ÍSLAND VIRÐIST NÚ LÍKA VERA "SKÁLKASKJÓL" FYRIR HVÍTFLIBBAGLÆPAMENN Á STÓRNMÁLASVIÐINU....

Og þar virðist vera að almenningur í landinu sé algjörlega varnarlaus gagnvart þessu liði og það sem er enn verra er að almennir Alþingismenn þegja þunnu hljóði.  Það er kannski rétt að rifja upp nokkra af þessum "GLÆPUM" sem ekkert virðist vera fyrirhugað að grípa til nokkurra aðgerða.  Og þegar viðbrögð eru þannig við LÖGBROTUM á æðstu stöðum hver halda menn að þróunin verði????

  • Þáverandi Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, þáverandi Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson og þáverandi Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir gerðu samning um kaup á "bóluefnum" (sem reyndust með öllu gagnslaus en vonandi hafa þau ekki vitað það þá).  Þessi samningur kostaði ríkið marga milljarða króna og það sem meira var VAR AÐ ALÞINGI ÍSLENDINGA KOM EKKERT AÐ ÞESSU EN ÞAÐ ER SKÝRT TEKIÐ FRAM Í STJÓRNARSKRÁNNI AÐ EKKI MEGI STOFNA TIL ÚTGJALDA EÐA SKULDBINDINGA FYRIR RÍKISSJÓÐ ÁN AÐKOMU ALÞINGIS.  Ég veit ekki betur  en að enn sé "TRÚNAÐUR" á þessum samningi en hafa ráðherra ENGAR trúnaðarskyldur við almenning í landinu?????  ÞAÐ VANTAR SÁRLEGA "ÓHÁÐAN" STJÓRNLAGADÓMSTÓL HÉR A LANDI....
  • Í júní 2023, braut Svandís Svavarsdóttir þáverandi Matvælaráðherra ákvæði STJÓRNARSKRÁRINNAR um atvinnufrelsi og minnst fjórar aðrar greinar á Almennum lögum með því að banna hvalveiðar með eins dags fyrirvara.  Þegar hún varð þess vör að ekki var samstaða um þessa aðgerð hennar fór hún í "veikindaleyfi"  Og svo þegar hún ætlaði að koma til baka þá beið hennar VANTRAUSTSTILLAGA, sem Flokki Fólksins tókst með ótrúlegum hætti að klúðra (en kannski var það bara ætlunin).  En hún kom sér bara yfir í annað ráðuneyti og ekki batnaði það.  ÞAÐ VANTAR SÁRLEGA "ÓHÁÐAN" STJÓRNLAGADÓMSTÓL HÉR A LANDI...
  • Vorið 2024 var kominn nýr Matvælaráðherra, Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir,hún dró það í marga mánuði  að  veita formlegt leyfi til hvalveiða og bar alltaf við "gögn" vantaði svo hægt væri að veita leyfið (allir vita hver afstaða VG er til hvalveiða og hún hafði séð að  Svandís hafði komist upp með að  brjóta stjórnarskrána og því ekki að láta reyna á það hvort hún gæti það ekki líka?).  ÞAÐ VANTAR SÁRLEGA "ÓHÁÐAN" STJÓRNLAGADÓMSTÓL HÉR A LANDI....
  • Fyrir nokkrum dögum átti að vísa fötluðum dreng og fjölskyldu hans frá Palestínu úr landi til Spánar, sem er algjörlega öruggt land og þar sem meira var að þar var eitt besta sjúkrahús í heimi sem sérhæfðu sig í þeim sjúkdómi sem var að hrjá drenginn.  En einhverra hluta vegna fundu ráðherra VG þá þörf hjá sér að hafa í frammi þá ótrúlegu kröfu að Dómsmálaráðherra STÖÐVAÐI lögregluaðgerð sem þegar var hafin.  Þarna fór Dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir langt útfyrir lagaheimildir sínar og það virðist vera að henni finnist það bara allt í lagi.  ÞAÐ VANTAR SÁRLEGA "ÓHÁÐAN" STJÓRNLAGADÓMSTÓL HÉR A LANDI....

Þarna tek ég bara fyrir örfá dæmi en það er af nógu að taka en ef ég tæki fyrir fleira yrði greinin svo löng að enginn myndi nenna að lesa hana....


mbl.is Ísland orðið skálkaskjól fyrir netglæpamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Mjög áhugaverður pistill. Mér finnst sláandi að nafn Svandísar kemur tvisvar fyrir. Bóluefnakaupin, hvalveiðibannið, og þriðja er fostureyðingamálið.

Þessi ríkisstjórn fer í sögurnar sem versta ríkisstjórn allra tíma held ég. Þetta er hryðjuverkaríkisstjórnin. Ríkisstjórn sem fækkar Íslendingum er hryðjuverkaríkisstjórn, það er mitt álit á slíku.

Þetta er góð samantekt, en meðvirknin í þessu samfélagi er með ólíkindum!

Ingólfur Sigurðsson, 11.10.2024 kl. 01:26

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Ingólfur.  Ég hefði getað haft þessa samantekt mun ítarlegri og lengri eins og þú nefnir í athugasemdinni, því nægt er efnið, en mér fannst greinin þá verða of löng og kannski hefði hún meira og minna misst marks.....

Jóhann Elíasson, 11.10.2024 kl. 07:16

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Lesið bloggin hans Halls Hallssonar um fósturvísamálið og hlustið á hann á Samstöðunni. Hér vantar sárlega óháðan stjórnlagadómstól. 

Sigurður I B Guðmundsson, 11.10.2024 kl. 10:53

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Rétt Sigurður og svo vil ég benda þér og fleirum á að lesa Þjóðólf, blað sem Hallur Hallsson er með og Gústaf Skúlason skrifar mikið í. "Linkurinn" á það er: thjodolfur.is

Jóhann Elíasson, 11.10.2024 kl. 12:00

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þakka þér fyrir thjodolfur.is er flottur og fróðlegur. 

Sigurður I B Guðmundsson, 11.10.2024 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband