16.10.2024 | 03:06
UM AFNÁM PERSÓNUAFSLÁTTAR TIL ÞEIRRA SEM BÚA ERLENDIS........
Þessi ólög um afnám persónuafsláttar þeirra sem búa erlendis, eiga að taka gildi um næstu áramót (1. Janúar 2025). Það hefur vakið athygli mína og örugglega eru fleiri, sem hafa veitt því athygli hversu hljóðlega þetta hefur farið og virðist ekki nokkur maður hafa snefil af áhuga á þessu.. Ég hef ekki orðið var við það að Öryrkjabandalið eða Félag eldri borgara hafi nokkuð hreift við þessu máli og það verður ekki annað séð en að þetta renni bara mjúklega í gegn. En að mínu áliti eru nokkur LÖGFRÆÐIMÁL óútkljáð varðandi þetta mál og kemur mér þetta sérstaklega mikið á óvart, ÞAR SEM UM 20% ALÞINGISMANNA ERU LÖGFRÆÐINGAR. Ég man vel eftir umræðunni sem skapaðist í kringum þá tillögu að taka upp ÞREPASKIPTAN PERSÓNUAFSLÁTT; sú umræða var slegin útaf borðinu og helsta forsendan var sú AÐ ÞAÐ BRYTI GEGN JAFNRÆÐISREGLU STJÓRNARSKRÁRINNAR. Þá spyr ég bara á eitthvað annað við um þetta og hvernig er það útskýrt? Svo er annað atriði, sem mér er síður en svo ljúft að nefna. En Ísland er víst, illu heilli, aðili að EES samningnum en ég fæ ekki betur séð en að þetta BRJÓTI gegn grunngildum þess samnings eða sjálfu FJÓRFRELSINU. Fyrst við erum á annað borð aðilar að þessum samningi eigum við að sjálfsögðu að virða hann........
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 43
- Sl. sólarhring: 262
- Sl. viku: 1959
- Frá upphafi: 1855112
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 1221
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er náttúrulega til stórskammar og í raun enn einn þjófnaðurinn á eldri borgurum.
Hér er þó frétt í DV um málið þar sem einnig er hlekkur á undirskriftir gengn þessum
óþverra...búin að skrifa..
https://www.dv.is/frettir/2024/10/12/safna-undirskriftum-gegn-afnami-personuafslattar-utlondum-verulega-ljot-adfor-ad-oryrkjum-og-lifeyristhegum-hja-rikisstjorninni/
Sigurður Kristján Hjaltested, 16.10.2024 kl. 10:18
Þakka þér fyrir þennan "link" Sigurður Kristján, ég er greinilega ekki nógu og duglegur að fara á island.is. Eins og ég sagði í blogginu þá erum við með þennan EES samning og á meðan við erum með hann þá höfum við ekkert val um annað en að fara eftir þeim eins á að gera í þessu tilfelli. AÐ MÍNUM DÓMI ER EKKERT ANNAÐ AÐ GERA EN AÐ SEGJA ÞESSUM SAMNINGI UPP OG ÞAÐ SEM ALLRA FYRST.....
Jóhann Elíasson, 16.10.2024 kl. 10:59
Með réttu væri nær að leggja niður persónuafslátt og lækka lægstu skattprósuntu til að jafna það út miðað við persónuafslátt. Skil engan veginn tilganginn að hafa persónuafslátt þegar þriggja þrepa skattþrep er í gangi. Ef ætlunin er að jafna út fyrir lægstu laun þá gerir þriggja þrepa skattþrepið það. Óþarfa flækjustig að hafa persónuafslátt.
Framkvæmdin í þetta sinn er svo sem annað mál og frekar harkaleg fyrir þá sem í þessu lenda.
Rúnar Már Bragason, 16.10.2024 kl. 12:27
Rúnar, því miður held ég að þó svo að persónuafslátturinn verði felldur niður þá verði skattprósentan ALDREI lækkuð. Reynsla hefur sýnt okkur að það sem einu sinn hækkar lækkar ALDREI aftur.........
Jóhann Elíasson, 16.10.2024 kl. 12:58
Þessi ríkisstjórn hefur ekkert gert til að bæta lífskjör á Íslandi. Eina svarið sem þessi ríkisstjórn hefur til að styðja báknið er að hækka skatta og nú síðast kílómetragjald á alla bíla. Það eru margar ástæður að folk flytji erlendis. Þetta folk eru annarflokks Íslendingar. Sem dæmi, Guðni forseti sagði í áramóta ræðu að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í annað tímabil. Þeir Íslendingar sem búa erlendis gátu ekki kosið til forseta því þeir þurftu að sækja um þá umsókn ekki seinna en í desember!!Þvi miður veit ég ekki um Alþingiskostningarnar núna í næsta mánuði. Margt folk flytur etlendis í nam eða vinnu, stofnar fjölskyldu í því landi, börnin þeirra stofna fjölskyldu í sama landi. Svo þegar foreædrar þeirra fara á eftirlaun og vilja eiða sínum tíma með börnum sínum og barnabörnunum það sem eftir af þeirra lífi, kippir ríkisstjórnin undan þei löppumum með því að skerða ellilifeyrinn, svo þaug geta ekki látið þessa drauma rætast. Allt er þetta gert til að auka fjármagnið í þennan flóttamanna skríl sem á engan rétt á að vera á Íslandi. Flestir þeir Íslendingar sem búa erlendis elska Island og koma oft í heimsókn til Islands og þeim þikir vænnt um sitt fólk á Íslandi og þess vens vilja þeir eiga möguleika á því að kjósa án nokkura hindranna.
Haraldur G Borgfjörð, 16.10.2024 kl. 14:22
Þakka þér kærlega fyrir innlitið og að mínu mati stórkostlega athugasemd, sem gerði það að verkum að menn hljóta að fara að spyrja sjálfa sig "hvað er orðið um samkenndina hér í landinu mínu og á hvaða leið erum við eiginlega"? Ég þekki nokkra aðila sem náðu illa að draga fram lífið hér á landi af þessari hungurlús sem þeir fengu frá Tryggingastofnun og gripu þá til þess örþrifaráðs að vera á Spáni yfir vetrartímann, þar gekk lífið mun betur og meira að segja það vel að það var hægt að leggja fyrir til að hægt væri að koma til Íslands og dvelja þar í nokkra mánuði yfir sumartímann. En sennilega hefur stjórnvöldum fundist að þá hefði fólkið það of gott og farið að leita leiða til að minnka útborgunina til þessa hóps. HVAÐ SKYLDI SVO KOMA NÆST???????
Jóhann Elíasson, 16.10.2024 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.