Á HÚSNÆÐISKOSTNAÐUR AÐ VERA HLUTI AF VÍSITÖLUNNI???????

Við þessari spurningu er nú frekar einfalt svar (að mínum dómi) en auðvitað eru skiptar skoðanir um þetta mál eins og flest önnur umdeild mál.  Til eru þeir sem vilja húsnæðisliðinn alveg út úr neysluvísitölunni og þeirri forsendu að húsnæði sé EKKI NEYSLA heldur sé um að ræða SJÁLFSÖGÐ MANNRÉTTINDI SEM VARIN ERU Í STJÓRNARSKRÁ.  Ég hef velt  þessu nokkuð mikið fyrir mér og komist að því að báðir þessir hópar hafa nokkuð til síns máls og þar af leiðandi leyfi ég mér að leggja til nokkurs konar „Salómonsdóm“  í þessu máli:  Að mínum dómi ætti að taka HÚSNÆÐISVERÐ ÚT ÚR NEYSLUVÍSITÖLUNNI EN Á MÓTI ÆTTI AÐ TAKA UPP MEÐALKOSTNAÐ VIÐ AÐ REKA 150 FERMETRA ÍBÚÐARHÚSNÆÐI Á MÁNUÐI.

Að mínu áliti væri þarna um að ræða lausn, sem flestir ættu að geta sætt sig við aðrir en fjármagnseigendur en ég held að þeir séu ekki meirihluti landsmanna en vissulega eru þeir kannski MUN ÖFLUGRI ÞRÝSTIHÓPUR.......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Húsnæðisverð var einmitt tekið út úr vísitölu neysluverðs í júní síðastliðnum. Sjá tilkynningu Hagstofunnar: Vísitala neysluverðs í júní 2024 - Hagstofa Íslands (tengill á greinargerð um breytinguna er neðst á síðunni)

Í staðinn var tekin upp aðferð húsaleiguígilda til að áætla "kostnað" við búsetu í eigin húsnæði. Hugmyndin á bak við hana er að hún endurspegli það sem eigandi húsnæðis myndi greiða ef hann væri að leigja húsnæðið í stað þess að eiga.

Þessi aðferð er ekki fullkomin frekar en sú fyrri og bæði hefur aðferðin sjálf verið gagnrýnd ásamt því með hvaða hætti breytingin var gerð í einni svipan. Engum lögum var breytt heldur var þetta bara ákveðið einhliða af Hagstofunni.

Þess má geta að Hagstofan birtir líka vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Tæknilega væri ekkert því til fyrirstöðu að nota hana sem viðmið, þó það sé ekki gert nema kannski til að leggja mat á vægi húsnæðis í heildarvísitölunni.

Stóra vandamálið er samt ekki endilega samsetning vísitölunnar, heldur verðtryggingin sjálf sem við þurfum að losna við af lánum almennings og helst af húsaleigusamningum líka svo vísitalan sé ekki alltaf að mæla sjálfa sig.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2024 kl. 16:32

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég vissi af þessu e það er alltaf þegar gerðar eru breytingar af einhverju tagi, þá virðist alltaf þurfa að fara "Krísuvíkurleiðina" að hlutunum og gera það  sem er EINFALT óþarflega FLÓKIÐ og helst þannig að fáir eða engir skilji það.......

Jóhann Elíasson, 7.12.2024 kl. 17:38

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fyrir upptöku vísitölunnar voru það lánadrottnar sem græddu mest en þeir sem áttu peninga á bankareikningi töpuðu mest. Við upptöku vísitölunnar voru það þeir sem áttu peninga á bankareikningi sem græddu mest en þeir sem skulduðu töpuðu mest. Þarna voru tvær ólíkar aðferðir sem komu mis illa fram við þá sem skulda og þá sem áttu fjármuni á bankareikningi.

Ég sendi eitt sinn tölvupóst á nokkra þingmenn þar sem ég benti á að þarna þyrfti að leiðrétta útreikning vísitölunnar. Ég lagði til að við útreikning vísitölunnar þyrfti að helminga gyldi verðtryggingarinnar þannig að vísitöluútreikningurinn kæmi jafnt niður á þeim sem áttu fármuni og þeim sem skulduðu fjármuni. Enginn þingmaður sá ástæðu til að gera neinar athugasemdir við álit mitt, hvorki góðar né slæmar.

Mér finnist ástæða til að skoða þessi mál nánar og færa vísitöluútreikninga á þann veg að allir hefðu gagn af, ekki fjármagnseigendur eingöngu. Í Heilagri Ritningu, Biblíunni, segir að fégræðgin sé rót alls ills. Í þeim útreikningum sem við horfum uppá sjáum við að fjármagnseigendur njóta ávaxta langt fram yfir það sem þeir eiga skilið og þeir sem eru skuldsettir tapa á sama hátt. Vísitalan á að vera til að jafna útreikninga ekki til að skapa vandræði eins og hún hefur gert alveg frá því hún var tekin upp í kringum 1980.

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.12.2024 kl. 23:00

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef reynt í gegnum tíðina, án nokkurs árangurs að vekja athygli þinganna á hinum ýmsu málum og alltaf er sama niðurstaðan:"EKKI EITT EISTA SVAR".  Ekki veit ég hver ástæðan er, en maður fær það sterklega á tilfinninguna "að eitthvað komi fyrir þá um leið og þeir taka sææti í húsinu þarna við Austurvöll"......

Jóhann Elíasson, 7.12.2024 kl. 23:45

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tómas. Þú hlýtur að vera að meina upptöku verðtryggingar. Vísitalan sjálf hefur engin áhrif á fjárhagslegar stærðir nema þær séu verðtryggðar.

Ég er alveg sammála þér um að einhliða verðtrygging sé ósanngjörn af þeim ástæðum sem þú lýsir. Það væri mun eðlilegra eins og þú segir að helminga hana til að deila verðbólguáhættunni jafnt á báðar hliðar. Best væri samt að losna alveg við hana.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.12.2024 kl. 16:11

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér fyrir Guðmundur, þetta er alveg rétt hjá þér, stundum þarf að minna mann á, kærar þakkir.

Tómas Ibsen Halldórsson, 8.12.2024 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband