27.12.2024 | 21:33
ÉG FÓR NÚ AÐ HUGSA ÝMISLEGT EFTIR AÐ RÚV FJALLAÐI UM AUKIN UMSVIF NATÓ Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Í GÆRKVÖLDI OG Í KVÖLD....
Ég man nú ekki betur en að VG liðar og fleiri BAKBORÐSSLAGSÍÐULIÐAR hafi staðið fyrir svokölluðum Keflavíkurgöngum, þegar herinn var staðsettur hérna á Miðnesheiðinni og þá hafi þessi slagorð "ÍSLAND ÚR NATO - HERINN BURT" verið kyrjuð alla leið frá Reykjavík til Keflavíkur. En nú virðast þessar FRIÐARHREYFINGAR vera algjörlega horfnar af yfirborði jarðar EINS OG SJÁLFSTÆÐ UTANRÍKISSTEFNA ÍSLANDS. Og er þá einhver utanríkisstefna í gangi og þá sérstaklega í "hernaðarmálum". Svo er Utanríkisráðherra hér á landi, sem virðist bara verið algjörlega óskrifað blað, sendiráðið í Moskvu er lagt niður og sendiherrann er kallaður heim, rússneski sendiherrann í Reykjavík er rekinn til Moskvu og starfsemin er stórlega löskuð og til að bæta gráu ofaná svart þá Ísland gert að virkum þátttakanda í stríðinu í Úkraínu, með því að kaupa vopn og flytja þau fyrir Úkraínumenn og þar með er Ísland komið á óvinalista annars stríðsaðilans. Það verður ekki betur séð en að NATO geri bara það sem þeim sýnist hér á landi og Íslensk stjórnvöld hlýða bara eins og þægir hundar. Þegar herinn fór árið 2006, var skilin hérna eftir "sviðin" jörð en með tímanum var unnið nokkurn veginn úr því (þó svo að deila megi um aðferðirnar og árangurinn). Eftir að herinn fór, voru girðingarnar á "vallarsvæðinu" teknar niður nema það var skilinn eftir sá partur, sem skildi að flugvöllinn sjálfan og "ÖRYGGISSVÆÐIÐ" sjálft en þar er NATO með sína starfsstöð og Landhelgisgæslan er þar einnig til húsa og er með einhverja starfsemi sem ég þekki ekki alveg til. En girðingin sem afmarkar þetta "ÖRYGGISSVÆÐI" er vestast og afmarkar það svæði sem almennt gengur undir nafninu Ásbrú. Ég flutti á Ásbrú í ágúst 2008, eða fyrir 16 árum, síðan ég flutti á svæðið hefur girðingin verið færð nokkrum sinnum til AUSTURS og er svo komið að nokkuð margar íbúðarblokkir eru KOMNAR INN FYRIR "ÖRYGGISGIRÐINGUNA" og hef ég það eftir áreiðanlegum heimildum að Á SVÆÐINU SÉU NOKKUR HUNDRUÐ HERMANNA MEÐ FASTA BÚSETU. Það er sagt að NATO-liðið SEM ER STAÐSETT HÉR Á LANDI NÚNA SÉ MUN ÖFLUGRA OG MUN BETUR SKIPULAGT EN VAR ÞEGAR FORMLEG" HERSTÖÐ VAR STAÐSETT HÉR Á LANDI. Eins og allir vita, þá hefur NATO samið um það verði hægt að láta fara fram áhafnaskipti og taka vistir og þess háttar hér við land. Ekki er búið að koma upp hafnaraðstöðu fyrir þetta þannig að þetta fer fram fyrir utan Helguvíkurhöfn. En Íslensk stjórnvöld þurftu að vera með smá "SÝNDARMENNSKU" í sambandi við þetta og "GERÐU ÞÁ KRÖFU AÐ EKKI VÆRU KJARNORKUVOPN UM BORÐ Í ÞESSUM KAFBÁTUM". En þessi krafa er marklaus með öllu, því mér er ekki kunnugt um að NEINIR EFTIRLITSMENN FARI UM BORÐ Í ÞESSI SKIP og þótt svo væri yrði þeim alls ekki hleypt inn á þessi svæði að hámarki fengju þeir að fara í borðsalinn þar sem þeir mættu þakka fyrir að fá kaffisopa. Þá er komið að smá umfjöllun um þessar ÞRJÁR ÖFLUGUSTU SPRENGJUFLUGVÉLA SEM TIL ERU Í HEIMINUM OG ERU MJÖG OFT HÉR Á LANDI. Hver um sig geta þessar sprengjuvélar borið 18 KJARNORKUSPRENGJUR OG NATO HEFUR TEKIÐ ÁKVÖRÐUN UM ÞAÐ AÐ ÍSLAND VERÐI "ÚTSTÖÐ" ÁRÁSA Á ÖNNUR RÍKI OG HVERNIG Á AÐ FRAMKVÆMA ÞÆR ÁRÁSIR ÁN ÞESS AÐ KJARNORKUSPRENGJUR SÉU TIL STAÐAR EÐA ÖNNUR VOPN? Nú er verið að byggja upp aðstöðu fyrir Bandaríska flotann í Helguvík og Íslenskir ráðamenn eru svo barnalegir að halda að þar verði ENGIN kjarnorkuvopn heldur vegna þess að ÞEIR "banni" það. Og svo hefur Utanríkisráðherra ekki upplýst þjóðina um hvað er þarna í gangi eða hvað stendur til. Og ekki hefur fréttasnepill Suðurnesja (Víkurfréttir) birt einn einasta staf um þetta mál. Ekki geta þeir borið fyrir sig að þetta sé nýbyrjað, ætli ástæðan sé ekki frekar sú að þeir eru hræddir um að þeir missi ríkisstyrkinn upp á rúmlega 13,5 milljónir króna ef þeir fari að segja eitthvað um málið því eins og fram hefur komið þá hefur þetta staðið yfir árum saman........
Gerir Trump heiminn öruggari eða óöruggari? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jóhann Stýrimaður; sem endranær, og aðrir þínir gestir !
Nei; Donald Jóhannes Trump verður svo víðs fjarri því, að gera heiminn öruggari verustað, fremur en á árunum 2017 - 2021:: alveg sami sleikjuhátturinn mun verða gagnvart Ísrael og Norður- Kóreu t.d. líkt: og á þeim árum hans fyrra kjörtímabils.
Ekki skulum við heldur gleyma; þá þeir Pence varaforseti hans ákváðu, í trássi við alla heilbrigða skynsemi, að færa sendiráð Bandaríkajnna frá Tel Aviv til Jerúsalem 2017, auk þess sem að búast má við frekari sleikjuhætti Bandaríkjamnanna gagnvart Rússneskum og Kínverskum heimsvaldasinnum á komandi árum:: burt sjeð frá innrás Rússa inn í Úkraínu, í Febrúar 2022.
Hyggilegast væri Íslendingum; að segja skilið við NATÓ og vaxandi búnað Bandaríkjamanna á Miðnesheiðinni - taka upp hlutleysisstefnu, áþekka þeim Austurríkismönnum - Svisslendingum og Írum, með því yrðu minni líkur á Rússneskri stórárás í Ísland:: borðliggjandi er, að með sama áframhaldi umsvifa NATÓ suður með sjó, að gjöreyðilegging mun verða hjerlendis á öllum sviðum, aukist viðsjár enn frekar en orðið er, austur í Evrópu.
Hitt er annað mál; að vel mætti hleypa af stokkunum innlendri varnarliðssveit, sem Arnór Sigurjónsson sjerfræðingur í varnarmálum hefur oftsinnis lagt til, að stofnuð yrði - mætti þá leita liðsinnis Austurríkismanna t.d., sem og Argentínumanna og annarra Suður- Ameríkuþjóða, til þess að verða mætti efling varna:: Á ÍSLENZKUM FORSENDUM, ekki NATÓískum.
Það þýddi vitaskuld; að láta yrði af frekari hernaðarstuðningi við Úkraínumenn:: því miður, þó aðstoða ætti þá á alla aðra vegu, eins og frekast væri kostur.
Ekki ætti að koma til umræðu; að opna aftur á fyrri tengzl Íslands við Rússneska Sambandslýðveldið - og slíta ætti ÖLLUM samskiptum við Kommúnista Kína (Peking stjórnina) og hefja á ný eðlileg samskipti við Taíwan, sem illu heilli voru rofin, á 8. áratug síðustu aldar, í þágu Nixon stjórnarinnar þáverandi, í Washington.
Þá er rjett; að nefna löngu tímabær slit:: Á ÖLLUM TENGZLUM, við Zíonistaríkið Ísrael svo árjettað sje, einnig.
Rjett að minna á; að hefði Friðrik II. Danakonungur (1559 - 1588) ekki afvopnað Íslendinga:: á árunum 1560 - 1570, hefði mátt taka mun vasklegar á sjóræningjunum frá Alsír og Marokkó árið 1627, sem nefnt var Tyrkjarán, á ýmsum vafasömum forsendum reyndar:: þar sem allra handanna skríll var á ferðini, eins og frá Niðurlöndum (Hollandi og víðar), svo fram komi:: ekki síður.
Með beztu kveðjum; sem oftar og áður, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.12.2024 kl. 22:35
Og hvð heldur þú að þessi "varnarliðssveit"gæti gert, fyrir utan það að svona sveit, ef ég þekki ráðamenn þessarar þjóðar rétt kostaði skattborgarana tugi milljarða og yhri þar af auki vita gagnslaus. Úrsögn úr NATÓ hefði átt að eig sér stað fyrir löngu síðan.....
Bestu kveðjur af Suðurnesjunum.
Jóhann Elíasson, 27.12.2024 kl. 23:22
. . . . þarna; nefni jeg aðeins eina hugmynd,fjölmrgra.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.12.2024 kl. 23:54
Heyr heyr.
Guðjón E. Hreinberg, 28.12.2024 kl. 02:31
Úrsögn úr NATO og EES og umsókn um aðild að BRIKS áður en allt fer til fjandans.
Jónatan Karlsson, 28.12.2024 kl. 06:43
Guðjón, ég get ómögulega skilið þá þögn sem hefur verið um þessi mál undanfarin ár og það að Víkurfréttir hafi ekki minnst einu orði á þetta allan þennan tíma á sér sennilega aðeins eina skýringu; "ÞAÐ BÍTUR ENGINN ÓVITLAUS HUNDUR Í HÖNDINA Á ÞEIM SEM GEFUR HONUM AÐ ÉTA".......
Jóhann Elíasson, 28.12.2024 kl. 07:22
Því miður Jónatan, er ég hræddur um að allt sé FARIÐ til fjandans en ég er sammála þér......
Jóhann Elíasson, 28.12.2024 kl. 07:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning