UM AFNÁM PERSÓNUAFSLÁTTAR TIL ÞEIRRA SEM BÚA ERLENDIS........

Þessi ólög um afnám persónuafsláttar þeirra sem búa erlendis, eiga að taka gildi um næstu áramót (1. Janúar 2025).  Það hefur vakið athygli mína og örugglega eru fleiri, sem hafa veitt því athygli hversu hljóðlega þetta hefur farið og virðist ekki nokkur maður hafa snefil af áhuga á þessu..  Ég hef ekki orðið var við það að Öryrkjabandalið eða Félag eldri borgara hafi nokkuð hreift við þessu  máli og það verður ekki annað séð  en að þetta renni bara mjúklega í „gegn“.  En að mínu áliti eru nokkur LÖGFRÆÐIMÁL óútkljáð varðandi þetta mál og kemur mér þetta sérstaklega mikið á óvart, ÞAR SEM UM 20% ALÞINGISMANNA ERU LÖGFRÆÐINGAR.  Ég man vel eftir umræðunni sem skapaðist í kringum þá tillögu að taka upp ÞREPASKIPTAN PERSÓNUAFSLÁTT; sú umræða var „slegin útaf borðinu“ og helsta forsendan var sú AÐ ÞAÐ BRYTI GEGN JAFNRÆÐISREGLU STJÓRNARSKRÁRINNAR.  Þá spyr ég bara á eitthvað annað  við um þetta og hvernig er það útskýrt?  Svo er annað atriði, sem mér er síður en svo ljúft að nefna.  En Ísland er víst, illu heilli, aðili að EES samningnum  en ég fæ ekki betur séð en að þetta „BRJÓTI“ gegn grunngildum þess samnings eða sjálfu „FJÓRFRELSINU“.  Fyrst við erum á annað borð aðilar að þessum samningi eigum við að sjálfsögðu að virða hann........


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þetta er náttúrulega til stórskammar og í raun enn einn þjófnaðurinn á eldri borgurum.

Hér er þó frétt í DV um málið þar sem einnig er hlekkur á undirskriftir gengn þessum

óþverra...búin að skrifa..

https://www.dv.is/frettir/2024/10/12/safna-undirskriftum-gegn-afnami-personuafslattar-utlondum-verulega-ljot-adfor-ad-oryrkjum-og-lifeyristhegum-hja-rikisstjorninni/

Sigurður Kristján Hjaltested, 16.10.2024 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband