TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN SJÓMENN OG FJÖLSKYLDUR ÞEIRRA.......

Því miður er SJÓMANNADAGURINN og hátíðahöld vegna hans ekki nema sviður hjá sjón, núna seinni árin.  Það er ekki nema á fáeinum stöðum úti á landi, sem eitthvað er gert almennilegt í tilefni dagsins og þar ber Grindavík af með það hversu hátíðahöld eru vegleg og þar í bæ, virðist fólk gera sér grein fyrir því hversu STÓRAN þátt SJÁVARÚTVEGUR OG SJÓMENNSKA EIGA Í LÍFSKJÖRUM ÞJÓÐARINNAR Í DAG.  Einhverjir virðast halda að  peningarnir verði til í fjármálageiranum.  Í Reykjavík var farið í þá vegferð, fyrir nokkrum árum, að leggja niður nafnið SJÓMANNADAGUR og þess í stað var haldin "hátíð hafsins", ekki veit ég hver var ástæðan fyrir þessari vitleysu (hvað var eiginlega að því að þetta héti SJÓMANNADAGURINN áfram?). En eitthvað var það sem vantaði og sögðu sumir að "SJARMINN" sem var yfir þessum degi væri ekki lengur til staðar.  Svo fór að þessu var breytt aftur til fyrri vegar, hátíðahöldin hafa eitthvað hjarnað við en dagurinn er ekki svipur hjá sjón enn þann dg í dag enda hefur ekki verið lagt í það að skýra frá þessari breytingu til fyrri vegar eins og þegar fyrri breytingin var gerð.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Já sjómennskan er ekkert grín en hún skaffar þjóðfélaginu mikla tekjur. 

Sigurður I B Guðmundsson, 2.6.2024 kl. 14:38

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Svo er þetta það EINA sem er JÁKVÆTT við daginn að það skuli vera SJÓMANNADAGURINN ekki lífguðu úrslit forsetakosninganna upp á daginn.....

Jóhann Elíasson, 2.6.2024 kl. 15:10

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Á stríðsárunum var það sjósóknin og sjómennskan sem færðu okkur björg og breyttu öllu því sem við áttum að vonast. Í dag er sjómennskan orðin gleymd og grafin, en það sama má segja um þjóðkjörna fulltrúa okkar, þeirra sem eiga að hugsa um hag okkar landsmanna, þeirra kjör eru okkur gleymd.

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.6.2024 kl. 15:26

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svona, svona Jóhann. Við fengum góðan forseta sem á eftir að sanna sig. Varla hefðir þú viljað Katrínu á Bessastaði??

Sigurður I B Guðmundsson, 2.6.2024 kl. 17:16

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Rétt er það Tómas.  Landinn mætti aðeins staldra við og hugsa upp á nýtt forgangsröðunina.......

Jóhann Elíasson, 2.6.2024 kl. 17:47

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna varst þú ekki alveg sanngjarn Sigurður.  Vissulega losnuðum við að fá LAKAST KOSTINN YFIR OKKUR en eigum við þá að sætta okkur við að fá þann þriðja LAKASTA??????

Jóhann Elíasson, 2.6.2024 kl. 17:50

7 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

"You can´t always get what you want" söng Jaggerinn!!

Sigurður I B Guðmundsson, 2.6.2024 kl. 23:10

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Satt er það Sigurður, maður verður bara að sætta sigið við þetta eða eins og "SÚKKAT" menn sögðu: "ÞETTA ER VONT EN ÞAÐ VENST".......

Jóhann Elíasson, 3.6.2024 kl. 06:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband