ÞAÐ VERÐUR VÍST BARA AÐ SÆTTA SIG VIÐ ÞETTA EINS OG HVERT ANNAÐ "HUNDSBIT"....

Ég óska Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn og vonandi verður hún farsæl í starfi.  En ég ætla að bíða með að óska þjóðinni til hamingju  með kjör hennar þar til einhver reynsla kemur á störf hennar.  En við getum þó fagnað því að fyrrum Forsætisráðherra varð ekki fyrir valinu, eins og stefndi í.  En mér skilst að hún sé á leiðinni úr landi, þar sem hún hefur fengið vel borgaða skattfrjálsa "vinnu" og kannski verður hún áfram sendiherra WHO í aukavinnu??????


mbl.is Halla: Mér líður ótrúlega vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún verður samt aldrei minn forseti frekar en Guðni. Ég treysti henni ekki. Hún verður líka að gera sér grein fyrir því, að nú er það skylda hennar fyrst og fremst að þjóna Íslandi og íslensku þjóðinni og standa vörð um lýðveldið, landið og gæði þess, en ekki þjóna einhverjum stórfyrirtækjum útí heim, sem ábyggilega hafa stutt við bakið á henni með greiðslum í kosningasjóð hennar, og ætlast sjálfsagt til einhvers í staðinn. Sé hún í stjórn þessarra fyrirtækja, þá ber henni skylda til að segja sig umsvifalaust frá þeirri stjórnarsetu, því að hvergi í heiminum mega þjóðhöfðingjar sitja í stjórnum neinna fyrirtækja. Þannig var það mjög svo umdeilt í Danmörku, þegar núverandi kóngur settist í stjórn Ólympíusamtakanna sem krónprins, enda varð hann að segja af sér stjórnarsetunni, áður en hann gerðist kóngur, því að eftir það varð hann að gæta hagsmuna síns lands fyrst af öllu. Þetta verður HAlla líka að gera sér grein fyrir hvað Ísland varðar, og að það verður fylgst með henni og störfum hennar, og við munum veita henni nauðsynlegt aðhald, ef nauðsyn krefur.Það er víst alveg áreiðanlegt.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2024 kl. 12:05

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Tek algjörlega undir með þér Guðbjörg Snót og það sem er alvarlegast við þetta að landsmenn skyldu kjósa yfir sig fulltrúa World Economic Forumm, sem mér fannst ALDREI með FULLNÆGJANDI HÆTTI ná að hreinsa sig af.  Og það verður nóg að gera hjá henni, þegar hún tekur við embættinu, AÐ SANNA FYRIR LANDSMÖNNUM AÐ HÚN KOMI TIL MEÐ AÐ VINNA AÐ HAGSMUNUM LANDS OG ÞJÓÐAR eins og hún talaði svo fjálglega um......

Jóhann Elíasson, 2.6.2024 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband