ALLIR SEM HAFA EINHJVERJA GAGNRÝNA HUGSUN HLJÓTA AÐ GERA FYRIRVARA VIÐ "SKOÐANAKANNANIRNAR"........

Mér gekk nú illa að finna nokkrar almennilegar tölfræðiupplýsingar um þessa könnun, sem ég er með til umfjöllunar núna, eins og vikmörk, öryggi (hversu áreiðanleg þessi könnun vær) og það að hægt sé að vinna tölfræðilega er grundvöllur þess að skoðanakönnun geti kallast "VÍSINDALEG".  Málið er það að á síðustu árum hefur framkvæmd skoðanakannana breyst alveg gríðarlega, að mínu mati til hins verra, þeim sem lenda í skoðanakönnuninni er skipt í mismunandi flokka eftir aldri, búsetu og ýmsu öðru og hafa allir þessir flokkar ákveðið vægi.  En núna er HÆTT að hringja út og fara þær nær EINGÖNGU fram á NETINU, þetta verður til þess að vissir hópar, taka ALDREI þátt í skoðanakönnunum og segir sig alveg sjálft að áreiðanleiki könnunarinnar verður MUN minni fyrir vikið. að  fjöldi þeirra sem voru spurðir var 2.871 en þeir sem svöruðu voru 1.447 eða um 50% (nákvæmlega 50,4%).  Af því að lesa textann var hægt að áætla að vikmörkin væru +/-5%, sem ég dreg stórlega í efa því þar sem svarhlutfallið er einungis rétt rúm 50% segir það sig nokkurn vegin sjálft að það hlýtur að koma niður á vikmörkunum og þar með áreiðanleika hennar.  Og þarna komum við að kjarnanum, svo er rétt að minnast á könnun frá Félagsvísindastofnun og þar var svarhlutfallið innan við 30%  OG SVONA LAGAÐ ER KYNNT SEM EINHVER HEILAGUR SANNLEIKUR OG ÞETTA Á FÓLK GLEYPA HRÁTT???????


mbl.is Arnar Þór: Gerir mikla fyrirvara við skoðanakannanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það geri ég nú raunar líka og hef alltaf gert, a.m.k. þegar þær líta svona út eins og þessar hafa gert. Ég var alin upp á pólitísku heimili verkalýðsforingja, sem var einn úr framvarðasveit Alþýðuflokksins, þótt hann væri andvígur stefnu hans í ESB-málunum út af fiskimiðunum, sem hann vildi, að við ÍSlendingar ættum og réðum ein yfir. Hann kenndi mér að meta skoðanakannanir, og mér hefur fundist þessar svokölluðu skoðanakannanir, sem mér finnst ekkert annað en áróður fyrir kvinnurnar þrjár og Baldur, vera eins og skólaæfingar úr grunnskóla, sem unglingar skipta á tölum milli frambjóðenda fram og til baka eftir hentugleikum, og hafa alltaf sömu lölurnar. Það þýðir ekkert fyrir forystumenn þessarrar áróðursfyrirtækja í skoðanakannanalíki að koma fram fyrir mig með einhverjar engilsásjónur og sakleysissvip og segja allt í sómanum og eftir bókinni hjá þeim. ÉG sé í gegnum þetta, skulu þeir vita, og veit, að þeir fara ekki algerlega eftir bókinni, hvað sem þeir segja. Eldra fólk eins og við látum ekki blekkjast af svona rugli, eins og hefur alltaf veriða að birtast. - Ég kem inn á þetta í grein, sem birtast mun væntanlega hér í blaðinu í vikunni, vænti ég.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2024 kl. 10:59

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir innlitið og góða athugsemd Guðbjörg Snót.  Það þarf nú ekki mikla gagnrýna hugsun til þess að gera miklar athugasemdir við þessar "skoðanakannanir" og framkvæmd þeirra, sérstaklega er skrítið, að mínum dómi, virðist ekki vera fyrir hvern sem er að fá nokkra tölfræðiupplýsingar um þær, sem er GRUNDVÖLLURINN fyrir því hversu marktækar þær eru og vort eitthvað sé mark takandi á þeim og þá er bara spurningin; "HVERT ER EIGINLEGA MARKMIÐIÐ MEÐ ÞESSUM KÖNNUNUM"??????

Jóhann Elíasson, 27.5.2024 kl. 11:54

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þessar skoðanakannanir sem við sjáum í dag eru ekkert annað en dulbúinn áróður ætlaður til að skekkja sanna mynd raunveruleikans. Hin rétta könnun mun eiga sér stað 1.júní en þá munum við fá að sjá sannleikann. Getur verið að við munum sjá næsta forseta með litlu fylgi???

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.5.2024 kl. 12:00

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Tómas. Þetta var einmitt punkturinn sem ég hafði í huga en ég verð að viðurkenna að ég þorði ekki að segja það....

Jóhann Elíasson, 27.5.2024 kl. 13:28

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það ætti ekki að kalla þessi vúddu vísindi skoðanakannanir, heldur skoðanamyndanir.

Það eru ótrúlega margir sem mynda sér skoðun eftir könnunum því þeir eru hræddir um að atkvæðið þeirra detti annars dautt.

Þetta vita skoðanakannavísindamennirnir, enda eru þeir til sölu, eins og berlega hefur komið í ljós í aðdraganda þessara forsetakosninga.

Magnús Sigurðsson, 27.5.2024 kl. 15:45

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hverju orði sannara Magnús og því miður eru þeir til sem taka þessu kjaftæði sem einhverjum heilögum sannleik og ekki nóg með það að það er rynt að draga þá niður í svaðið sem leyfa sér að hafa einhverjar efasemdir um "gæðin"......

Jóhann Elíasson, 27.5.2024 kl. 16:02

7 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Hvernig er úrtakið valið og hve stórt er það ? Hver greiðir fyrir þessar svokölluðu kannanir? Það má alltaf velja úrtakið út frá því hver hentugasta niðurstaðan á að vera, sérstaklega ef úrtakið er lítið.

Örn Gunnlaugsson, 28.5.2024 kl. 09:56

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Örn, þetta eru allt saman spurningar, sem þarf að spyrja, ekki síst er niðurstaðan fyrirfram ákveðin??????

Jóhann Elíasson, 28.5.2024 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband