AUÐVITAÐ ER SAMFYLKINGARFÓLK ANDVÍGT HVALVEIÐUM.....

Því eitt af skilyrðunum fyrir því að ríki séu tekin inn í ESB, er að í viðkomandi umsóknarríki séu ekki stundaðar hvalveiða.  Einnig er nokkuð ljóst, að mínu mati, að ef ekki hefði verið gefið út leyfi til hvalveiða fyrir stjórnarskipti núna má reikna með að hvalveiðar hér á landi hefðu lagst ENDANLEGA af.......


mbl.is „Ég hefði ekki gert þetta ef ég væri hann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Bara flott hjá Bjarna að láta þessa fyrrum örflokka á Alþingi og trúarhópa ráða för lengur
enda hverjum hafnaði þjóðin með afgerandi hætti í nýliðnum kosningum - öllum hvalavinum bæði hjá VG og Pírötum

Grímur Kjartansson, 5.12.2024 kl. 18:55

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Það má hrósa Bjarna fyrir að sýna lit en það þarf miklu meira til að vekja flokkinn.

Rúnar Már Bragason, 5.12.2024 kl. 21:09

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Minni á að það var frú Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (VG), sem heimilaði hvalveiðar fyrr á árinu.  Hér er verið að fara að veiðiráðgjöf Hagrannsóknarstofnunar um magn hvala og Bjarni nýtir skinsemina og fjölgar árum veiðanna.

 

Hér er unnið samkvæmt lögum þjóðarinnar, en sumum ráðherrum (VG) hefur reynst um megn að tileinka sér það.

 

Benedikt V. Warén, 5.12.2024 kl. 22:37

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka ykkur kærlega fyrir innlitið og góðar athugasemdir.  Þeir virðast vera í meirihluta sem eru ánægðir með þessa ákvörðun..........

Jóhann Elíasson, 5.12.2024 kl. 22:49

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvar í reglum ESB er lagt bann við hvalveiðum?

Guðmundur Ásgeirsson, 6.12.2024 kl. 02:35

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur, farðu bara SJÁLFUR á heimasíðu ESB og skoðaðu þetta, þetta hefur verið altalað og það meira að segja af INNLIMUNARSINNUM sjálfum svo er ég engin "hlaupatík" fyrir þig, en svo má kannski vera að þessar reglur ESB hafi ekki verið skráðar "en einhverra hluta vegna hafa þær skilað sér til allra nema þín".......

Jóhann Elíasson, 6.12.2024 kl. 03:16

7 Smámynd: Landfari

Kristrún gaf okkur loforð fyrir kosningar að ESB verði ekki á dagskrá á þessu kjörtímabili. Ég hef fulla trú á að hún sé maður til að standa við það loforð þó Viðreisn verði samstarfsflokkur.

Að fenginni reynslu undanfarinna ára verður að telja þetta eitt það skynsamlegasta sem Bjarni hefur gert. Ríkissjóður stendur frammi fyrir hundruð milljóna skaðabótakröfum vegna fyrri ráðherra málaklokksins. Það mæla öll vísindarök með þessu og allar ábyrgar stofnanir sem hafa með málið að gera. Hann er ekki að setja nein ný lög eða breyta eldri heldur einfaldlega að sinna skyldu sinni samkv. stjórnarskránni um arvinnufrelsi.

Landfari, 6.12.2024 kl. 09:00

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Landfari, ég treysti henni Kristrúnu Frostadóttur ekki fyrir horn.  Þessi manneskja var eitt sinn formaður Heimdallar, hún sá að  hún átti enga framavon í Sjálfstæðisflokknum og tók þá þátt í að stofna Viðreisn, þar átti hún enga von um neinn uppgang svo hún gekk í Samfylkinguna, þar var henni tekið fagnandi og var gerð að formanni.  Þennan feril vil ég kalla TÆKISÆRISMENNSKU DAUÐANS OG ÉG TRÚI HENNI TIL ALLS.....

Jóhann Elíasson, 6.12.2024 kl. 10:24

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jóhann. Þetta var nú bara heiðarleg spurning og ég var ekki að ætlast til þess að þú gerðist nein "hlaupatík" fyrir mig. Umræða á þessum nótum hefur svo sem ekkert farið framhjá mér en mig langaði bara að skoða reglugerðina eða tilskipunina sem um ræðir til að átta mig betur á því hvað er um að ræða. Heimasíða ESB er svo umfangsmikil að það er meira en að segja það að leita að þessu þar ef maður er ekki með nafn eða númer á tilskipun eða reglugerð til að leita eftir. Mér finnst lágmark að þeir sem halda einhverju svona löguðu fram geti vísað á heimildir. Þegar ég held einhverju fram sjálfur skorast ég aldrei undan því að vísa til heimilda eftir því sem við á eða ef farið er fram á það.

Ég prófaði að nota google til að leita að einhverju um þetta og fann síðu hjá ESB þar sem því er haldið fram að settar hafi verið reglur til að "vernda" dýrategundir af hvalaætt. Það kemur samt ekki fram skýrum orðum hvað það felur í sér og hvort um sé að ræða blátt bann við öllum veiðum á tegundum án tillits til þess hvort þær séu í útrýmingarhættu eða þarfnist sérstakrar verndar. Þar er vísað í gamla tilskipun sem virðist vera mjög almenn, ég er ekki búinn að lesa hana í þaula en við leit finnst hvergi orðið "hvalir" ("whales") í henni.

Ef einhver getur skýrt þetta betur fyrir mér með vísan til áreiðanlegra heimilda væri það vel þegið.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.12.2024 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband