VÆRI EKKI RÁÐ AÐ SENDA ÍSLENSKA RÁÐAMENN TIL FÆREYJA TIL AÐ LÆRA HVERNIG Á AÐ REKA " LÍTIL" ÞJÓÐFÉLÖG???

Og hvernig menn eiga að taka ábyrgð á aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi og mörgu fleiru.  Eitthvað besta og mest fræðandi útvarpsefni hér er á landi, er á Útvarpi Sögu og í sérstöku  uppáhaldi hjá mér eru þættir þar sem rætt er við Jens Guð og alveg sérstaklega flott er þegar hann talar um Færeyjar og um samfélagið þar.  Eins og Jens lýsir samfélaginu í Færeyjum, þá er alveg ljóst að við Íslendingargetum lært MJÖG MIKIÐ af þeim en HROKINN er svo mikill í okkur að mönnum hér á landi finnst það alveg fráleitt.  Þetta hefur orðið til þess að ég hef farið að hugsa málið.  ÞAÐ ER ALLTAF VERIÐ AÐ RÉTTLÆTA SPILLINGUNA OG ÓRÁÐSÍUNA HÉR Á LANDI MEÐ ÞVÍ AÐ VEGNA FÁMENNIS HÉR Á LANDI SÉU HLUTIRNIR EINS OG ÞEIR ERU.  En bíðum nú aðeins við FÆREYINGAR VOR Í FYRRA (2023) RÚMLEGA 54.000 OG Í KRINGUM SÍÐUSTU ÁRAMÓT "DUTTU" ÞEIR Í 55.000,  EÐA UM ÞAÐ BIL ÁTTA SINNUM FÆRRI EN ÍSLENDINGAR OG GENGUR BARA MJÖG VEL AÐ REKA SITT LITLA ÞJÓÐFÉLAG.  Getur verið að þegar er komið yfir einhver viss mörk í þjóðfélagsstærðinni, FARI AÐ HALLA UNDAN FÆTI Í SIÐFERÐINU?  Til að mynda þá var nokkurn veginn í lagi hér í þjóðfélaginu í kring um árið 1990 en upp úr aldamótum 2000 fór að halla verulega undan fæti og síðustu árin hefur ALLT VERIÐ Í FÁRI HÉR Á LANDI.  HÉR má hlusta á síðasta viðtal við Jens Guð á Útvarpi Sögu... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Færeyingar kunna þetta og Jens Guð líka!

Sigurður I B Guðmundsson, 3.7.2024 kl. 18:09

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er mjög góður pistill Jóhann, og þættirnir með Jens Guð líka. 

Ég vil sérstaklega höggva eftir nokkrum atriðum sem þú nefnir og ítreka þau.

..."Upp úr aldamótunum 2000 fór að halla verulega undan fæti..." Alveg rétt. Og hvað hefur breyzt eftir það? Jú, Píratar og No Borders fólk hefur fengið að hafa áhrif á Sjálfstæðisflokkinn og allskonar ákvarðanir teknar á alþingi. 

Um 1995 fór Björn Bjarnason að koma inn breytingum á Stjórnarskránni, mannréttindakaflar og slíkt, og fleiri tóku þátt í því. Við erum sjálfstæð þjóð og sjálfstætt land, eyja úti í ballarhafi. Okkar stjórnkerfi virkaði BETUR fyrir þessar breytingar. Við eigum ekki að þurfa að herma eftir öðrum þetta wók kjaftæði!

Síðan er það Schengen og EES, allt á svipuðum tíma. Það tekur nokkur ár fyrir skaðann að koma fram, og eins og þú nefnir, upp úr 2000 fór allt til fjandans, kreppa, hrun, ofurbóla, algjört rugl!

Nú nenna Íslendingar varla að vinna, fara til útlanda, uppeldið er lélegt á börnunum, símar, snjalltæki og margmiðlun sjá um það, kennarar kenna engan aga, skólarnir í rugli og upplausn...

Síðast en ekki sízt, að gera vel þá útlendinga sem hingað koma er rétt. Fjöldinn er orðinn slíkur núna að það er ekki lengur hægt.

Aldrei er minnzt á það þegar talað er um að læsi sé verra en áður og námsárangur og lesskilningur barna að stór hluti barna sem er kannaður er af erlendum uppruna, og svo hitt að mörg heimili eru ekki að ýta bókum að börnum eða íslenzkri list og menningu!!!

Þessir fræðingar í RÚV setja hlutina ALDREI í samhengi!!! Bara frasar.

Eftir stjórnleysi, fjölmenningu og gróðahyggju undanfarinna ára og áratuga þarf heldur betur að koma hlutum í lag. Þú ert einn bezti bloggarinn sem fjallar reglulega um þetta.

Já, Færeyingar eru ekki að flækja hlutina með EES regluverki. Þar er eitthvað sjálfstæði ennþá, ekki á Íslandi.

Ingólfur Sigurðsson, 3.7.2024 kl. 20:58

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú Sigurður það er alveg ótrúlega gaman að heyra í Jens, hann er mjög vel að sér í málefnum Færeyja og svo er hann gæddur alveg sérstökum hæfileikum þegar að því kemur að tjá sig og greina aðalatriðin frá aukaatriðunum,þetta gerir það að verkum að mér finnst þetta einna besta útvarpsefnið sem ég hlusta á.....

Jóhann Elíasson, 3.7.2024 kl. 21:37

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég þakka þér kærlega fyrir Ingólfur, en ég er ekki algjörlega sammál þér þó ég sé það að mest leiti.  Þetta með að Íslendingar "nenni" ekki lengur að vinna get ég ekki tekið undir.  Það hefur verið leikið hér á landi að "flytja innódýrt vinnuafl" og yfirleitt hefur það verið þannig að tekin er fyrir ein atvinnugrein í einu. Fyrst var sjávarútvegurinn tekinn fyrir og frystihús landsins voru fyllt af "ódýru" vinnuafli, hérna áður fyrr voru góð laun í frystihúsunum en ég veit ekki um eitt einasta frystihús í dag þar sem unnið er eftir "bónuskerfi" lengur.  Næst var byggingaiðnaðurinn tekinn fyrir og svo mætti áfram telja.  Nú er það ferðaiðnaðurinn og allir vita hvað er að gerast með hann.  Sonur minn var nokkuð lengi atvinnulaus fyrir rúmum tveimur árum og Vinnumálastofnun sendi hann í nokkuð mörg atvinnuviðtöl og á flestum þeirra var honum bara sagt hrein út AÐ ÞEIR VILDU EKKI ÍSLENDINGA ÞVÍ ÞEIR VÆRU OF DÝRIR STARFSKRAFTAR OG ÞEIR VISSU HVER LÁGMARKSLAUNIN ÆTTU AÐ VERA.  En allt annað tek ég undir hjá þér.....

Jóhann Elíasson, 3.7.2024 kl. 21:57

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já réttara er eins og þú segir að athuga að þetta er afleiðing af opinberri stefnu.

Ingólfur Sigurðsson, 3.7.2024 kl. 22:26

6 Smámynd: Guðbjörg Snót Jónsdóttir

Það má líka læra af Íslandssögunni í þessu efni, sem mér finnst fæstir gera í dag. Þeirrar sögu þjóðarinnar eins og hún var við líðveldisstofnun og mestalla síðustu öld. Þá var eitthvað meira vit í hlutunum, - finnst okkur eldri borgunum a.m.k. heldur en nú í dag á tímum Internetsins og alls konar fræða og vísinda. Samt sem áður má læra margt af öllum þjóðum, sem hafa legi verið að kljást við sömu vandamálin og við erum að reka okkur á núna. Vandamálið er bara, að fólk virðist halda sig svo fullkomið, og vita svo mikið, að það þurfi ekkert að læra neitt af sögunni eða reynslu annarra á neinu sviði. Því miður. Og það er það sorglegasta við það.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir, 4.7.2024 kl. 14:00

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna komstu með það Guðbjörg Snót; RÁÐAMENN ERU BARA HROKAGIKKIR, SEM EKKERT HLUSTA Á AÐRA,,,,,,,,,,,,,,

Jóhann Elíasson, 4.7.2024 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband