"SÆLURÍKJASAMBANDIÐ ESB“ – EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR.......

Nú þegar hættan á því að INNLIMUNARFLOKKARNIR  (Viðreisn og Samfylkingin) komist í  þá aðstöðu að geta jafnvel „troðið“ Íslandi í ESB og það á grundvelli þeirra lyga sem þessir flokkar hafa haft uppi um ESB og „kosti“ þess að vera í þeim félagsskap (reyndar skal því haldið til haga að Samfylkingin hefur dregið mjög mikið úr þessum lygum og áróðri síðustu mánuði en Viðreisnarfólk hefur BÆTT stórlega í upp á síðkastið).  Hér á eftir ætla ég að fara lauslega yfir þau mál og RANGFÆRSLUR sem þetta lið fer helst með:

 

VERÐTRYGGING:  INNLIMUNARSINNAR hafa verið ötulir við að halda því fram að ef við værum í ESB mundum við „LOSNA“ við verðtryggingu, því hún væri ÓLÖGLEG í ESB og því BÖNNUÐ.  Ég hef því eytt miklum tíma í að leit á heimasíðum ESB og Seðlabanka Evrópu (ECB) og ekki fundið minnst á verðtryggingu á einum einasta stað á hvorugri heimasíðunni.  Þarna er fyrsta lygi þeirra afhjúpuð og ekki sú síðasta.  Og svo hefur það nokkuð oft komið fram að ef verðtryggingin yrði tekin af þá yrðu LÍFEYRISSJÓÐIRNIR GJALDÞROTA og ekki hef ég séð NEINA LAUSN á þessu máli hjá INNLIMUNARSINNUM. Frekar en öðrum málum.

 

VEXTIR OG STÝRIVEXTIR:  INNLIMUNARSINNAR tala mikið um það að ef við göngum í ESB, verði hér „EVRÓPSKIR VEXTIR“ en hvað eru „Evrópskir vextir“?  Jú Seðlabanki Evrópu (ECB) reiknar reglulega út MEÐALVAXSTASTIG ALLRA ESB landanna og einnig MEÐALSTÝRIVAXTASTIGIÐ og það eru þessir „EVRÓPUVEXTIR“ sem  er verið að tala um.  Það gefur auga leið að það geta ekki verið sömu vextir í  Ungverjalandi, sem er með 11% verðbólgu og svo aftur í Hollandi þar sem er víst verðhjöðnun (mér tókst nú ekki að finna út nákvæmar tölur yfir hversu mikil hún er).  Síðast þegar ég skoðaði voru „MEÐALSTÝRIVEXTIR Í EVRÓPU“ 3,5%, sem eru víst „Evrópuvextir“ hjá INNLIMUNARSINNUM en þeir „gleyma“ einum mikilvægum hlut STÝRIVEXTIR ERU EKKI ALMENNIR VEXTIR.  Þeir  hika ekki við að blanda saman stýrivöxtum og almennum vöxtum ef þeir halda að það geti stutt við málstaðinn (það viðist vera mjög einfalt að bæta við lygina, þegar menn á annað borð eru byrjaðir að ljúga).

 

VERÐBÓLGA:  Það  sama er hæg að  segja um verbólguna, Seðlabanki Evrópu (ECB) reiknar út MEÐALTALSVERBÓLGUNA Í ÖLLUM ESB löndunum og það er VERÐBÓLGAN sem INNLIMUNARSINNAR segja að sé í Evrópu.  Verðbólgan í Evrópu er víst (að þeirra sögn) 3,1% og þá vísa ég bara til ástandsins í Ungverjalandi annars vegar og hins vegar í Hollandi.  Eitt skulum við hafa í huga það er sagt að enn hafi hvert og eitt ríki innan ESB efnahagslegt sjálfstæði en það eru miklar „blikur“ á lofti í þeim efnum og eitt af því sem ætti að hringja viðvörunarbjöllum er það að Evrópski Seðlabankinn (ECB) skuli framkvæma þessa útreikninga.

 

EVRA:  Ein helsta „TÖFRALAUSN“ INNLIMUNARSINNA á efnahagsvanda okkar Íslendinga en einhverra hluta vegna „gleyma“ þeir alltaf að tala um þau „SKILYRÐI“ sem lönd þurfa að uppfylla til þess að „FÁ“ að taka upp evru sem gjaldmiðil (kannski það sé ástæðan fyrir því að aðeins 19 af 27 ríkjum sambandsins eru með evru sem gjaldmiðil sinn?).

En væri ekki ráð að skoða aðeins hver skilyrðin fyrir upptöku evru eru?

  • FYRSTA SKILYRÐIÐ ER AÐILD AÐ ESB.
  • GENGIÐ ÞARF AÐ HAFA VERIÐ STÖÐUGT Í ÞRJÚ ÁR.
  • VEXTIR Á LANDINU ÞURFA AÐ HAFA VERIÐ UNDIR 4,5% Í ÞRJÚ ÁR.
  • VERÐBÓLGA ÞARF AÐ VERA UNDIR 4,5% Í MINNST ÞRJÚ ÁR.

 

AÐ ÞESSUM SKILYRÐUM UPPFYLLTUM ER BARA EKKI NOKKUR ÁSTÆÐA TIL ÞESS AÐ TAKA UPP EVRU, HVORKI Á ÍSLANDI EÐA NOREGI.  Svo er önnur spurning sem hlýtur að koma upp hjá mönnum; HALDA INNLIMUNARSINNAR AÐ EVRAN VERÐI ÁN KOSTNAÐAR EF HÚN YRÐI TEKIN UPP, EN KANNSKI VILJA INNLIMUNARSINNAR MEINA AÐ VIÐ ÞYRFTUM EKKERT AÐ BORGA FYRIR HANA?  Þannig að fyrst þyrftum við að  sjá til hvernig „aðlögunarviðræðurnar við ESB myndu leiða okkur, sem sennilega tækju ekki minna en þrjú til fimm ár (sumir segja að lágmarki 10 ár) síðan þyrfti að bíða eftir því hvort við fengjum að taka upp evru og þar bættust við nokkur ár (að lágmarki fjögur til fimm ár) og að þeim tíma liðnum væri ávinningurinn enginn ÞVÍ VIÐ VÆRUM HVORT SEM ER BÚIN AÐ UPPFYLLA ÖLL EFNAHAGSLEG SKILYRÐI.

 

FJÁRHAGSLEGIR ANNMARKAR:  Þar sennilega komið að stærsta vandanum við ESB aðild.  Mér hefur gengið erfiðlega að komast að því hvað aðild okkar að EES samningnum kostar okkur á hverju ári (en vonandi getur einhver upplýst mig um það) EN ÉG GET LOFAÐ ÞVÍ AÐ ÞAÐ SEM VIÐ GREIÐUM FYRR AÐILD AÐ EES ER BARA “BARNASKÍTUR“ HJÁ ÞVÍ SEM FULL AÐILD AÐ ESB OG EVRAN MYNDU KOSTA OKKUR og svo skilst mér að Ríkissjóður standi ekkert of vel.

 

VONANDI SKOÐA KJÓSENDUR MÁLIÐ VEL ÁÐUR EN ÞEIR GREIÐA ESB  FLOKKUNUM  VIÐREISN OG SAMFYLKINGU ATKVÆÐI SITT OG ÞEIR VERÐA AÐ GERA SÉR GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ EF ÞESSIR FLOKKAR KOMAST AÐ ÞÁ VERÐUR ÍSLAND EKKI LENGUR FRJÁLST OG FULLVALDA RÍKI.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski er bara best að kjósa taktískt þessar kosningar, gera Miðflokknum hátt undir höfði í þessum kosningum á kannski hættir þessi vitleysa.

Bjarni Gunnolfsson (IP-tala skráð) 28.11.2024 kl. 09:50

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Gott og fróðlegt blogg og þú endar á að segja að Ísland verði ekki frjálst og fullvarlda ríki. En við skulum athuga að erlendir aðilar eru að kaupa upp landið, við erum að skipta um þjóð í landinu þá eru "erlend börn" kominn í meirhluta í mörgum leikskólum. Í Vík í Mýrdal eru útlendingar komnir í meirihluta og þar er töluð enska í bæjarstjórn sem minnir mig á að það er verið að breyta um tungumál í landinu. Englis plís mætir manni á hverjum degi nema að maður sé bara heima hjá sér. Landið er því miður nánast stjórnlaust svo endilega kjósið fjórflokkinn svo að ekki verða neinar breytingar. "Guð blessi Ísland".

Sigurður I B Guðmundsson, 28.11.2024 kl. 10:00

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvers vegna ættu  menn að kjósa "taktíst, Bjarni?  Ég hef þá sýn á kosningar að manni beri SKYLDA til að kjósa eins og samviska b´ður manni, að öðrum  kosti eru menn að "sóa" atkvæðinu sínu........

Jóhann Elíasson, 28.11.2024 kl. 10:22

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Sigurður, vonandi nýtist þetta einhverjum til að taka ákvörðun á kjördag.....

Jóhann Elíasson, 28.11.2024 kl. 10:25

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Svo má horfa til Bretlands sem er stórt og voldugt ríki

Allt var gert til að gera úrsögn þeirra úr ESB sem versta og "samningaviðræður" við ESB um BrExit miðuðst við kúga breta sem mest og setja fram ósanngjarnar kröfur um allt jafnvel veiðar inni í landhelgi Bretlands.

Ef Ísland færi inn í ESB þá kæmist það aldrei þaðan út aftur

Grímur Kjartansson, 28.11.2024 kl. 12:07

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er alveg hárrétt hjá þér Grímur og því verða landsmenn að hugsa sig vel um áður en þeir ljá Viðreisn og Samfylkingunni atkvæði sitt á laugardaginn.  Eftir að Bretar "SLUPPU" út úr ESB vegna "GALLA" í lögum ESB, þá hefur verið lokað fyrir þennan möguleika og nú er textinn í lagi EAGLES í fullu gildi:  "YOU CAN CHECK OUT ANY TIME YOU LIKE - BUT YOU CAN NEVER LEAVE"............

Jóhann Elíasson, 28.11.2024 kl. 13:17

7 identicon

Mér hefur alltaf fundist ESB-ruglið og röflið í Samfó og Viðreisn vera hin mesta vitleysa og hreinasta kjaftæði, hreinasti hugarburður og draumórar, sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Ég er löngu hætt að ansa og taka mark á þessu bulli í þeim, og m.a. vegna þessarra óra í þeim yfirgaf ég Samfylkinguna á sinni tíð og fannst ég ekki eiga samleið með þessum kjánum og leiðindaskjóðum. Við vitum betur, sem höfum fylgst með, hvað er að gerast í Brüssel og hvernig ESB hefur þróast til þessa. Það væri aldeilis alveg hræðilegt, svo ekki sé meira sagt, ef þessir flokkar yrðu í alvöru kosnir til stjórnarsetu hér á landi. Við vitum, hvað það þýðir, og kærum okkur ekkert um þsð. Heldur ekki, að Ísland verði sett á vonarvöl fjárhagslega séð líkt og borgin. Það yrði aldeilis alveg hroðalegt og má ekki gerast. Það verður að halda þeim Kristrúnu og Degi frá fjárhagshirslum þjóðarinnar. Nóg er nú samt, að Reykjavík sé á hausnum, þótt þetta lið fari nú ekki að koma Íslandi á þann sama stað líka. Ég vil ekki sjá þetta lið í stjórnarráðinu, og er að vona, að núverandi stjórn nái því að geta stjórnað landinu áfram, enda er best að spyrja að leikslokum um helgina, frekar en að dveljast alltaf við þessar mjög svo hlutdrægu kosningaspár, sem eru hreinustu hugarórar og dagdraumar, svo ekki sé meira sagt. Allt annað er mjög svo kvíðvænlegt, verð ég að segja, og má ekki gerast, ef við eigum að geta komist af og lifað í þessu landi áfram. Ég segi ekki annað.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2024 kl. 14:24

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

En samt sem áður virðist ekki vera neinn hörgull á einfeldningum sem hlusta á röflið í INNLIMUNARSINNUNUM, Guðbjörg Snót..........

Jóhann Elíasson, 28.11.2024 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband