáni sem opinberar hroka slektisins með þessum hætti, hvað þá innræti þeirrar sömu landskjörstjórnar og kom að Borgarnes bjánaskapnum.

Magnús Sigurðsson, 25.5.2024 kl. 13:43

14 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er kjarni málsins Magnús hann stóð fastur fyrir og komst áfram.  Og að mínu mati stóð hann sig mun betur en margir.....

Jóhann Elíasson, 25.5.2024 kl. 14:56

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Jóhann.

Sá er bjáni sem segir eitthvað bjánalegt, eitthvað sem við gerum öll en reynum að láta það ógert þegar við bjóðum okkur fram til opinbera embætta.

Og það er mikið rétt að ég veit miklu minna en ég þykist vita, geri mér þó grein fyrir því.

Það breytir því samt ekki, að ef maður telur sig á móti einhverju, til dæmis á móti hinu vanheilaga bandalagi Brussels og valdaelítunnar, þá upphefur maður ekki bjána með því að skammast yfir því að fjölmiðlar veiti þeim ekki athygli á við hina.

Sérstaklega ekki þegar skargreindur lögfróður maður býður sig fram gegn þessari sömu valdaelítu til að verja fjöregg þjóðarinnar, sjálft sjálfstæðið.

Slíkt skaðar meira en til dæmis árásir Björns Bjarnasonar á viðkomandi frambjóðenda, samt eru þær árásir hugsaðar til að skaða.

Þá er hin meinta andstaða aðeins í nösunum á manni.

Það veit ég þó ég viti ekki allt, hvað þá mikið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.5.2024 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband