26.6.2024 | 05:50
"ISLAND ÚR NATÓ - HERINN BURT" HVAÐ VARÐ EIGINLEGA UM ÞETTA SLAGORÐ?????
Ég man nú ekki betur en að VG liðar og fleiri BAKBORÐSSLAGSÍÐULIÐAR hafi staðið fyrir svokölluðum Keflavíkurgöngum, þegar herinn var staðsettur hérna á Miðnesheiðinni og þá hafi þessi slagorð verið kyrjuð alla leið frá Reykjavík til Keflavíkur, En nú virðast þessar FRIÐARHREYFINGAR vera algjörlega horfnar af yfirborði jarðar EINS OG SJÁLFSTÆÐ UTANRÍKISSTEFNA ÍSLANDS. Og er þá einhver utanríkisstefna í gangi og þá sérstaklega í "hernaðarmálum". Svo er Utanríkisráðherra hér á landi, sem virðist bara verið algjörlega óskrifað blað, sendiráðið í Moskvu er lagt niður og sendiherrann er kallaður heim, rússneski sendiherrann í Reykjavík er rekinn til Moskvu og starfsemin er stórlega löskuð og til að bæta gráu ofaná svart þá Ísland gert að virkum þátttakanda í stríðinu í Úkraínu, með því að kaupa vopn og flytja þau fyrir Úkraínumenn og þar með er Ísland komið á óvinalista annars stríðsaðilans. Það verður ekki betur séð en að NATO geri bara það sem þeim sýnist hér á landi og Íslensk stjórnvöld hlýða bara eins og þægir hundar. Þegar herinn fór árið 2006, var skilin hérna eftir "sviðin" jörð en með tímanum var unnið nokkurn veginn úr því (þó svo að deila megi um aðferðirnar og árangurinn). Eftir að herinn fór, voru girðingarnar á "vallarsvæðinu" teknar niður nema það var skilinn eftir sá partur, sem skildi að flugvöllinn sjálfan og "ÖRYGGISSVÆÐIÐ" sjálft en þar er NATO með sína starfsstöð og Landhelgisgæslan er þar einnig til húsa og er með einhverja starfsemi sem ég þekki ekki alveg til. En girðingin sem afmarkar þetta "ÖRYGGISSVÆÐI" er vestast og afmarkar það svæði sem almennt gengur undir nafninu Ásbrú. Ég flutti á Ásbrú í ágúst 2008, eða fyrir 16 árum, síðan ég flutti á svæðið hefur girðingin verið færð nokkrum sinnum til AUSTURS og er svo komið að nokkuð margar íbúðarblokkir eru KOMNAR INN FYRIR "ÖRYGGISGIRÐINGUNA" og hef ég það eftir áreiðanlegum heimildum að Á SVÆÐINU SÉU NOKKUR HUNDRUÐ HERMANNA MEÐ FASTA BÚSETU. Það er sagt að NATO-liðið SEM ER STAÐSETT HÉR Á LANDI NÚNA SÉ MUN ÖFLUGRA OG MUN BETUR SKIPULAGT EN VAR ÞEGAR FORMLEG" HERSTÖÐ VAR STAÐSETT HÉR Á LANDI. Eins og allir vita, þá hefur NATO samið um það verði hægt að láta fara fram áhafnaskipti og taka vistir og þess háttar hér við land. Ekki er búið að koma upp hafnaraðstöðu fyrir þetta þannig að þetta fer fram fyrir utan Helguvíkurhöfn. En Íslensk stjórnvöld þurftu að vera með smá "SÝNDARMENNSKU" í sambandi við þetta og "GERÐU ÞÁ KRÖFU AÐ EKKI VÆRU KJARNORKUVOPN UM BORÐ Í ÞESSUM KAFBÁTUM". En þessi krafa er marklaus með öllu, því mér er ekki kunnugt um að NEINIR EFTIRLITSMENN FARI UM BORÐ Í ÞESSI SKIP og þótt svo væri yrði þeim alls ekki hleypt inn á þessi svæði að hámarki fengju þeir að fara í borðsalinn þar sem þeir mættu þakka fyrir að fá kaffisopa. Þá er komið að smá umfjöllun um þessar ÞRJÁR ÖFLUGUSTU SPRENGJUFLUGVÉLA SEM TIL ERU Í HEIMINUM OG ERU MJÖG OFT HÉR Á LANDI. Hver um sig geta þessar sprengjuvélar borið 18 KJARNORKUSPRENGJUR OG NATO HEFUR TEKIÐ ÁKVÖRÐUN UM ÞAÐ AÐ ÍSLAND VERÐI "ÚTSTÖÐ" ÁRÁSA Á ÖNNUR RÍKI OG HVERNIG Á AÐ FRAMKVÆMA ÞÆR ÁRÁSIR ÁN ÞESS AÐ KJARNORKUSPRENGJUR SÉU TIL STAÐAR EÐA ÖNNUR VOPN?????????
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bjarni Jónsson VG maður hefur öll þessi svör en hann vill Ísland úr NATO en situr hvern fundinn eftir öðrum hjá þessu liði sem hann vill losna við!!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 26.6.2024 kl. 11:24
Já tvískinnungurinn hjá þessu liði er alveg ótrúlegur. Hann sem formaður Utanríkismálanefnda gerði hann enga athugasemd við aðgerðir Þórdísar Kolbrúnar í sambandi við sendiráðið í Moskvu og að reka Rússneska sendiherrann úr landi?????????
Jóhann Elíasson, 26.6.2024 kl. 12:16
Hver getur neitað því að Ísland er að taka þátt í stríðinu gegn Rússlandi í gegnum NATO? Viljum við ekki vera hlutlaus þjóð. Hvernig væri að gera "Höfða" að alþjóafriðarhúsi og fá hingað t.d. fulltrúa Rússa og Úkrænu og Ísraels og Hamas?
Sigurður I B Guðmundsson, 26.6.2024 kl. 12:37
Ég held að við getum ekki kallað okkur hlutlausa þjóð á meðan við erum meðlimir í hernaðarbandalagi......
Jóhann Elíasson, 26.6.2024 kl. 13:47
Þetta er bara orðin svo flókin heimur
Ekki það að áður en Víetnam og USA hittust í friðarviðræðum í París þá var harkalega deilt um lögun fundarborðsins
Selenski hefur verið duglegur við að boða friðarviðræður (fjáröflunarsamkomur) en harðneitar að leyfa rússum að koma
Þeir sem gengu Keflavíkurgönguna trúðu í raun að kommúnistar væru góðu gæjarnir þó það væri í berhöggi við allar bandarískar bíómyndir
Grímur Kjartansson, 26.6.2024 kl. 14:03
Ef mér skjöplast ekki þá var NATO varnabandalag þeirra þjóða sem voru meðlimir í bandalaginu. Þátttaka fólst einungis í því að verja þau lönd sem tilheyrðu NATO ef á þau væri ráðist. Þetta gátu margir Íslendingar sætt sig við og þrömmuðu því ekki með í Keflavíkurgönguna.
Ef mér skjöplast ekki enn frekar þá tók Ísland í fyrsta sinn þátt í árásum á annað ríki, NATO óviðkomandi, árið 2003, með því að skrá sig í hóp þeirra viljugu þegar Írak var rústað, sem síðar kom í ljós að var allt saman byggt á helberri lygi.
Það er svo skrítið að eftir það hefur góða fólkið alveg latið af því að góla Ísland úr NATO og líka herinn burt, enda fór Ameríski herinn árið 2006. Síðan hefur hver árásin á fætur annarri ríki utan NATO verið gerð að undirlagi NATO, má þar t.d. nefna Líbíu og Sýrland.
Þeir sem áður ómuðu Ísland úr NATO er nú einhverjir öflugustu málsvarar þess að Ísland fjármagni stríðsrekstur.
Magnús Sigurðsson, 26.6.2024 kl. 14:47
Það er nefnilega heila málið strákar.NATO er ekki neitt VARNABANDALAG lengur heldur STRÍÐSÆSINGAKOMPANÍ sem er langt fyrir neðan virðingu Íslands og margra annarra að tilheyra. Það væri full ástæða fyrir þessa sem voru að orga "Ísland úr NATO - Herinn burt"hérna áður fyrr, að fara nú í "naflaskoðun" og jafnvel að horfa í spegil og spyrja sjálfa sig: "HVAÐ HEFUR SKEÐ"????????
Jóhann Elíasson, 26.6.2024 kl. 15:13
Þetta var í den, eða fyrir um fimmtíu árum síðan. Nú ætti krafan að vera "Ísland úr EES" og jafnvel Scengen líka. Ég var ein þeirra, sem á sinni tíð heimtaði Ísland úr Nató, herinn burt, en hef komist á þá skoðun í dag, að við værum illa sett, ef við værum ekki í Nató. A.m.k. eins og Pútín og fleiri honum líkir. Mér finnst nauðsynlegast í dag, að við losum okkur úr EES og Scengen, og værum betur sett þannig.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2024 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.