KANNSKI VERÐUR HÆGT AÐ NOTA ÞESSAR "LEIÐBEININGAR TIL AÐ ÁKVEÐA SIG.

Jæja það er ekki seinna að vænna að fara að undirbúa sig fyrir kosningarnar núna 30 nóvember og skoða hvað er í boði og hvernig (að mínu mati) flokkarnir hafa staðið sig á yfirstandandi kjörtímabili og til hvaða „afreka“ þeir eru líklegir:

 

kosningaloforðinSJÁLFSTÆÐISFLOKKUR:  Sú var tíðin að  þessi flokkur bar höfuð og herðar yfir ALLA aðra stjórnmálaflokka á Íslandi og virtist hafa hagsmuni lands og þjóðar í fyrirrúmi í sínum gjörðum og margt mjög gott sem þessi flokkur stóð fyrir.  En þetta er liðin tíð og stóryrt slagorð eins og BÁKNIÐ BURT og STÉTT MEÐ STÉTT ásamt ýmsu fleiru er hjómið eitt í dag og algjörlega merkingarlaust.  Rétt er að minna á það að núverandi formaður flokksins ásamt öðrum þingmanni flokksins Illuga Gunnarssyni, þáverandi þingmanni flokksins og fyrrum Menntamálaráðherra, lofgrein í Morgunblaðið, um ESB (það skal tekið fram að þetta var árið 2006 og þá var Bjarni Benediktsson EKKI orðinn formaður flokksins) EN SÍÐAN ÞETTA VAR HEFUR BJARNI BENEDIKTSSON ALDREI GEFIÐ UPP AFSTÖÐU SÍNA TIL ESB. EINA SEM HANN SEGIR ER „AÐ ESB AÐILD SÉ EKKI Á DAGSKRÁ NÚNA“ og ekki fæst hann til að afturkalla umsókna um aðild að ESB, sem var send til Brüssel í júní 2009, bara það vekur upp efasemdir um heilindi hans í þessum málum.

"KLIKKIÐ" Á MYNDINA TIL AÐ STÆKKA HANA

Sannir SJÁLFSTÆÐIMENN hljóta að vilja gleyma þessu kjörtímabili (þar sem ekki tókst einu sinni að klára þrjú ár af kjörtímabilinu) og ekki var kjörtímabilið á undan mikið skárra (þó að tekist hafi að klára það), sem allra fyrst flokkurinn var undir „járnhæl“ VG mest allt kjörtímabilið og ástandi bara versnaði á kjörtímabilinu á eftir og endaði að sjálfsögðu  með  því að upp úr sauð og sem dæmi má nefna að Bjarni (formaður flokksins) lét Kötu litlu svínbeigja sig varðandi þá kröfu að Sigríður Andersen færi frá vegna þess að hún vildi standa í lappirnar í hælisleitendamálunum og Umhverfisráðherra fékk nokkurn veginn alveg að leika lausum hala.  Það var ekki fyrr en HÁLENDISÞJÓÐARÐURINN kom til umræðu að flokkurinn tók aðeins við sér og stöðvaði það mál enda farið að hilla í annað kjörtímabil.   Margt fleira væri hægt að tína til en þetta er nú þegar orðið of langt um þennan flokk (það verður að búast við því að einhver eigi eftir að nenna að lesa þetta).  En Kata litla var komin á „bragðið“ með að hægt væri að láta Bjarna „dansa“ eftir sínu höfði og hún beitti við það „kænsku“ og „ósvífni“ í bland og varð bara ágætlega ágengt.  En svo sá hún að hún var alveg komin með flokkinn „út í skurð“ og ákvað að forða sér úr pólitíkinni og fara í FORSETAFRAMBOÐ, það virðist ekki hafa verið mikil alvara á bakvið það því hún TRYGGÐI SÉR STUÐNING SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS þar og eins og sagan hefur sýnt þá náði hún  EKKI  kjöri í embættið.  VG liðar héldu svo landsfund sinn í haust og kusu  þar nýjan formann og þar var Svandís Svavarsdóttir sjálfkjörin því enginn VOGAÐI sér að fara í framboð á móti henni.  Hún ætlaði að  taka upp „þráðinn“ þar sem Kata sleppti honum, en um leið átti að beita meiri hörku.   Það fór eins og menn grunaði, strax á landsfundinum fór hún að boða stjórnarslit, en hún boðaði það einnig að HÚN ætlaði að  STJÓRNA TÍMASETNINGUNNI á þeim.  En loksins gafst Bjarni Benediktsson upp  og sýndi að hann er ekki eingöngu með BRJÓSK í nefinu  og SLEIT ÞESSU STJÓRNARSAMSTARFI, sem hann hefði átt að vera búinn að gera fyrir löngu síðan.  Þarna var Bjarni  Benediktsson með „pálmann“ í höndunum í nokkra daga en honum tókst að „KLÚÐRA“ því og það  rækilega.  Því tækifæri var algjörleg „KLÚÐRAГ þegar raðað var á framboðslista flokksins á landinu, hann losaði sig við menn sem mest og best höfðu unnið eftir Sjálfstæðisstefnunni og FESTI „LAUMUKRATANA“´ innan flokksins eins og til dæmis Utanríkisráðherrann, en sennilega hefur enginn stjórnmálamaður  unnið landinu meira ÓGAGN en hún.

Niðurstaðan er sú að ég get ekki með nokkru móti séð að þessi  flokkur komi nokkuð til með að breytast þannig að hann eigi það skilið að maður fórni sínu atkvæði í hann.

 

FRAMSÓKNARFLOKKUR:  Hvað er hægt að segja um hann?  Kannski er fátt um hann að segja nema að hann er þarna.  Ráðherrar flokksins hafa siglt nokkuð lygnan sjó á kjörtímabilinu nema Ásmundur Einar Daðason hefur verið að færa sig upp á skaftið í. Því að skrifa undir sýnarmennsku VILJAYFIRLÝSINGAR og virðist vera að hann ætli að  komast upp  með  það. En formaður flokksins lét borgarstjórann teyma sig á „asnaeyrunum“ allt kjörtímabilið varðandi þennan SAMGÖNGUSÁTTMÁLA og verður ekki séð fyrir endann á þeirri vitleysu allri og ekki virðist maðurinn geta tekið af skarið með Reykjavíkurflugvöll heldur.  KANNSKI AÐ EITTHVAÐ SÉ TIL Í  ÞVÍ AÐ FRAMSÓKNARFLOKKURINN SÉ OPINN Í BÁÐA ENDA?  En nú virðist farið að bera á ÞREYTU hjá formanninum því hann ákvað að láta Höllu Hrund Logadóttur eftir ODDVITASÆTIÐ í Suðurkjördæmi.  Hvort hann hefur haldið að sú  aðgerð myndi „lagfær“eitthvað stöðu flokksins, sem er vægst sagt slæm samkvæmt „skoðanakönnunum“, en flestir vilja meina að með þessu sé hann að skapa sér „flóttaleið“ út úr pólitíkinni.

Niðurstaðan er sú að ég get ekki með nokkru móti séð að þessi  flokkur komi nokkuð til með að breytast þannig að hann eigi það skilið að maður fórni sínu atkvæði í hann.

VINSTRI HREYFINGIN GRÆNT FRAMBOÐ (VG):  Alltaf þegar þessi flokkur hefur gengið gjörsamlega fram af manni og maður hélt að ekki yrði lengra komist... bætist eitthvað við sem „toppar“ það sem áður hafði komið.  Og þannig hefur þetta kjörtímabil verið.  Það sem  hefur verið mest áberandi hjá þeim er hversu ALLT er öfgafullt í öllum þeirra málum.  Fyrst skal nefna loftslagsmálin, „jafnréttismálin“ og FÓSTUREYÐINGARMÁLIN hjá fyrrverandi Forsætisráðherra, umhverfismálin hjá Umhverfisráðherra og þráhyggjuna hjá Heilbrigðisráðherra gagnvart EINKAREKSTRI HVERS KONAR í heilbrigðiskerfinu og hvað henni gekk til í samningunum við lyfjarisana í „bóluefnasamningunum“ verður sennilega hulin ráðgáta um aldur og ævi, takist núverandi ríkisstjórn að halda öllum gögnum þessa máls leyndum eins og virðist vera staðfastur vilji stjórnvalda og meðreiðarsveina.  En svo kom „SEINNA“  kjörtímabilið hjá þessari ríkisstjórn og sem betur fer urðu nokkrar breytingar á skipan ráðuneyta en alls ekki nægar.  Guðmundur Ingi Guðbrandsson „missti“ Umhverfis- og Orkumálin komst í staðinn í  Félagsmálin og var þar eins og „óður hani í mannaskít" og það var engu líkara en að eina málið sem hann hélt að  þyrfti að sinna væru málefni hælisleitenda, annað skipi engu máli.

Niðurstaðan er sú að ég get ekki með nokkru móti séð að þessi  flokkur komi nokkuð til með að breytast þannig að hann eigi það skilið að maður fórni sínu atkvæði í hann.

 

Nú er ég búinn að  fjalla lítillega um núverandi ríkisstjórnarflokka og samkvæmt þessari litlu yfirreið um verk þeirra á kjörtímabilinu er nokkuð ljóst að þeir ríða ekki feitum hesti eftir þessa yfirferð.  Allir þekkja mína afstöðu til „fiskveiðistjórnunarkerfisins“ og ég get ekki með nokkru móti séð   að þessir flokkar afi vilja eða getu til að gera nokkrar breytingar á þessu kerfi, hvorki til góðs né ills.  Og það sama er hægt að  segja um mörg önnur mikilvæg mál.

Þá ætla ég að færa mig yfir í stjórnarandstöðuflokkana, sem eiga sæti á Alþingi og svo ætla ég aðeins að koma inn á þá flokka sem hyggja á framboð í haust.

SAMFYLKINGIN:  Upphaflega var þessi flokkur settur saman úr Alþýðandalaginu, Alþýðuflokki og Kvennalista ásamt ýmsum vinstri flokksbrotum sem fengu að fylgja með.Allt frá því að Samfylkingin var stofnuð hefur farið fram mikil valdabarátta þarna innandyra, til að byrja með náðu Kvennalistakonur ásamt Alþýðubandalagsfólkið þarna yfirhöndinni og framanaf leit útfyrir að flokksmenn ætluðu að sættast við þau öfl sem voru búin að koma sér fyrir í stjórn flokksins.  En þá færðust átökin undir yfirborðið og Alþýðubandalagsfólkið losaði sig við Kvennalistakonurnar úr stjórn flokksins (sendu  Ingibjörgu Sólveigu til Kabúl til að gera konur það að femínistum og vinna að „jafnrétti“ þar 😉).  Þegar Allaballarnir voru búnir að koma Kvennalistanum út snéru þeir sér að Krötunum, það gekk nú aðeins hægar fyrir sig en tókst loksins, þeir losnuðu við þann síðasta á þessu kjörtímabili.  En hingað til hefur Samfylkingin ekkert mátt vera að því að sinna starfi sínu sem stjórnarandstöðuflokkur því það hefur allt „LOGAГ stafnana á milli í innanhússátökum.  Stefnumálin hafa nú heldur ekki verið upp á marga fiska en helsta og lengi vel eina málið, var að koma Íslandi inn í ESB en eftir að fylgið við það mál næstum hvarf þá bætti flokkurinn lotslagsmálunum við og að fjölga hér hælisleitendum.  En Kristrún Frostadóttir hefur ekki átt sjö dagana sæla við stjórnvölinn þarna hjá Samfylkingunni því hér var „GAMLA SAMFYLKINGIN“ komin fram á sjónarsviðið og farin að minna hressilega á sig (Össur, Ingibjörg Sólrún, Dagur og fleiri), það sést nú á ´best á því þegar Guðmundi Árna Stefánssyni var „BOLAГ úr oddvitasætinu í Suðvesturkjördæmi fyrir Ölmu Möller, sem ég tel að hafi verið mikil mistök.

Eins og ég hef gefið til kynna í skrifum mínum þá hefur flokkurinn verið því sem næst ósýnilegur allt þetta kjörtímabil og það hvarflar ekki að mér eitt augnablik að SÓA atkvæði mínu á þennan flokk.

 

VIÐREISN: þá er komið að „LAUMUKRÖTUNUM“ sem voru í Sjálfstæðisflokknum, en það má þó segja þeim það til hróss að þau viðurkenndu fyrir sjálfum sér og öðrum hver þau voru en það eru ennþá margir „LAUMUKRATAR“ eftir í Sjálfstæðisflokknum. Þetta fólk hefur fylkt sér um EITT MÁL sem er AÐ KOMA ÍSLANDI Í ESB en þessu máli fylgir eitt málefni en það er gjaldmiðillinn EVRA, sem þetta fólk telur hina einu sönnu lausn á ÖLLUM vanda landsins.  Það skrítna er að einhverra hluta vegna láta nokkuð margir blekkjast af lýðskrumi þessa fólks og meira að segja hef ég séð þarna „sprenglærða“ hagfræðinga innan þessa hóps en það vekur upp spurningar um hvort námið hafi nokkru skilað til viðkomandi.

Niðurstaðan er einföld ÞESSI FLOKKUR ER  EKKERT FYRIR MIG OG ÉG MUN EKKI KJÓSA HANN EN SÍÐASTI VITLEYSINGURINN ER GREINILEGA EKKI ENN FÆDDUR.SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNUM..

 

MIÐFLOKKUR:  Allir vita hvernig þessi flokkur kom til og að mörgu leiti kom þessi flokkur með ferskan blæ inn í Íslensk stjórnmál.  Flokkurinn vann mög gott ver í hinu svokallaða „ORKUPAKKAMÁLI“og Þingmaður flokksins, Þorsteinn Sæmundsson á heiður skilinn fyrir baráttu sína við að REYNA að koma því fram í dagsljósið hverjir fengu uppboðsíbúðir  Íbúðalánasjóðs á BRUNAÚTSÖLU EFTIR „HRUNIГ (ránið), en þetta hefur ekki enn tekist.  Og nú er útlit fyrir það að hann sé að koma aftur inn á þing og er víst að það verður mikill fengur af því  að fá hann aftur inn.  Ekki hefur Sigmundi Davíð enn tekist að láta almenning vita hver stefnan sé í sjávarútvsgsmálunum eftir það að hann lét það flakka, í útvarpsviðtali, að „hann“ áliti að kvótinn væri EIGN þeirrar útgerðar sem honum hefði verið úthlutað.

Því miður held ég að þessi flokkur hafi fjarlægst mín sjónarmið það mikið að ég reikna ekki með að ljá honum atkvæði mitt í þetta skipti.

 

PÍRATAR:  Þar er kominn flokkur, sem hefur tekist fullkomlega að  blekkja fólk til fylgis við sig með því að halda því fram að þeir vilji hafa ALLT UPPI Á BORÐUM OG ENGA LEYND YFIR NEINU OG SEGJAST BERJAST GEGN SPILLINGU.  Til þess að leggja áherslu á þessi mál sín hafa þeir verið „duglegir“ að mæta í pontu Alþingis og „talað mikið en sagt mög lítið og gert ennþá minna“ ÞAÐ KOMA MARGAR SPURNINGAR FRÁ ÞEIM EN ENGAR SEM SKIPTA MIKLU MÁLI.  En samt sem áður eru einhverjir sem láta enn blekkjast af fagurgalanum og kjósa þá.  Þarna er, að mínu mati, kominn ekta „POPÚLISTAFLOKKUR“ og kannski fær  hann einhver atkvæði út á það en þeim virðist fara fækkandi sem haf trú á að þetta fólk eigi eftir að gera nokkuð af viti og sumir ganga svo langt að eftir þessar kosningar verði loki þeirra veru á Alþingi Íslendinga og það er alveg öruggt að ekki fá þeir atkvæði frá mér.

 

FLOKKUR FÓLKSINS:  Þetta er „nýjasti“ flokkurinn á Alþingi og er svo sannarlega hægt að segja að þingmenn hans hafi komið með ferskan blæ þangað inn og virkilega hægt að segja að þessi flokkur hafi komið málefnum aldraðra og öryrkja á dagskrá, þótt árangurinn hafi ekki verið mikill enda flokkurinn í stjórnarandstöðu.  ÉG FURÐA MIG Á ÞVÍ AÐ ALDRAÐIR OG ÖRYRKJAR SKULI EKKI FLYKKJAST UM ÞENNAN  FLOKK ÞVÍ ÞESSI FLOKKUR ER SÁ EINI Á ALÞINGI SEM HEFUR EITTHVAÐ GERT FYRIR ÞESSA HÓPA.  Ýmsir aðrir (og ég held allir aðrir) hafa komið með loforð fyrir kosningar, sem hafa svo strax verið svikin þegar þeir eru komnir að „kjötkötlunum“.  Eitt held ég að geti reynst Flokki Fólksins „fjötur“ um fót en hefur líka að sum leiti reynst styrkleiki hans, en það er að þar er Inga Sæland  við stjórnvöldin og þar fer ENGINN ekki einu sinni á kló.settið án þess að hún gefi heimild til þess

Flokkur Fólksins er ekki líklegur til að‘ hljóta mitt atkvæði 30. Nóvember næstkomandi.

 

Í þessum pistli mínum hef ég talað um þá flokka sem eru á Alþingi  (það skal tekið fram að þetta er ALLT skrifað út frá mínu sjónarhorni og ég ætlast ALLS ekki til að allir séu mér sammála).  Hafi ég gleymt að fjalla um einhvern flokk biðst ég afsökunar á því.  En ég á eftir að fjalla um þá þrjá stjórnmálaflokka, sem ætla sér að komast inn á Alþingi Íslendinga í kosningunum 30. nóvember.

 

SÓSÍALISTAFLOKKURINN:  Þetta eru aðrar kosningarnar þar sem Sósíalistaflokkurinn geri tilraun til að  komast á þing og samkvæmt skoðanakönnukönnunum eru líkur á að það takist í þetta sinn.  En sagt er að það hafi hverir sinn „djöful“ að draga og „djöfull“ Sósíalflokksins heitir Gunnar Smári Egilsson.  Hans“saga“ er ekki þess leg að hún dragi marga til fylgis við Sósíalistaflokkinn.  Þá varð ég fyrir miklum vonbrigðum     þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir lýsti því yfir að hún vildi þjóðnýta útgerðina og helst eitthvað fleira, ég hélt að svona hugmyndir tilheyrðu bara Maturo og svoleiðis mönnum.  En sennilega njóta Sósíalistar góðs af óvinsældum VG um þessar mundir en mitt atkvæði rennur örugglega ekki þangað.

 

LÝÐRÆÐISFLOKKURINN:  Þetta er eina framboðið sem beinlínis ætlar að standa vörð um lýðræði landsins og máfrelsi í landinu.  Þar af leiðandi er mér lífsins ómögulegt að skilja slakt gengi flokksins í „skoðanakönnunum“.  Getur verið  að við séum orðin svo „DOFIN“ og „SINNULAUS“ vegna þess hve stjórnmálamennirnir og Alþingi yfirleitt hefur verið lélegt og máttlaust að þess vegna séum við bara hætt að gera ráð fyrir að ástandið geti nokkuð lagast?  Mér brá mikið þegar málsmetandi maður sagði við mig: „EF LÝÐRÆÐISFLOKKURINN KEMUR MÖNNUM Á ÞING OG KEMST TIL ÁHRIFA, ÞÁ MUN ÉG STYÐJA HANN“  EN TIL ÞESS VERÐUR AÐ KJÓSA FLOKKINN ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ ÆTLAST TIL AÐ AÐRIR GERI ÞAÐ BARA.  Ég er ákveðinn í að atkvæðið mitt rennur þangað og er búinn að vera nokkuð lengi.

 

ÁBYRG FRAMTÍÐ:  Þarna er kominn flokkur, sem aðeins býður fram í EINU kjördæmi Reykjavíkurkjördæmi suður.  Málefnin sem þessi flokkur berst fyrst og fremst fyrir er að COVID 19 tímabilið verði „GERT UPP“ og hulunni verði svipt af „umframdauðsföllunum“ og dauðsföll og alvarleg veikindi, sem hltust af "sprautunum, viðurkennd verði öll þau mannréttindabrot sem voru gerð  á þessum tíma.  Þar sem þetta framboð stendur ekki til boða í mínu  kjördæmi fá þau ekki mitt atkvæði en ef aðstæður hefðu verið aðrar er aldrei að vita.

Nú hef ég lokið við að fara yfir nokkur atriði hjá ÖLLUM framboðunum í haust en ef ég hefði farið yfir allt sem ég vildi nefna heði þetta orðið alveg gífurlega LANGT og finnst mér alveg nóg um lengdina á þessu nú þegar.  Ég vona að  einhverir nenni að lesa þetta og jafnvel að einhverjir hafi af því „GAGN OG GAMAN“.  Ef ég hef gleymt einhverju framboði biðst ég velvirðingar..........


mbl.is Tíðindi í nýrri könnun: Framsókn út af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband