ÞAÐ VEITTI EKKI AF ÞVÍ AÐ "SKERPA" ÁLÖGUNUM Í ÞESSA ÁTT HÉR Á LANDI......

Og sjá til þess að eftir því yrði farið.  Raunin er sú að til eru lög um gjaldmiðil Íslands (lög númer 22/1968).  Þau lög eru orðin barn síns tíma en það er ekki þar með sagt að ekki eigi að fara eftir þeim (Einn ráðherrann lét nú út úr sér að lögin um hvalveiðar væru orðin svo "gömul" og þess vegna væri sennilega í lagi að brjóta þau).  Íslenska krónan er svokallaður lögeyrir landsins og ber öllum sem viðskipti stunda að taka við honum, þó svo nokkuð hafi borið á því að aðilar hafi tekið sér það vald að fylgja ekki þeim fyrirmælum  og virðast  komast upp með það án nokkurra afleiðinga....


mbl.is Norskir rakarar æfir – verða að taka reiðufé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Tvenn lög taka af öll tvímæli um að skylt sé að taka við reiðufé í íslenskum krónum í öllum viðskiptum. Lögin sem þú vísar í Jóhann og svo einnig lög nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands, 19. grein. Þau geta nú tæplega talist barn síns tíma. Einu undantekningarnar eru að söluaðilum er ekki skylt að taka við meira en 500 krónum í sleginni mynt í hverjum viðskiptum en bönkum og sparisjóðum er það hins vegar skylt, og það með fullu ákvæðisvirði. Það er lengi búið að vera í lögum bann við akstri undir áhrifum áfengis og akstri gegn rauðu ljósi en það dettur engum í hug að álykta sem svo að ekki þurfi að fara eftir þeim þar sem þessi ákvæði eru börn síns tíma. Kannski bara rétt að leggja lögregluna og réttarkerfið niður og heimila fyrirtækjum og þá borgurunum líka bara að gera nákvæmlega það sem þeim sýnist. Þetta virðist reyndar allt þokast í þá áttina. 

Örn Gunnlaugsson, 2.10.2024 kl. 14:53

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nefnilega málið Örn það þarf að "SKERPA"á þessum lögum og sjá til að  þeim sé framfylgt ekki að láta einn og einn komast upp með eitthvað "múður"......

Jóhann Elíasson, 2.10.2024 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband