Og þar með sé komin réttlæting fyrir því að peningum sé "SPREÐAÐ" í allar áttir og í hvaða vitleysu sem er. Hvernig staðið er að úthlutun og útgreiðslu "listannalauna" er ekkert annað en lélegur brandari og verður til þess að tekjur ríkissjóðs verða eins LITLAR og nokkur möguleiki er á. Þessi listamannalaun eru greidd út sem VERKTAKAGREIÐSLUR. Ofná "listamannalaunin" kemur svo 24% virðisaukaskattur og er það svokallaður ÚTSKATTUR, sem kemur til uppgjörs að tveimur mánuðum og fimm dögum liðnum, þar tekur "listamaðurinn" alla reikninga þessara tveggja mánaða sem tímabilið nær yfir þar sem hann greiðir útgjöld með virðisaukaskatti (það er að segja þar sem löglegt er að nota INNSKATTINN af), þar með er stórum hluta virðisaukaskattsins "reddað". Þá er komið að ENDANLEGU uppgjöri þegar skattaskýrslan er gerð og þar gerir "listamaðurinn" sig bara upp sem hvert annað fyrirtæki og fara það bara eftir hverjum og einum hvað hann telur fram sem "rekstrarkostnað" við sjálfan sig. ÞARNA KEMUR SKÝRINGIN Á ÞVÍ AF HVERJU ÞESSIR SVOKÖLLUÐU "LISTAMENN" ERU SVONA "TEKJULÁGIR, ÞEIR GREIÐA BARA SKATT AF HAGNAÐINUM VIÐ AÐ REKA SJÁLFA SIG. Það væri bara mikið nær ef á að standa í þessu listamannalaunakjaftæði á annað borð, að greiða þetta bara út sem laun og þá að viðtakendur greiði bara "eðlilegan" skatt af þessu og málið bara afgreitt. Og svo kemur upp önnur spurning; HÆTTA MENN AÐ FÁ ÞESSI "LISTAMANNALAUN" ÞEGAR ÞEIR VERÐA SJÖTUGIR?? Annars hefur það alltaf verið mín skoðun að ef menn geta ekki lifað á sinni "list" þá eiga þeir bara að fara að vinna eittvað annað og svo er annað: HVER ÁKVEÐUR HVAÐ SÉ LIST OG HVAÐ EKKI???????
Fjölgun listamannalauna samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 119
- Sl. sólarhring: 126
- Sl. viku: 2035
- Frá upphafi: 1855188
Annað
- Innlit í dag: 70
- Innlit sl. viku: 1255
- Gestir í dag: 60
- IP-tölur í dag: 59
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Annars hefur það alltaf verið mín skoðun að ef menn geta ekki lifað á sinni "list" þá eiga þeir bara að fara að vinna eittvað annað"
Algjörlega sammála.
Sigurður Kristján Hjaltested, 22.6.2024 kl. 18:05
Sigurður Kristján, þó svo að "listamannalaun" séu bara lítill hluti af útgjöldum hins opinbera þá eru þau gott dæmi um þá vitleysu og óráðsíu í sambandi við það hvernig farið er með fjármuni almennings (skattfé)..................
Jóhann Elíasson, 22.6.2024 kl. 19:21
Hver ákveður hvað er list og hvað ekki? Svar: Listamaðurinn sjálfur.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.6.2024 kl. 16:11
Svei mér þá Guðmundur ég hélt nú alltaf að það væri nú meira á milli eyrnanna á þér en þetta........
Jóhann Elíasson, 23.6.2024 kl. 22:41
Þetta er flókið mál, en Guðmundur er samt með þetta, samkvæmt nútímaskilgreiningu. Jónas frá Hriflu hélt því fram að allt væri úrkynjuð list sem ekki væri upphafning á sveitarómantíkinni og hinum duglega, aríska, norræna Íslendingi. Hann hélt háðungarsýningu á úrkynjaðri list og fékk næstum alla listamenn landsins á móti sér. Var það upphafið á falli Jónas frá Hriflu sem eins helzta stjórnmálamanns landsins fyrri hluta 20. aldarinnar. Hann var svo sem alltaf áhrifamikill, en eftir árásirnar um geðveiki hans og fleira varð hann meira séreign lítils hluta þjóðarinnar, lengst til hægri. Allavega, ásakanirnar um að hann væri að halla sér að nazisma, þar sem Hitler hafði gert svipaða hluti sjálfur, þær voru ekki til að styrkja Jónas frá Hriflu í sessi.
Skilgreiningar um list hafa farið fram og til baka. Í dag er allt skilgreint sem list sem listamaðurinn sjálfur telur list eins og Guðmundur Ásgeirsson skrifar, í samræmi við vinstriáherzlur þjóðfélagsins.
Við hinsvegar getum verið ósammála því, en ég held að aðrar skilgreiningar séu gamaldags á list.
Ríkisstyrkir, listamannalaun og annað er allt fyrirbæri jafnaðarmennskunnar og vinstrimennskunnar til að jafna út góða list og vonda list, vinsæla list meðal alþýðunnar og óvinsæla list meðal alþýðunnar.
Sjaldan lýgur almannarómur segir máltækið, en stundum lýgur þó almannarómur samkvæmt því máltæki. Til eru góðir listamenn sem ekki eru viðurkenndir af almenningi samkvæmt því máltæki, og er alveg rétt.
Ingólfur Sigurðsson, 25.6.2024 kl. 02:28
Jóhann. Þessi skilgreining varð ekki til á milli eyrnanna á mér, heldur heyrði ég um hana annarsstaðar frá. Ég er ekki listfræðingur og þykist ekki ákveða hvað er list og hvað ekki.
Hver og einn getur haft sína skoðun á þessu, rétt eins og ég hef sjálfur mínar skoðanir á því hvað mér finnst vera (góð) list og hvað ekki.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2024 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.