HVERNIG SEM ALLT FER ÞÁ ER HÆGT AÐ SEGJA AÐ ÁSTÞÓR MAGNÚSSON VERÐI "RAUNVERULEGUR" SIGURVEGAGRI ÞESSARA KOSNINGA

Hvers vegna segi ég þetta?  Jú ég gat ekki betur séð, á RÚV í gærkvöldi, en að flestir ef ekki allir forsetaframbjóðendurnir ætluðu að hafa það sem forgangi að FRIÐUR yrði í forgangi í þeirra störfum í framtíðinni.  En ég get ekki látið það vera að koma að framgöngu "míns manns" í gærkvöldi: Hann hreinlega bar af í framgöngu sinni og hversu kurteis og málefnalegur hann var.  ARNAR ÞÓR SÝNDI ÞAÐ OG DANNAÐI AÐ HANN BAR HÖFUÐ OG HERÐAR YFIR AÐRA ÞÁTTTAKENDUR OG ÞAÐ VERÐUR MIKILL SÓMI AÐ ÞVÍ AÐ HAFA ÞENNAN MANN Á BESSASTÖÐUM....


mbl.is Sjöundi forseti Íslands kjörinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Mitt val, 1. Arnar Þór, 2. Eiríkur, 3. Viktor, þ.e. ef kosningin væri valkvæð með forgangi líkt og írska aðferðin. Hitt liðið má nú alveg missa sín og gott betur. Það liggur algjörlega fyrir að ef kosningakerfið væri ekki eins gallað og það er þá yrði skítadíllinn milli fráfarandi og núverandi forsætisráðherra að engu. En auðvitað vill spillingin ekki breyta neinu. Þetta minnir svolítið á Putin og Medidev þegar Putin mátti ekki vera lengur forseti.

Örn Gunnlaugsson, 1.6.2024 kl. 11:17

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég tek alveg undir þetta val hjá þér Örn.  Hann Viktor Traustson hefur komið skemmtilega á óvart í þessari kosningabaráttu og ég er nokkuð vissum að við eigum eftir að sjá meira af þessum skemmtilega strák og hann hafði ýmislegt gott til málanna að leggja.....

Jóhann Elíasson, 1.6.2024 kl. 11:53

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sæll Jóhann. Nú skulum við vona hið besta og fólk hafi vit á því að styðja við fullveldið og kjósa Arnar Þór. Ef ekki, er nokkuð ljóst að 80 ára saga okkar unga lýðveldis er runnið á enda. Hættumerkin eru allstaðar og almenningur þarf bara að viðurkenna það og sjá.

Kata segir í pistli í dag að henni þyki svo óendanlega vænt um land og þjóð en er sjálf búin að standa í fremstu víglínu með að eyðileggja tungumálið með einhverju kynjalausu bulli og hælisleitenda innflutning. Aldrei hefur Ísland verið eins illa statt með innviði og í tíð hennar sem forsætisráðherra enda sýnt það í öllum sýnum verkum að henni þykir EKKERT VÆNT UM LAND OG ÞJÓÐ. Ef svo illa vill til að hún komist að, er þjóðinni ekki viðbjargandi og á skilið það sem hún fær og það verður ekki gott.

Enda svo þetta með smá lýsingu frá snillingnum Sverri Stormsker...

Og áfram heldur Bjarni bankster:

Og svo ertu búin að gera stjórnarformann Gallup að kosningastjóranum þínum, sem hefur mikið verið að vinna fyrir Steingeld J og Vinstri Galna í gegnum tíðina og þessi gæi getur séð um að hafa þig alltaf langefsta í öllum könnunum og talið fólki trú um að þú sért alvinsælasti stjórnmálamaður Íslands einsog hann hefur gert árum og áratugum saman til að setja sinn þrýsting á að þú náir alltaf æðstu embættum þó að flokkur þinn sé við dvergamörk einsog þú sjálf.“

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.6.2024 kl. 12:03

4 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Stormskerið alltaf frábært. Þó hann sé mesti orðhákur Íslandssögunnar þá er mikill sannleikur í því sem frá honum kemur.

Örn Gunnlaugsson, 1.6.2024 kl. 12:32

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurður Kristján, stundum dettu manni í hug að helvítis manneskjan sé ANDSETIN........

Jóhann Elíasson, 1.6.2024 kl. 13:07

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Örn lífið væri litlaust og leiðinlegt ef við ættum ekki mann eins og Sverri Stormsker.....

Jóhann Elíasson, 1.6.2024 kl. 13:08

7 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Jóhann, Sverrir orðaði þetta sjálfur þannig í einum texta sinna:

Horfðu á björtu hliðarnar
Heimurinn hann gæti verið verri
Horfðu á björtu hliðarnar
Heimurinn á ennþá menn eins og Sverri
Sem allt lýsa upp

Örn Gunnlaugsson, 1.6.2024 kl. 15:26

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já þetta er einn af "gullmolunum" hans og þeir leynast örugglega margir fleiri, sem hann hefur ekki gefið út.  Einhverra hluta vegna hefur hann verið í miklu uppáhaldi hjá mér áratugum saman og ég fæ aldrei of mikið af honum......

Jóhann Elíasson, 1.6.2024 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband