MEÐ ÖÐRUM ORÐUM: "VIÐREISN Á SÉR EKKI VIÐREISNAR VON".........

Mér varð það á að hlusta aðeins á formann Viðreisnar áðan  og eins og venjulega byrjaði hún "sönginn" um hvað Íslenska króna væri ómöguleg og það ætti að taka upp annan gjaldmiðil og þá helst EVRU.  Það er alveg merkilegt hvað manneskjan kemst upp með miklar rangfærslur án þess að  gera nokkra grein fyrir því sem hún segir.  Getur verið að viðmælendur séu svo illa að sér í efnahagsmálum og viti það að vegna þess hversu mælsk hún er og óforskömmuð að hún hikar ekki við að "hagræða sannleikanum" og vita að það hefur ekki nokkra þýðingu að vera að andmæla henni á nokkurn hátt.  Og svo kom röksemdafærslan (frekar ætti að tala um STAÐREYNDAVILLUR) alveg á færibandi:

  • Fyrst talaði hún um vaxtastigið í Evrópu og Íslandi þar hófst vitleysan fyrir alvöru.  Hún talaði um að það væru 3,5% vextir i Evrópu, það sér það  hver heilvita maður að land sem er með 15% verðbólgu getur ekki verið með 3,5%vexti og ég átta mig bara ekki á því hvaðan hún fær þessa vaxtatölu því meðaltalsverðbólgan innan ESB landanna er nálægt 5%.
  • Hún sagði að Íslenska ríkið væri að greiða 178 MILLJARÐA í vexti á ári (þetta er alveg rétt hjá henni) en svo kemur bullið EF VIÐ VÆRUM MEÐ EVRU YRÐI VAXTAKOSTNAÐURINN 67 MILLJARÐAR.  Hvernig þessi tala er fengin er alveg með ólíkindum, hún segir að 9,25% geri að greiðslan verði 178 MILLJARÐAR m 3,5% geri 67 MILLJARÐA.  Að bera svona vitleysu fyrir fólk sem er með örlítið meira en ekki neitt í kollinum er móðgun við hugsandi fólk.
  • Svo ætlaði ég að "hnykkja" á því eina ferðina enn að til þess TAKA UPP EVRUNA VERÐUM VIÐ AÐ VERA AÐILAR AÐ ESB.  Síðan þegar við eru orðin aðilar að ESB (sem ég vona að verði aldrei), þá þarf að SÆKJA UM að fá að taka upp EVRUNA, sem ekki er sjálfgefið að við uppfyllum ÖLL þau skilyrði sem sett eru hvað þá aðild varðir. Þegar öll þessi skilyrði væru uppfyllt og allt gengi upp þá er algert lágmark að myndu líða 15 - 20 ár og ég er ekki viss um að hvorki ESB né EVRAN verði til staðar að þeim tíma liðnum.
  • Svo er annað sem þessi ágæta manneskja þarf að hafa í huga, EN GJALDMIÐILL ER BARA GJALDMIÐILL OG ER EKKI MEРSJÁLFSTÆÐA HUGSUN HELDUR STJÓRNAST GENGI HANS AF AÐGERÐUM STJÓRNVALDA Í EFNAHAGSMÁLUM

En svo mætti hún endurskoða orðræðu sína um gjaldeyrismál aðeins og huga að staðreyndum.....

 


mbl.is Upptaka evru markar hnignunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband