"LYGAMASKÍNA OG KJAFTASKUR"..........

Ég hlustaði á endurtekið viðtal við Diljá Mist Einarsdóttur formanns Utanríkismálanefndar Alþingis á Útvarpi Sögu í morgun, VIÐTALIÐ MÁ HEYRA HÉR.  Sérstaklega er mér ofarlega í minniþegar Diljá hélt því blákalt fram að Sjálfstæðisflokkurinn væri EINI flokkurinn á Þingi, sem eitthvað hefði gert í innflutningi á hælisleitendum til landsins og þegar Pétur Gunnlaugsson reyndi eitthvað að andmæla þessum orðum hennar KJAFTAÐI HÚN HANN BARA Í KAF.  Ég hafði nú haft töluvert álit á þessari manneskju en en það álit rauk út í veður og vind, eftir að ég hlustaði á þetta viðtal...........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ástæðan fyrir því að ég hætti að hlusta á Útvarp Sögu er vegna frammíköll og frekju í Pétri sem þykist vita allt betur en viðmælendur hans. Óþolandi spurjandi. Diljá Mist er ein af fáum stjórnmálamönnum sem gott er að hlusta á. Það bara jók álit mitt á henni að hlusta á þennan þátt en vonandi þarf ég ekki að hlusta aftur á Pétur og hans yfirgang. 

Sigurður I B Guðmundsson, 21.8.2024 kl. 10:34

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef hlustað fleiri viðtöl við Diljá Mist og hún beitir þeirri "tækni" í þeim ÖLLUM að kjafta spyrjandann í kaf, ef henni líkar ekki spurningin.  Eins og ég sagði í blogginu HAFÐI ég þokkalegt álit á henni en ég kem ekki til með að leggja mig eftir því að hlusta á hana í framtíðinni.....

Jóhann Elíasson, 21.8.2024 kl. 11:17

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Og ég mun halda áfram að hlusta EKKI á Útvarp Sögu. 

Sigurður I B Guðmundsson, 21.8.2024 kl. 11:40

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að sjálfsögðu gera menn það sem samviska þeirra segir þeim.  Það er ennþá, sem betur fer tjáningarfrelsi og einstaklingsfrelsi hér á landi og að sjálfsögðu nýta menn sér það...

Jóhann Elíasson, 21.8.2024 kl. 13:33

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég hlusta enn eitthvað á Útvarp Sögu, en minna en áður. Frammíköllin hjá Pétri eru ekki ástæðan, heldur hvað vantar marga góða útvarpsmenn á Sögu sem voru, Sverrir Stormsker sá frábæri útvarpsmaður var með beztu þætti í heimi þarna, langt síðan það var, Gústaf Adolf frá Svíþjóð var einn sá bezti, þeim Arnþrúði kom ekki vel saman. Mér finnst Arnþrúður með kvenrembutakta og einræðistilburði og líka Margrét á Fréttinni, en það verður ekki frá þessum konum tekið að fjölmiðlar þeirra eru ágætir, miðað við annað sem er í boði.

Ég man ekki alla sem hafa hætt á Útvarpi Sögu, en stöðin er litlausari en hún var. Allavega 10 manns hafa hætt frá byrjun.

Ég hef blendnar skoðanir á Diljá Mist. Mér finnst hún stundum segja eitthvað rétt. Hún hefur gjallandi málróm sem getur verið þreytandi og hún þylur upp kosti Sjálfstæðisflokksins svo mikið að það verður ekki trúverðugt. En hún er samt skárri en margar þarna í flokknum. Ekki samt að hún yrði endilega góður formaður, til þess þarf held ég meiri persónutöfra og þekkingu á stefnunni.

Pétur er eins og hann er, aðeins of mikið að gjamma frammí, en samt með betri útvarpsmönnum... tja miðað við RÚV...

En pistlarnir hans Jóhanns eru með þeim beztu. Hér er þorað að tjá sig, kann vel við það.

Ingólfur Sigurðsson, 21.8.2024 kl. 13:57

6 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Félagi minn keypti eitt sinn notaðan bíl en varð að henda honum þrátt fyrir að bíllinn væri í prýðilegu lagi. Útvarpið í honum var hins vegar bilað, fast á Útvarpi Sögu og hvorki hægt að slökkva á því né lækka í því.

Örn Gunnlaugsson, 21.8.2024 kl. 14:18

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ingólfur að mest leiti tek ég undir með þér, því iður var ég ekki byrjaður að hlusta á Sögu þegar Sverrir Stormsker var þar en hann er, að mínu áliti einhver orðheppnasti maður sem ég hef vitað og mikill snillingur í meðferð tungumálsins, auk þess sem lögin hans eru mjög góð.  Gústaf Adolf er mjög góður vinur minn sem ég sá mikið eftir þegar hann fór.  Ég þekki hann það vel að ég veit að það var nokkuð mikið búið að ganga á þegar hann fór.  Það er ekkert lendarmál að Arnþrúður er kvenremba og það er hún Margrét á Fréttinni líka en mér skilst að það hafi ekki verið eina ástæðan fyrir því að hann fór af báðum stöðnum.  En það er alveg rétt hjá þér að það eru margir sem hafa yfirgefið Sögu og það er örugglega einhver ástæða fyrir því. Og ég er alveg sammála þér að stöðin er ekki jafn "beitt" og hún var.

Að mínum dómi er Diljá Mist nokkuð sjálfhverf og þolir það frekar illa þegar fólk er ekki sammála henni.

Ég er sammála þér með það að Pétur er stundum full ákafur að koma sínu að en yfirhöfuð finnst mér hann fínasti útvarpsmaður en að sjálfsögðu hafa menn mismunandi skoðanir á því eins og öðru.

Ég þakka þér fyrir hólið, sem mér finnst nú reyndar of mikið og að sumu leiti óverðskuldað.....

Jóhann Elíasson, 21.8.2024 kl. 15:33

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Örn, þetta hefur verið alveg stórmerkilegt útvar. wink Kannski hefði hann átt að reyna að selja Arnþrúði bílinn..... cool laughing

Jóhann Elíasson, 21.8.2024 kl. 15:39

9 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Jóhanna á Bygljunni er á góðri leið að eyðileggja síðdegisútvarpið þeirra, gefur Pétri á ÚS lítið eftir. 

Sigurður I B Guðmundsson, 21.8.2024 kl. 18:20

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég kannast reyndar ekkert við þessa Jóhönnu og hef ekki forsendur til að dæma hana en getur ekki verið að hún sé bara byrjandi, sem stressið er að þjaka fullmikið, þarf ekki ara að gefa henni lengri séns???

Jóhann Elíasson, 21.8.2024 kl. 20:32

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Dilja hefur reynt en ég held að flokkurinn sé bara kominn annað og kannski ef hún í raun og veru vill takast á við útlendingavandann er hennar flokkur ekki rétti flokkurinn til að vera í.

Sammála Dilja byrjaði mjög öflug en er að gefa eftir eins og flokkurinn i heild sinni. Útvarp Saga er ágæt, marg gott en margt ekki en það er eins og með annað i lífinu.

Óðinn Þórisson, 21.8.2024 kl. 21:19

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Algjörlega sammála Óðinn,,,,,,

Jóhann Elíasson, 22.8.2024 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband