20.12.2024 | 13:46
"EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR"........
Talandi um "GULLFISKAMINNI" kjósenda er þarna komin ágætis sönnun fyrir tilvist þess. Síðan nýr formaður tók við stjórnartaumunum í "LANDRÁÐAFYLKINGUNNI" hefur nýi formaðurinn verið að styrkja sig í sessi með ýmsum "YFIRLÝSINGUM" sem talið er að gangi vel í landsmenn og fylgi flokksins RÝKUR upp í skoðanakönnunum. ER MINNI KJÓSENDA Á ÍSLANDI VIRKILEGA SVONA "DAPURT" AÐ FÓLK SÉ STRAX BÚIÐ AÐ GLEYMA ÞVÍ HVERNIG ALMENNINGUR VAR LEIKINN SÍÐAST ÞEGAR SAMFYLKINGIN VAR Í STJÓRN LANDSINS? HVAÐ HEFUR EIGINLEGA BREYST Í SAMFYLKINGUNNI SÍÐAN ÞÁ? SVARIÐ ER EINFALT: AKKÚRAT EKKI NEITT. "Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá". Það kemur mikið á óvart að Samfylkingin skuli fara með "himinskautum" í skoðanakönnunum, undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, er kjósendur búnir að gleyma "afrekum" Samfylkingarinnar þegar hún var síðast í ríkisstjórn "INNIHALDIÐ ER ÞAÐ SAMA ÞÓTT UMBÚÐIRNAR SÉU NÝJAR"? Hefur einhver haft fyrir því að skoða pólitískan feril Kristrúnar Frostadóttur? Hún hóf sinn pólitíska feril í Sjálfstæðisflokknum og meira að segja náði hún það langt að hún var á sínum tíma kosin formaður Heimdallar og var víst nokkurn vegin til friðs þar í nokkur ár. Þá er eins og hún hafi áttað sig á því að innan þess flokks var ENGIN von um framgang og það er nokkuð öruggt að hún ætlaði sér ekki að raða stólum og baka þannig að hún tók þátt í að stofna Viðreisn, en þar voru þvílíkar "kanónur" innanborðs að hún sá sinn kost vænstan að forða sér og þá var Samfylkingin næsta stoppistöð hjá henni, þar sem henni var tekið fagnandi (af öllum nema Helgu Völu Helgadóttur,segja má að hennar tími í flokknum hafi verið á lokametrunum þó svo að fáir vilji viðurkenna það) og nú hefur hún styrkt stöðu sína rækilega með því að verða þar formaður. ERU KJÓSENDUR MEÐ SVO MIKIÐ "GULLFISKAMINNI" AÐ ÞEIR LÁTI BLEKKJA SIG SVONA? EF ÞETTA ER EKKI TÆKIFÆRISMENNSKA ÞÁ ER HÚN EKKI TIL Ég veit ekki til að það að skipta út EINNI MANNESKJU GJÖRBREYTI HEILUM STJÓRNMÁLAFLOKKI.Og til að bæta gráu ofan á svart skulum við fara yfir UPPSTILLINGU flokksins á framboðslista fyrir síðustu Alþingiskosningar, það þarf nú ekki að fara lengra en að skoða listann í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) til að sjá að þar var bara troðið tusku upp í Kristrúnu og henni bara sagt að hún gæti ekki stjórnað EIN GAMLA SAMFYLKINGIN (Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og fleiri væru enn í fullu fjöri og stjórnuðu enn á bak við tjöldin) og þeir hefðu aðrar hugmyndir, sem Kristrún YRÐI að taka tillit til. Hugmynd Kristrúnar var að varaformaður flokksins, Guðmundur Árni Stefánsson, yrði í fyrsta sæti á þeim lista en þeim hugmyndum var GAMLA SAMFYLKINGIN. Ekki tilbúin að skrifa uppá og ekki nóg með það að Alma Möller var sett í fyrsta sætið og Guðmundi Árna var hent út og setur í svokallað heiðurssæti þar sem ekki var möguleiki á að hann kæmist á þing og til að bíta hausinn af skömminni var því haldið fram að hann, Guðmundur Árni hafi tekið þessa ákvörðun vegna veikinda og að læknisráði. En eitthvað voru þessi veikindi Guðmundar Árna skrítin, því daginn áður en þessar tilfæringar voru gerða kom Guðmundur Árni fram í fjölmiðlum og sagðist vera KLÁR í slaginn og sagðist vera fullur tilhlökkunar fyrir komandi baráttu en málin fóru á annan veg....
AÐFÖRIN AÐ ÞÓRÐI SNÆ JÚLÍUSSYNI OG SAMANBURÐUR VIÐ ÞORGERÐI KATRÍNU GUNNARSDÓTTUR
Nú verður, að mínu mati, fjallað um eitt DAPURLEGASTA MÁL nýliðnar kosningabaráttu. Þórði Snæ Júlíussyni, varð það á að skrifa blogg fyrir rúmum 20 árum þar sem hann fór fremur ófögrum orðum um vissar konur (ekki dettur mér í hug að verja það sem hann skrifaði en viðbrögðin, sem á eftir fóru og það 20 árum seinna blöskraði mér algjörlega). Einhverjir pólitískir andsæðingar hans grófu þetta gamla blogg hans upp og létu það lýta eins illa út og mögulegt var. Og ekki stóð á viðbrögðunum og hægt er að segja að aðförin hafi gengið fullkomlega upp og kannski betur en til hafði staðið í upphafi. Andstæðingar hans linntu ekki látunum fyrr en HANN AFSALAÐI SÉR HUGSANLEGU ÞINGSÆTI SÍNU OG ALLT AÐ ÞVÍ LÉT HANN SIG AÐ MESTU HVERFA ÚR ÍSLENSKU SAMFÉLAGI. Varðandi þetta mál verður að hafa í huga að maðurinn er ekki ein, heldur á hann fjölskyldu svo ekki sé nú talað um börn, það er í sjálfu sér, að mínu mati, í lagi að segja frá þessu sem var 20 ára gamalt blogg og fljótt á litið þá olli það ekki sérstökum skaða þá, en að ver að japlaá þessu dögum saman og þar að auki með ÞESSUM GRÍÐARLEGU AFLEIÐINGUM. En við skulum bera þessi viðbrögð saman við það hvernig þjóðin brást við því hvernig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur gert á sínum stjórnmálaferli og hefur SANNANLEGA stórskaðað þjóðina bæði fjárhagslega og stóraukið á vandræðin bæði innanlands og utan. Hún fékk, fyrir hrun, svokallað KÚLULÁN að upphæð rétt um TVO MILLJARÐARÐA, sem svo EFTIR HRUN var afskrifað, svo segir sagan að hún hafi þrýst á Geir H. Haarde að lána KAUPÞINGI BANKA, þar sem eiginmaður hennar var einn af toppunum, ALLAN VARAGJALDEYRISSJÓÐ LANDSINS, sem síðar HVARF og bara gufaði upp. Ekki eru gerðar neinar athugasemdir við það að þessi manneskja sé formaður stjórnmálaflokks og líklega verður hún Ráðherra í næstu ríkisstjórn og það meira að segja Fjármálaráðherra. GETUR VERIÐ AÐ KONUR SÉU MEÐHÖNDLAÐAR Á ANNAN HÁTT EN KARLAR EF ÞÆR GERA EINHVER MISTÖK, Á HVAÐ VEGFERÐ ERU LANDSMENN?????? Inga Sæland á sér svo sem enga "sérstaka fortíðarsögu" en ansi er ég hræddur um að hún hafi verið "látin kokgleypa" sitt helsta kosningaloforð og sennilega á það eftir að hafa alvarlegar afleyðingar fyrir flokkinn í næstu kosningu. En það borgar sig ekki að vera með neitt svartsýnn heldur bar að vera bjartsýnn á framtíðina og vona það besta...
Ný ríkisstjórn kynnt á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Varla nema von, Jóhann, -að þú spyrjir á hvaða vegferð eru landsmenn?
Gullfiska minnið er sagt vera u.þ.b. 3 sekúndur, og nú sitjum við uppi með hana Kviku, -lottóvinninginn í lukkupottinum, sem forsætisráðherra og sennilegast Kúlulánadrottninguna sem fjármálaráðherra.
Er nema von að trúin fari dvínandi á kjósendur með því líkt og annað eins gullfiskaminni, -og jólabækurnar Geir og Gunnarsstaða móri.
Einhvern tíma hefði verið sagt Guð blessi Ísland af minna tilefni.
Magnús Sigurðsson, 20.12.2024 kl. 14:12
Já Magnús, hvílir einhver "bölvun" yfir þjóðinni eða erum við svona miklir andskotans hálfvitar að við kjósum KVALARA okkar endalaust yfir okkur eða er svokölluð "ELÍTA" orðin svo sterk að hún geti STÝRT þjóðinni eins og henni sýnist?????
Jóhann Elíasson, 20.12.2024 kl. 14:24
Já, segjum þrjú. Mér líst afar illa á þessa "ríkisstjorn", sem er verið að klessa saman á mettíma núna rétt fyrir jól. Illa á ég með að trúa, að hún geti lifað lengi og gef henni tíma til vors, varla meira. Sjáum til, hvort þessum þremur svokölluðu "valkyrjum" (það eru þá valkyrjurnar eða hitt þó(!!!) geti komið svo vel saman, að aldrei sjóði upp úr hjá þeim. Kristrún segist hafa plan og vann á því, hvaða plan, sem það er svo. Ég hef nú ekki séð það ennþá, enda hefur hún haft lítið fyrir því að kynna það fyrir landsmönnum. Mér hrýs nú bara hugur við, að þessi monthæna skuli verða forsætisráðherra. Það held ég verði þá forsætisráðherrann, segi ég nú bara. Og Þorgerður Katrín fjármálaráðherra! Það verður þá. Kann hún nokkuð í fjármálafræðum til þess? Ég treysti hvorugri. Og svo Inga Sæland,- óskrifað blað með öllu, en eftir lýsingum að dæma einræðisherra í sínum flokki, og fer sínar eigin leiðir. Það verður fróðlegt að sjá, hvernig henni mun ganga að vinna með þeim þessum tveimur og reyna að koma sínum stefnumálum fram. Ég á ekki von á því, að henni verði lengi sætt í ríkisstjórn með montprikinu í forsætisráðherrastólnum og þessarri ESB-elskandi verðandi fjármálaráðherra, sem gæti þess vegna brunað með Ísland inn í ESB, hvað sem Kristrún kann að segja um það, hvað þá aðrir. Ég skil bara ekkert í því, að fólk skuli hafa viljað hafa þetta lið í stjórn landsins, heldur en þá Bjarna og Sigurð Inga. Ég sé ekki fram á neina sældartíð framundan með þessar þrjár í stjórn landsins, og býst alveg eins við að lifa aftur upp á tíma, sem voru á tíunda áratug síðustu aldar, þegar maður átti í mestu erfiðleikum að láta enda ná saman í útgjöldum heimilisins og allt var á verstu vegum á öllum sviðum, og leyfi mér að segja, að það hafi þó verið gáfulegra fólk á þinginu, en er í dag, þar sem Guðrún Helgadóttir og önnur meiri gáfumenni sátu Alþingi, en nú er, þótt bót sé í máli, að Píratafíflin skuli vera farin úr húsinu. Nóg er nú af fíflunum samt þar innandyra, þótt þau séu ekki þar líka. leyfi ég mér að segja. Nei, ég kvíði komandi tímum, og er að vona, að þær endist ekki í ríkisstjórninni nema til vors, og sé heldur ekki fram á, að þetta tríó geti unnið saman eða átt mikið saman að sælda lengur en það. Ég get ekki sagt annað.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2024 kl. 00:08
Ert þú þjóðin Jóhann?
( einhver að muna?)
Veit ekki með kínverska mynd táknið um vandræði, tvær konur undir dama þaki...
þær eru þrjár.
Sé fyrir að Kristbrún taki tvō ár í forsæti, kúlu Katrín í utanríkis, Sælandið taki félagsmálin og tvær fyrrnefndu hafi svo stólaskipti á miðju tímabili.
Ég meina, innganga í ESB verður ekki forgangsmál.
Enda full ástæða að forgangsraða.
L. (IP-tala skráð) 21.12.2024 kl. 01:39
Nei Guðbjörg Snót ekki lýtur þetta björgulega út, að sumu leyti finnst mér að við séum að fara úr "öskunni í eldinn" e vonandi verður þetta ekki svo andskoti slæmt þegar upp verður stað en ég er skíthræddur við þetta......
Jóhann Elíasson, 21.12.2024 kl. 08:05
Nei "L" ég er ekki ÖLL þjóðin en ég er "hluti" af henni. Já rétt er það ég hef heyrt að tvær konur geti verið ágætar saman og komið sér saman um hlutina en þegar sú þriðja kemur inn í dæmið fari allt í bál og brand. Já vonandi hafa þær vit á að setja ESB málin í salt, því það er sko nóg til að takast á við og óþarfi að kljúfa þjóðina alveg í herðar niður....
Jóhann Elíasson, 21.12.2024 kl. 08:14
Já, Jóhann. Ég segi það líka. Mér virðist þetta vera óskastjórn Ríkisútvarpsins eftir öllu að dæma, - stjórnmálaflokksins í Efstaleyti, eins og Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður kallaði fréttastofuna þar á bæ einhvern tíma í pistli sínum hér á blogginu. Mér líst ekki á þetta og segi það ennú aftur, að ég gef henni ekki lengri lífdaga en til vors.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2024 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.