BARA ENN EINN "NAGLINN Í LÍKKISTUNA"

Og úrslit helgarinnar í "niðurröðunina" á lista flokksins fyrir kosningarnar í lok nóvember sýna nokkuð vel hvert flokkurinn er að stefna.  En hefur það ekki gleymst að ÞAÐ Á EFTIR AÐ KJÓSA???????


mbl.is Ákvörðun Sigríðar vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég get tekið undir það, en vissulega eru þetta vonbrigði. Sigríður var góð á Alþingi og á svo sannarlega erindi þangað, finnst mér. Ég hélt töluvert upp á hana. Það voru líka mikil vonbrigði, að Jón Gunnarsson skyldi ekki hafa getið haldið sínu sæti á listanum, því að þrátt fyrir allt og allt, þá var hann einn af hinum ágætu þingmönnum á þinginu, og ég get tekið undir með Vilhjálmi verkalýðsforingja á Skaganum, að það er mikil eftirsjá af honum, þar sem hann vildi ekki bann á hvalveiðar og varði þær. Ég veit eiginlega annars ekki, hvað er að gerast með þessa flokka hérna í dag. Og alltaf skagar Samfylkingin uppúr í skoðanakönnunum með þessa leiðindaskjóðu á toppinum. Ég væri líka hissa, ef fólk, sem annars er alltaf að reyna að losna við veldi Dags hérna í borginni vilja endilega láta hann verða þaulsætinn á Alþingi. Guð forði þjóðinni frá því. Bóg hefur það nú verið samt hvað borgina varðar. En ég segi eins og Ingibjörg Sólrún sagði um árið: Guði sé lof, að þetta eru ekki kosningar, heldur skoðanakannanir." Við verðum víst að spyrja að leikslokum í enda næsta mánaðar, og hver útkoman verður á þessu öllu þá. Þetta veldur samt vissum kvíða. Það verður að segjast eins og er.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2024 kl. 12:04

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég tek alveg undir með þér Guðbjörg Snót en að auki tel ég að möguleikinn á að Jón Gunnarsson og jafnvel að Ásmundur Friðriksson fari yfir í Miðflokkinn hafi stóraukist....

Jóhann Elíasson, 21.10.2024 kl. 12:57

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Minn gamli flokkur, sem ég hef nú slitið samfélagi við, fer nú veg allrar veraldar. Rótgróið fólk sem starfað hefur undir merkjum flokksins flýr nú og leitað annarra leiða til að komast á þing. Sigríður á nú hrós skilið fyrir sitt framtak í þeim efnum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.10.2024 kl. 13:44

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að mínum dómi hefur Sjálfstæðisflokkurinn undirritað dauðadóminn yfir sjálfum sér með því að "losa" sig við þá sem unnu fyrir fólkið í landinu (eins og Jón Gunnarsson og fleiri) og styrkja flokksforystuna í sessi, sem í raun þýðir að flokksræðið verður algert. Er kannski verið að vinna að því að afnema lýðræðið, Tómas?????????

Jóhann Elíasson, 21.10.2024 kl. 14:16

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sjálfstæðisflokkurinn er fyrir löngvu búin að vera.

Með þessari dúkkulísuvæðingu Bjarna Ben, gekk hann frá flokknum.

Hans arfleið verður minnst sem formannsins sem gekk frá flokknum.

Ég vona bara að Jón og Ásmundur fari yfir í Miðflokkin eða Lýðræðisflokkin.

Þeir eiga nóg eftir.

Sigurður Kristján Hjaltested, 21.10.2024 kl. 15:34

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég tek undir hvert einasta orð hjá þér Sigurður Kristján.  Og þó að það komi ekki þessu máli beint við þá ætla ég að upplýsa það núna að ég hef ákveðið að kjósa Lýðræðisflokkinn í næstu kosningum, jafnvel þrátt fyrir að ég viti ekki ennþá hver verður í framboði fyrir flokkinn í mínu kjördæmi.  Ástæðan er sú að ég hef svo mikla tröllatrú á Arnari Þor Jónssyni og ég hef ekki nokkra trú á öðru en hann velji sér góða samstarfsmenn.....

Jóhann Elíasson, 21.10.2024 kl. 16:09

7 identicon

Komið þið sæl; Knár Stýrimaðurinn - sem og þið öll önnur gesta þinna, Jóhann !

Guðbjörg Snót.

Rjett sagt; af þinni hálfu - Dagur B. Eggertsson, er einhver dapurlegasta sending, sem Reykjavík og íbúar hennar hafa fengið, allt:: frá borgarinnar tilurð.

Tómas Ibsen.

Betra seint en ekki; að þú sjáir villu þíns vegar, að hafa fylgt þessum flokki, sem einu sinni var ALVÖRU flokkur, undir leiðsögn Jóns heitins Þorlákssonar og hans fylgismanna.

Jóhann og Sigurður Kristján.

Því miður; rennið þið blint í sjóinn, með meint ágæti Jóns Gunnarssonar og Ásmundar Friðrikssonar, hvað hagsmuni landsbyggðar og höfuðstaðarins snertir - þeir Jón og Ásmundur mega

þó fá prik fyrir ósjerplægni og dugnað Jóns, þá hann var frammámaður Landsbjargar forðum - Ásmundur aftur á móti; fyrir rómaðar Saltfisks- og Skötu samkundur þær, sem hann hefur

verið í fararbroddi fyrir, suður í Garði:: mörg undanfarin sumur, þrautseigja þeirra:: í þeim hlutverkum ekkert af þeim skafin en, .... framtaksleysi þeirra í þinginu, hvað varðar

endurheimt byggða landsins á fiskveiðikótunum (Eyrarbakka - Stokkseyri - Breiðdalsvík og Stöðvarfirði t.d.) er að koma niður á þeim núna, m.a.

Þeir Jón og Ásmundur; hafa alla sína þingsetu þagað um nauðsynlega þjóðnýtingu auðæfa Hafsins til þeirra sjávarplássa hringinn í kringum landið, sem hafa þurft að súpa seyðið af

yfirgangi og græðgi Samherja og annarra þeim áþekkum (undanskil: Loðnuvinnzluna á Fáskrúðsfirði, sem er algjörlega á forsjá heimamanna þar, sem og Kaupfjelags Fáskrúðsfirðinga) og

ekki er jeg alveg sannfærður um, að Miðflokkur Sigmundar Davíðs sje tilbúinn að ganga í lið með landsbyggðinni í þeim efnum (jeg hefi reyndar: að undanförnu hringt í þau nokkur, sem 

þeim Sigmundi og Bergþór eru handgengin:: talandi um fiskveiðistjórnunina) - en, virða skal jeg viðleitni þeirra Sigmundar, að vilja stemma stigu við frekara útlendinga streymi

hingað til lands, engu að síður.

Með beztu kveðjum; sem endranær, af Suðurlandi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.10.2024 kl. 18:41

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Óskar Helgi, ég hef þekkt þigg lengi og það sem ég hef rekið mig á er hversu gríðarlega hreinskilinn og hreinskiptinn þú ert, en nú er ég ekki frá því að þú hafir aðeins farið fram úr þér.  Þegar aksturinn" hjá Ásmundi kom til tals , var umræðan MJÖG hörð og óvægin í hans garð og það er sérstaklega áhugavert að velta fyrir sér tímanum þar sem þetta kom upp en það var einmitt á þeim tíma sem Ásmundur VAR MEST GAGNRÝNDUR VEGNA UMMÆLA SINNA OG AFSKIPTA AF HÆLISLEITENDAMÁLUNUM.  Og mjög fáum eða nokkrum virðist hafa komið til hugar að þessi tvö mál tengdust nokkuð.  Ég hef haft nokkuð mikið af störfum Ásmundar að segja um nokkurra ára skeið og ég get fullyrt að heiðarlegri og traustari mann hef ég ekki vitað og fullyrði það að hver einasti kílómetri á  akstursskýrslu hans var rétt skráður.  Ég er smeykur um það Óskar Helgi að í þessu máli hafir þú verið fullfljótur að dæma og kannski vegna þess að þú hafðir "ófullnægjandi" upplýsingar eins og flestir.  Um Jón Gunnarsson veit ég mun minna en mér er sagt að ALT sem "Ísdrottningin" þykist hafa gert í sinni ráðherratíð, hafi Jón Gunnarsson verið búinn að undirbúa.......

Með bestu kveðju af Suðurnesjunum.

Jóhann Elíasson, 21.10.2024 kl. 21:30

9 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Jóhann.

Jeg skal alveg viðurkenna; að líkast til hefur Ásmundur Friðriksson mun mun meiri aksturshæfileika til að bera, en jeg og margir annarra en, . . . . mjer fannst á sínum tíma / og finnst enn, að hann hefði átt að greiða þann kostnað úr eigin vasa - ekki úr Landskassanum greiðzlur þiggjandi þar að lútandi, svo fram komi / klárt og kvitt.

Einu ökustyrkir mínir um æfina; var Benzín kostnaður minn, þá jeg gengdi starfi Birgðavarðar hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar hf., á árunum 1983 - 1991, en þar vorum við, sem störfuðum hjá því afbragðs góða fyrirtæki að skapa RAUNVERULEG verðmæti, með vinnzlu og frágangi sjávarfangs til útflutnings:: reyndar.

Hvað hælisleitenda eftirgrennzlan Ásmundar varðar; þá átti hann að HAFA BEIN Í NEFI, til þess að fylgja þeim málum eftir, hvað fortíð alls lags fólks snerti - og snertir enn, sem hingað leitar:: oftlega, undir fölskum flöggum, sbr. þátttöku ýmissa útlendinga í alls konar glæpastarfsemi hjer á landi, með eða án þáttöku innfædds ruzlara lýðs hjerlendis - ekki síður.

Því miður; hvað Jón Gunnarsson snertir, voru vinnubrögð hans á áþekkum nótum, sem Guðrúnar Hafsteinsdóttur = mest í munninum bæði tvö, enda ekki að ástæðulausu, að Úlfar frændi minn Lúðvíksson Lögreglustjóri ykkar Suðurnesjamanna kallaði margsinnis eftir stuðningi ráðuneytis þeirra Jóns - og núna seinni misserin Guðrúnar um, að setja skorður við flæði alls lags rumpulýðs inn í landið um Sandgerðisflugvöll (oftlega kallaður Keflavíkur flugvöllur, þó gamla Miðneshreppi tilheyri) hið sama hefði átt að gilda um eftirlit á Seyðisfirði gagnvart Norðurlandaferjunni, en roludómur Jóns og Guðrúnar beggja er landsfrægur orðinn, hvað þessum málum viðvíkur, fornvinur góður.

Ekki síðri kveðjur; hinum fyrri, hjeðan úr Suðuramtinu /         

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.10.2024 kl. 23:07

10 identicon

. . . . þessu til viðbótar.

Semja mætti við Filippus VI. Spánarkonung; til óákveðins tíma, að Spánarstjórn ljeði Íslendingum cirka 2 - 300 manna liðssveit úr Guardía Civil, til þess að annast skikkanlega löggæzlu suður á velli - sem og austur á Seyðisfirði, þá fengju glæpa rummungarnir að finna til Tevatnsins, Stýrimaður góður.

Þessar frábæru sveitir; Guardía Civil voru stofnaðar á stjórnarárum Ísabellu II. Spánardrottningar (1833 - 1868) árið 1844 og hafa gegnt þýðingarmiklu hlutverki í Spænsku þjóðlífi - allar götur síðan:: og gera enn.

Guardia Civil | Line of Duty Wiki | Fandom

Civil Guard (Spain) - Wikipedia

ÓHH

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.10.2024 kl. 23:28

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sæll aftur Óskar Helgi, það er örugglega margt sem menn HEFÐU ÁTT að gera öðruvísi og betur á sínum tíma, ég get alveg tekið undir það en það á við alla og líka mig og þig en það getur víst enginn breytt fortíðinni og við verðum víst að sitja uppi með hana.  Eitt er víst að það er ýmislegt í minni fortíð sem ég myndi vilja breyta ef ég gæti, en sleppum því.  Það er einmitt það sem ég var að benda á AÐ ÞAÐ VAR ÞÓ JÓN GUNNARSSON SEM UNDIRBJÓ ALLT SEM ÍSDROTTNINGIN "ÞÓTTIST" HAFA GERT.  Jón Gunnarsson sagði að hann hefði ALDREI samþykkt það að stöðva brottvísun Palestínsku flóttamannanna (fatlaði strákurinn í hjólastólnum og foreldra  hans) eins og Ísdrottningin "klikkaði" á, hann lenti í svipuðu máli þar sem fatlaður maður var sendur úr landi og það kom mikill þrýstingur á hann að afturkalla brottvísunina en hann gaf sig ekki.  Mér er kunnugt um það að í stjórnartíð Jóns var eftirlitið á landamærunum stóraukið og einnig brottflutningur ólöglegra hælisleitenda og hef ég öruggar heimildir fyrir því en ég veit ekki til að mikið hafi verið gert í þessum  málum eftir að Ísdrottningin settist í ráðuneytið ENDA SJÁUM VIÐ HVERJUM VAR HENT "ÚT" ÞEGAR UPP VAR STAÐIÐ.

Ég er ekki viss um að EES samningurinn nái yfir það að Íslendingar hefðu HEIMILD til að semja við Spánverja um landamæragæslu hér á landi en hugmyndin er góðra gjalda verð.

Bestu kveðjur af Suðurnesjunum.

Jóhann Elíasson, 22.10.2024 kl. 07:03

12 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Jóhann.

Jeg hefði kannski átt að nefna fyrr; framkoma íslenzkra stjórnvalda gagnvart fatlaða fólkinu frá Palestínu var og er SIÐLAUS og ÓMANNESKJULEG, á allan máta.

Aulaskapurinn; að hleypa fólkinu inn í landið upphaflega - gefa því vonir um áframhald landvistar, svo og að draga á langinn skýr svör um framvindu þess hjer

á landi:: er fullkomin SIÐBLINDA

Og; gildir þá einu, hvort um Palestínumenn er að  ræða - Úkraínumenn eða fólk af öðru þjóðerni.

Allt öðru máli skiptir; hlaupa strákum ýmissa landa (líka: frá Mið- Austurlöndum, sem anarrs staðar frá) purrkunarlausan glæpalýð á senda STRAX til baka, á

kostnað viðkomandi flugfjelaga / eða þá ferjunnar eystra (Norrænu,) komi það lið þá leiðina.

Jón og Guðrún; hafa einfaldlega afhjúpað aulaleg vinnubrögð sín í þessum málum - og hafa sjer ekkert til afsökunar, fremur en þau önnur, sem farið hafa með

Dómsmálaráðuneytið, á undan þeim.

Svo; klár sje og kvitt: mín sfstaða, til þessarra mála.

Þakka þjer undirtektirnar; við minni uppástungu, varðandi Guardía Civil - við þurfum ekkert að ræða EES kjaptæðið:: undir Íslendingum sjálfum komið, að hafa

manndóm í sjer, til þess að segja upp þeim fáránleika, enda . . . .  verandi 65% Ameríkanar (landfræðilega og jarðfræðilega) eigum við erfitt með að rjettlæta

EES þjónkunina, eða þau samlanda okkar, sem snokin eru fyrir Brussel skrifræðinu: yfirleitt  !

Með sömu kveðjum; sem öllum áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.10.2024 kl. 20:54

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sæll aftur Óskar Helgi, misjafnt er álit manna.  FYRIR MÉR ER EKKERT AÐ FRAMKOMU ÍSLENSKRA STJÓRNVALDA VIÐ ÞETTA FATLAÐA FÓLK.  ÞAÐ Á ENGINN SKILYRÐISLAUSAN RÉTT Á HÆLI HÉR Á LANDI OG EF FÓLK UPPFYLLIR EKKI SKILYRÐI UM AÐ SETJAST HÉR AÐ VERÐUR ÞAÐ EINFALDLEGA AÐ FARA AF LANDI BROTT OG EKKI AÐ KOMA TIL LANDSINS AFTUR EFTIR AÐ ÞAÐ HEFUR VERIÐ SENT ÚR LANDI OG MEIRA AÐ SEGJA FENGIÐ MEÐ SÉR STÓRFÉ Í BÓNUS.

Við erum algjörlega sammála um að við þurfum að losna við þetta fjandans EES samningsskrímsli, sem er þjóðinni fjötur um fót og er bara til óþurftar og skaðræðis.....

Bestu kveðjur af Suðurnesjunum.

Jóhann Elíasson, 23.10.2024 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband