17.11.2024 | 10:08
"ENDURSKOÐUN" EES SAMNINGSINS ÞÝÐIR Í RAUNINNI "UPPSÖGN" SAMNINGSINS....
Því það vita það allir sem vilja vita að "endurskoðun" á EES samningnum yrði aldrei neitt annað en "hálfkák" og hætt við að það yrði farið í þá vinnu með "hangandi hendi" af ÖLLUM aðilum (þar er "skýrsla" Björns Bjarnasonar um kosti og galla EES samningsins, sem kom út fyrir nokkrum árum gott dæmi). Nú er virkileg þörf á því að gera aðeins skil á því hvers konar breytingar hafa orðið á eðli og starfsemi ESB frá því að EES samningurinn tók gildi og það þarfnast útskýringa við HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ AÐ EES SAMNINGURINN HEFUR EKKI TEKIÐ NEINUM BREYTINGUM Á ÖLLUM TÍMANUM OG ÞÁ ER ÉG AÐ TALA UM BREYTINGAR Á SAMNINGNUM FRÁ ÖLLUM SAMNINGSAÐILUNUM?
Þegar EES samningurinn var undirritaður, var um að ræða VIÐSKIPTASAMNING, sem átti að tryggja EFTA ríkjunum aðgang að sameiginlegum markaði Evrópu. Okkur Íslendingum var SELDUR þessi samningur á þeim forsendum að SJÁVARÚTVEGSVÖRUR YRÐU TOLLFRJÁLSAR en svo kemur í ljós að sjávarútvegsvörur hafa ALDREI verið tollfrjálsar. BER ENGINN ÁBYRGÐ Á ÞESSUM BLEKKINGUM???? Eins og ég sagði áðan þá var að um viðskiptasamning hafi verið um að ræða en þegar var verið að vinna að EES samningnum var þegar verið að vinna að breytingum á ESB, með hinum svokallaða Maastricht samningi sem var gerður árið 1992 en öðlaðist ekki gildi fyrr en mörgum árum síðar vegna þess að ríki ESB voru ekki sátt við hann en eftir að samningurinn hafði verið þvingaður í gegn var reglum ESB breytt í þá átt að samninga ESB þurfti ekki lengur að samþykkja EINRÓMA heldur ÞURFTI AÐEINS MEIRIHLUTASAMÞYKKI. En ekki var gerð nein breyting á EES samningnum. En stærsta breytingin á ESB varð árið 2009 með hinu svokallaða Lissabon samkomulagi, ekki hafði þáverandi Utanríkisráðherra Íslands, sem var á þessum tíma Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrir því að upplýsa landsmenn um þessa miklu breytingu á ESB, sem fór meira í þá áttina að verða pólitískt samband með mun meiri heimildir til framkvæmdastjórnar ESB til miðstýringar innan ESB landanna OG ÞÁ INNAN EES RÍKJANNA. Getur ekki verið að BÓKUN 35 sé ein af afleiðingum Lissabon sáttmálans, því þessi bókun var ekki inni í upphaflega EES samningnum NEMA ÞAÐ HAFI FARIST FYRIR AÐ BIRTA HANA EINS OG ER VÍST UM MARGT ANNAÐ VIÐKOMANDI ÞESSUM SAMNINGI??????
VERÐI EKKI GRIPIÐ TILRÁÐSTAFANA STRAX OG EINA RÁÐSTÖFUNIN SEM ER FÆR ER AÐ SEGJA EES SAMNINGNUM UPP, GLATAST SJÁLFSTÆÐI LANDSINS OG LANDSMENN VERÐA LEIGULIÐAR ESB. EN SVO ER SPURNINGIN HVAÐ VERÐUR UM ÍSLAND ÞEGAR ESB HRYNUR OG SAMBANDIÐ VERÐUR GERT UPP????????
Athugasemdir
Ég er sammála þessu, enda finnst mér það allt í lagi. Það veitir ekki af að endurskoða þessi mál öllsömul, en það verður tæpast hægt að gera nema að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn verði í stjórnarstólunum. Þessir ESB-flokkar munu ekki verða til þess, heldur bruna með okkur beint inn í ESB án þess að blikna eða blána og án þess að spyrja þjóðina nokkuð um, hvort hún vill tilheyra ESB eða ekki. Þetta getur bara ekki gengið svona lengur, eins og þetta er orðið með EES-samninginn og ESB-málin öllsömul. Það verð ég að segja.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2024 kl. 11:39
Ég er nefnilega smeykur um að Bjarni Benediktsson sé ekki allur þar sem hann er séður í þessum ESB málum. Þannig er mál með vexti að árið 2007 ( Áður en Bjarni varð formaður Sjálfstæðisflokksins), þá skrifaði Bjarni ásamt Illuga Gunnarssyni mikla LOFGREIN um ESB í Morgunblaðið. Síðan hann varð formaður Sjálfstæðisflokksins HEFUR HANN ALDREI VILJAÐ GEFA UPP AFSTÖÐU SÍNA TIL ESB. og það ætti að segja okkur eitthvað um hans afstöðu að þegar Inga Sæland lagði fram þingsályktunartillögu,þess efnis að AÐILDARUMSÓKNIN SÍÐAN Í JÚNÍ 209 YRÐI AFTURKÖLLUÐ, LAGÐIST BJARNI GEGN ÞEIRRI TILLÖGU..........
Jóhann Elíasson, 17.11.2024 kl. 12:12
Jahjarnahér! Hann gleymir því, að langafi hans, Benedikt Sveinsson, var sá, sem stóð að lýðveldistökunni 1944, var formaður lýðveldistökunefndarinnar, og barðist manna mest og best fyrir því, að Ísland yrði lýðveldi. Langafabarnið Bjarni heldur vel minningu hans á lofti eða hitt þó heldur með því að vllja, að Ísland missi frelsi sitt og lýðveldi, eða hitt þó heldur. Það mætti minna hann betur á þetta. Ef Bjarni hættir, þá tæki nú ekki betra við, þar sem Þórdís er annars vegar. Og þetta er flokkur, sem kennir sig við sjálfstæði landsins og var beinlínis stofnaður í kringum lýðveldiskröfu þjóðarinnar. Hvað verður eiginlega um flokkinn og stefnu hans í þessum málum, ef úrvalið er ekki meira en þetta og enginn lýðveldissini getur stjórnað flokknum? Haldið það sé nú! Ekki líst mér á blikuna. Ég get ekki annað sagt.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2024 kl. 13:33
Og ekki nóg með það Guðbjörg Snót, nú hafa svokallaðir "LAUMUKRATAR" yfirtekið Sjálfstæðisflokkinn, með fulltingi Bjarna Benediktssonar. Er ekki oft sagt að "SJALDAN FALLI EPLIÐ LANGT FRÁ EIKINNI"? En stundum virðast þau rotna eftir að þau falla til jarðar og liggja of lengi á jörðinni óhreyfð....
Jóhann Elíasson, 17.11.2024 kl. 14:03
Verstar eru samt lygarnar um svokallaðar "samningaviðræður" við ESB - einsog þetta séu tveir aðilar að komast að einhverju samkomulagi
Þegar einunigs er verið að ræða hversu hratt Ísland geti uppfyllt allar kröfur ESB um aðlögun og inngildingu.
Grímur Kjartansson, 17.11.2024 kl. 14:38
Komið þið sæl; Jóhann Stýrimaður og aðrir þínir gestir, hverjir geyma vila Stýriannsins síðu, og brúka !
Jóhann.
Með skýrum hætti; hygg jeg þig hafa tekizt að sannfæra hina mætu Guðbjörgu Snót um það meginatriði, að ekki
skuli treysta Bjarna Benediktssyni nje:: hvað þá Sigurði Inga Jóhannssyni fyrir nokkurt húshorn - hvað þá
hið þarnæsta, þá EES og Evrópusambandsmálin snertir:: hvorirtveggju þeirra sitja á svikráðum við íslenzkan
almenning í þeim efnum, sem þorra annarra mála.
Grímur.
Afbragðs skilmerkilegt; þitt skorinyrta innlegg til þessarrar umræðu, sem og vænta mátti áldeilis, ágæti
drengur.
Með beztu kveðjum; sem oftar og áður, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.11.2024 kl. 15:03
Já Grímur "INNLIMUNARSINNAR" vilja ekki að fólk viti að það er ekkert til sem heitir "SAMNINGAVIÐRÆÐUR við ESB HELDUR ER UM AÐ RÆÐA "AÐLÖGUNARVIÐRÆÐUR" því þegar eitthvert ríki sækir um aðild að ESB ÞÁ EIGA RÍKIN AÐ VITA REGLUR SAMBANDSINS OG ÞAÐ ER EINUNGIS VERIÐ AÐ TALA UM, EINS OG ÞÚ SEGIR RÉTTILEGA, HVERSU LANGAN TÍMA ÞAÐ TEKUR VIÐKOMANDI RÍKI AÐ UPPFYLLA REGLU SAMBANDSINS AÐ FULLU.....
Jóhann Elíasson, 17.11.2024 kl. 15:06
. . . . afsakið; helvítis prentvillurnar; hjer að ofan
hverjar slædduzt inn hjá mjer: óforvarandis.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.11.2024 kl. 15:08
Þakka þér kærlega fyrir innlitið og góð orð í minn garð. Enn held ég að ég geti tjáð mig nokkuð þokkalega og vonandi verður það eitthvað áfram.....
Jóhann Elíasson, 17.11.2024 kl. 15:10
Amen við öllu hér að ofan.
ps. inngildingin er nú þegar í fullum gangi og hefur verið í mörg ár.
Magnús Sigurðsson, 17.11.2024 kl. 15:59
Fjarri því, Óskar Helgi. Ég mun halda mig við Framsóknarflokkinn, eins og ég hef gert í tíu eða tólf ár, síðan ég gafst upp á Samfylkingunni og fékk nóg af Degi og þeim öllum. Ég mun kjósa Framsókn eins og fyrri daginn, enda finnst mér Sigurður Ingi, og ekki síst Lilja ágæt á margan hátt. Lilja er minn þingmaður, þar sem ég bý í kjördæminu hennar.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2024 kl. 16:14
Komið þið sæl; sem fyrr og áður !
Magnús.
Þakka þjer; Amen´ið sem og ábendinguna, með inngildingar fjandann.
Guðbjörg Snót.
Því miður, er Framsóknarflokkurinn svipur hjá sjón, síðan hinn mæti Jónas Jónsson
frá Hriflu (1885 - 1968) var formaður hans 1934 - 1944, fyrir utan öll þau þrekvirki
sem hann vann í þágu Samvinnuhreyfingarinnar og skólamálanna m.a., í landinu.
Jeg vona Guðbjörg Snót; sem og þau önnur samlanda okkar, sem ENNÞÁ taka mark á innhalds-
lausu loforða og Gylliboða snakki Sigurðar Inga Jóhannssonar og Lilju Alfreðsdóttur, að
þið snúið frekar til móts við Flokk fólksins - Lýðræðisflokkinn eða þá Miðflokkinn, allir
þessir þrír hafa þó snefil þjóðernis kenndar til að bera, sem og varðveizlu okkar menningar
sem farin er að láta á sjá, sökum gegndarlausrar alþjóðahyggju og frekari útlendinga væðingar
hjerlendis.
Með sömu kveðjum; sem endranær /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.11.2024 kl. 16:33
Bókun 35 var hluti af EES samningnum frá upphafi og það er fjallað um hana í greinargerð með frumvarpi til laga um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993. Hún getur því ekki hafa verið afleiðing Lissabon sáttmálans sem var gerður löngu seinna eða árið 2007.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.11.2024 kl. 20:48
Þá hefur "GLEYMST" að birta hana í upphafi Guðmundur, það er nokkuð víst að ef hún hefði verið inni í samningnum í upphafi hefði hann ALDREI verið samþykktur...........
Jóhann Elíasson, 17.11.2024 kl. 21:14
Nei það gleymdist ekkert að birta hana, hún var birt með samningnum á sínum tíma eins og allir aðrir viðaukar við hann. Hún var aftur á móti ekki réttilega innleidd í íslensk lög með meginmáli samningsins, eins og hefði þó þurft að gera til að standa við samninginn.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.11.2024 kl. 21:32
Guðmundur, hvar var BÓKUN 35 BIRT????? Þú veist það ósköp vel að hún er ekki inni í samningnum sjálfum þar sem hún HEFÐI átt að vera samkvæmt venju......
Jóhann Elíasson, 18.11.2024 kl. 04:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.