HVAÐA "PABBABRANDARI" ER EIGINLEGA Í GANGI??????

Hvar í veröldinni dettur nokkrum í hug að hafa stýrivextina í 8,5% þegar ársverðbólga mælist innan við 4,0%??  Fyrir utan það að það er fyrir nokkrum áum búið a sanna það að EKKERT samband sé á milli stýrivaxtastigs og verðbólgu.  Ég var nú aðeins að lesa lauslega yfir lögin um Seðlabanka Íslands (lög 92/2019).  Það sem ég tók fyrst eftir er hversu lögin eru illa samin og óljós, sem gerir það að verkum að ÞAÐ ER LÍTIÐ MÁL AÐ "TÚLKA ÞAU ÚT OG SUÐUR OG JAFNVEL NORÐUR OG NIÐUR".  ÉG SÁ ÞAÐ HVERGI Í ÞESSU LÖGUM AÐ SEÐLABANKA ÍSLAND VÆRI GEFI HEIMILD TIL ÞESS AÐ STJÓRNA VAXTASTIGINU Á ÍSLANDI EN ÞAÐ ER HÆGT AÐ "TÚLKA ÞAU ÞANNIG".  En það sem er vitað er það AÐ STÝRIVAXTASTIGIÐ HEFUR ENGIN ÁHRIF Á VERÐBÓLGUNA.  Seðlabanki Íslands hefur HEIMILD til verðbréfútgáfu, sem að mati margra hagfræðinga hefur mun meiri áhrif á verðbólguna en stýrivaxtastigið og svo er annað "VERKFÆRI sem Seðlabanki Íslands hefur en það er BINDISKYLDAN en að mati margra hagfræðinga og annarra er það ÖFLUGASTA verkfærið í "verkfærakistu" Seðlabanka Íslands.  Bæði verðbréfútgáfan og bindiskyldan eru mun sterkari í baráttunni við verðólgunni en hvort tveggja krefst mun meiri vinnu og er flóknara í framkvæmd en stýrivaxtastigið sem hefur svipuð áhrif á verðbólguna eins og að skvetta vatni á gæs..........

 


mbl.is Stýrivextir lækkaðir um 0,5 prósentustig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Jóhann.

Þegar þú segir "vaxtastig á Íslandi", hvað áttu þá nákvæmlega við? Vextir eru mismunandi á innlánum, útlánum, skuldabréfum og misjafnir eftir því hver greiðir þá.

Vextir eru almennt séð samningsatriði. Ég og þú mættum semja um hvaða vexti sem er í frjálsum viðskiptum okkar á milli. Seðlabankinn ræður engu um það.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.11.2024 kl. 15:10

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Allt þetta mix með vexti seðlabankans er bara seðlabankastjóri að sýnast vera einhver nauðsynleg fígúra.

Hann er bara einn af mörgum ríkistarfsmönnum sem m´tti skipta út fyrir ChatGTP.  Eða bara hreinlega ekkert.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.11.2024 kl. 15:31

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur, þú veist það alveg jafnvel og aðrir að vextir hér á landi stjórnast af stýrivöxtunum.  Það er mesti misskilningur hjá þér að vextir séu samningsatriði.  REYNDU AÐ FARA INN Í BANKA OG "SEMJA" UM VEXTI Á LÁNI, SEM ÞÚ ÆTLAR AÐ TAKA.......

Jóhann Elíasson, 20.11.2024 kl. 15:49

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna hitti þú "naglann"á höfuðið Ásgrímur......

Jóhann Elíasson, 20.11.2024 kl. 15:52

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jóhann, ég þykist alveg vita hvað þú ert að fara og ég skil svar þitt þannig að að þú sért að meina vexti á lánum til almennings.

Vextir á lánum til almennings eru ákveðnir af þeim sem veita lánin, svo sem bönkum, lífeyrissjóðum o.s.frv. Þeim ber engin skylda til að fylgja vöxtum Seðlabankans við þær ákvarðanir og Seðlabankinn hefur ekkert eiginlegt boðvald yfir þeim. Að því sögðu hafa vextir á lánum til almennings vissulega tilhneigingu til ákveðinnar fylgni við vexti Seðlabankans og það er sú fylgni sem ég held að þú sért að vísa til ef ég skil þig rétt.

Punkturinn hjá mér er sá að í staðinn fyrir að einblína á að Seðlabankinn "stjórni" vöxtum á lánum til almennings, sem hann gerir ekki með beinum hætti, þá ætti umræðan kannski frekar að beinast að því hvers vegna bankar og aðrir sem veita almenningi lán hafa eins mikla tilhneigingu og raun ber vitni til að fylgja ákvörðunum Seðlabankans, þegar þeim ber engin skylda til þess? Það er engin afsökun að benda á einhver annan og segjast bara hafa verið að apa eftir honum.

Ef þeir sem ákveða vextina á lánum almennings (bankar, lífeyrissjóðir o.fl.) myndu ekki apa eftir vaxtaákvörðunum Seðlabankans, þá væri mér slétt sama hvað Seðlabankinn ákveður. Þurfum við ekki einfaldlega að rjúfa þessi tengsl sem eru bara huglæg og alls ekkert lögmál?

Guðmundur Ásgeirsson, 20.11.2024 kl. 16:13

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta með stýrivextina er skollaleikur Jóhann, -bönkunum til hagsældar.

Því eins og þú hefur margoft bent á þá væri bindiskyldan skilvirkari ef meiningin væri að ná niður verðbólgunni.

Í rauninni er það eina, sem þarf til að ná hratt niður verðbólgu, -að verðtryggja launin þegar verðbólgan fer yfir verðbólgu markmið.

Magnús Sigurðsson, 20.11.2024 kl. 16:25

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur Seðlabankinn stjórnar engu- honum er stjórnað, eins og ég segi í færslunni þá eru lögin um Seðlabankann síður en svo mjög ljós og við erum látin halda að Seðlabankinn "STJÓRNI" stýrivaxtastiginu hér á landi.  Það sem þarf fyrst og fremst að gera er að STÖÐVA peningaframleiðslu bankanna og þar er sterkasta vopnið BINDISKYLDA og um leið lækkar verðbólgan svo um munar, n einhverra hluta vegna virðist VIRÐIST EKKI MEGA HÆKKA bindiskylduna?  Ég held að við séum nokkurn vegin á sömu blaðsíðunni Guðmundur........

Jóhann Elíasson, 20.11.2024 kl. 20:28

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já ég held að við séum á sömu eða svipaðri blaðsíðu, sérstaklega um að það þurfi að stöðva peningaframleiðslu bankanna. Seðlabankinn stjórnar henni alls ekki þó að við (almenningur) séum gjarnan látin halda það.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.11.2024 kl. 20:47

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér kærlega fyrir innlitið Magnús.  Ég vil hrósa þér fyrir að ÞORA að segja af því að þú viljir VERÐTRYGGJA LAUNIN LÍKA, ekki BARA SKULDIRNAR.  Ég er búinn að vera að velta þessu lengi fyrir mér og hef komist að þessari sömu niðurstöðu og þú en hef ekki ÞORAÐ að tala um það,nema ég vil ekki binda þetta við veðbólgustigið en kanski væri það betra til að veita stjórnvöldum aðhald.  Það að verðtryggja aðeins skuldirnar skapar ójafnvægi í hagkerfinu og til að "lagfæra" þetta er gripið til "aðgerða" sem ekki virka eins og þau eiga að gera (það hefur litla þýðingu að setja plástur á svöðusár)....... .

Jóhann Elíasson, 20.11.2024 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband