3.10.2024 | 08:39
MÁLIÐ ER AÐ ÞAÐ Á AÐ FARA AÐ LÖGUM - ÞAÐ ER Í RAUNINNI EKKERT VAL UM ÞAÐ HVORT TEKIÐ ER VIÐ REIÐUFÉ EÐA EKKI.....
Svona fréttaflutningur er liggur við eins mikið bull og vitleysa eins og hægt er, að bera því við að það krefjist til dæmis svo mikillar vinnu að fara með reiðufé í bankann þetta er bara nokkuð sem tilheyrir vinnunni við að vera með verslunar- og þjónustufyrirtæki. Menn gætu alveg eins sagt að það sé svo mikið mál að far á klósetti, þegar mönnum er mál, að það sé bara betra að láta allt "gossa" í brækurnar. Það voru upphafleg sett lög um gjaldmiðilinn 1968 (lög númer 22/1968) síðan hefur þeim verið breytt fjórum sinnum síðast árið 2000. í þriðju grein laganna stendur:"Peningaseðlar þeir, sem Seðlabanki Íslands lætur gera og gefur út og peningar þeir, sem hann lætur slá og gefur út, skulu vera lögeyrir í allar greiðslur hér á landi með fullu ákvæðisverði". Það verður að gera það REFSIVERT fyrir fyrirtæki og þjónustufyrirtæki að NEITA að taka við reiðufé og hreinlega að stöðva þetta fasistaveldi sem, virðist vera að búa um sig og svo þarf almenningur bara að vera vakandi fyrir þessu og hreinlega bara að SNIÐGANGA þau fyrirtæki sem ekki fara að Íslenskum lögum........
Hætta að taka við reiðufé í búðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- "EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR"........
- VANDAMÁLIÐ ER EKKI "ÓLEYSANLEGT" EF ÞAÐ ER LEYST Á FIMM MÍN...
- ÞAÐ STENDUR EKKI STEINN YFIR STEINI Í "STJÓRN" BORGARINNAR....
- HVAÐ ER EIGINLEGA SVONA VIÐKVÆMT VIÐ ÞESSA UMRÆÐU?????
- FYLLILEGA VERÐSKULDAÐUR SIGUR......
- ÞAÐ VITA ÞAÐ LÍKA ALLIR AÐ ÞAÐ ERU TIL "ÞRJÁR TEGUNDIR AF LY...
- "NÚ ER LAG"....
- EN HVAÐ UM SORGINA SEM HÚN HEFUR VALDIÐ ÞJÓÐINNI??????????
- NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA ÆTTI AÐ GERA HÉR Á LANDI...........
- ÞÁ ER KOMIN "AFSÖKUN" FYRIR MUN MEIRI SKATTAHÆKKUNUM EN HAFÐI...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 140
- Sl. sólarhring: 511
- Sl. viku: 1922
- Frá upphafi: 1846596
Annað
- Innlit í dag: 78
- Innlit sl. viku: 1174
- Gestir í dag: 76
- IP-tölur í dag: 75
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Orð að sönnu Jóhann.
Magnús Sigurðsson, 3.10.2024 kl. 13:06
Þakka þér fyrir innlitið Magnús. Það sem mér finnst óþolandi er þegar maður kemur í banka með 50.000 krónur sem maður ætlar að leggja inn á bankareikning og MAÐUR ER SPURÐUR AÐ UPPRUNA PENINGANNA. Ég get ekki ímyndað mér að bankastofnanir hafi nokkra heimild til að gera svona lagað. Er þetta ekki persónuverndarvarið????
Ein sögu vil ég segja, sem gerir það að sýnir fáránleikann í þessum málum. Þannig er að ég var staddur í ónefndri verslun í Reykjavík og keypti þar hlut sem kostaði 1.400 krónur, þegar ég kom að kassanum dró ég upp 1.500krónur og ætlaði að greiða þetta. Þá snéri stúlkan á kassanum upp á sig og sagðist ekki taka við reiðufé. Það fauk nú í mig og ég spurði um ástæðuna, hún sagði að það væri vegna PENINGAÞVÆTTIS og STYRKS VIÐ HRYÐJUVERKASTARFSEMI Ég verð nú að viðurkenna að kannski var ég orðinn svolítið dónalegur þarna því spurði hana hvort hún héldi virkilega að ég væri að ÞVO 1.400 krónur, þá varð hún ennþá þverari og sagði að þetta væru fyrirmæli frá yfirmanninum. Ég bað hana þá að sækja yfirmanninn og ég ætlaði að tala við hann, þá gaf hún sig og samþykkti að ég greiddi þessar 1.400 krónur......
Jóhann Elíasson, 3.10.2024 kl. 13:42
Ég borga nú yfirleitt mest orðið með korti en ef ég verð var við að neitað sé að taka við reiðufé þá sé ég sæng mína útbreidda. Tek upp seðla og krefst þess að fá að greiða í reiðufé. Sé því hafnað vísa ég í lög um Seðlabanka Íslands og gjaldmiðil Íslands og óska ég eftir að lögregla verði kölluð til. Enn hefur enginn kallað á lögregluna og ég samt átt mín viðskipti glottandi framan í söluaðila.
Örn Gunnlaugsson, 3.10.2024 kl. 13:59
Þetta kalla ég ALVÖRU viðbrögð Örn og bera vott um að menn láti ekki vaða yfir sig á skítugum skónum......
Jóhann Elíasson, 3.10.2024 kl. 14:11
Ég borgaði fyrir ekki svo löngu í verslun með peningum og varð var við að það kom á afgreiðslustúlkuna, -svo ég sagði þú mátt bara eiga afganginn. Labbaði á stað út með góssið, -hún hljóp á eftir mér út í dyr með afganginn og brosti út að eyrum. Hefur sjálfsagt ekki viljað láta hafa það á sig að kunna ekki að gefa til baka.
Nei, maður á ekki að gefa það eftir að tekið sé við lögeyri landsins. Annars er fólk sennilega orðið svo vant því að láta vaða yfir sig við að fara í gegnum millilandaflugvelli, en þar er gert ráð fyrir því að fyrra bragði að þú sért glæpamaður.
Magnús Sigurðsson, 3.10.2024 kl. 15:46
Það er nefnilega heila málið Magnús en eigum við ekki svolítið sökina á því sjálf, vegna þess að við hofum "látið" vaða svo lengi yfir okkur án þess að gera nokkuð í því???
Jóhann Elíasson, 3.10.2024 kl. 16:14
Eins og svo margar varnir gegn hryðjuverkum og ýmsu öðru slæmu, bitna þessar "varnir" að langmestu leyti á almennum borgurum. Þeir sem þvo fé gera það ekki við afgreiðslukassa í smásöluverslunum heldur á bak við tjöldin og þetta hefur engin áhrif á þá.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2024 kl. 23:05
100% sammala þér Jóhann.
Bragi (IP-tala skráð) 4.10.2024 kl. 00:32
Það hefur margoft komið fram að þegar rafmagn liggur niðri og ekki er hægt að nota "rafrænt fé" þá eru þeir sem eiga seðla kóngar í ríki sínu. Þetta gerðist til dæmis um daginn í kjölfar fellibyls í USA.
Ef allur peningur verður gerður digital og í framtíðinni CBDC, þá verður hægt að hreinlega "slökkva á" þeim sem stjórnvöldum þóknast ekki. Þetta gerðist til dæmis í vörubíla-mótmælunum í Kanada fyrir ekki alls löngu. Hundruðir manna sem styrktu þessi mótmæli var læst út af bankareikningum sínum. CBDC kerfi veitir yfirvöldum alltof mikil völd sem verða misnotuð af yfirvöldum (til þess er leikurinn gerður). Þessvegna þykir þeim mikilvægt að bera þann áróður á borð að aðeins glæpamenn og skattsvikarar nota reiðufé.
Bragi (IP-tala skráð) 4.10.2024 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.