ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??

Þetta er ekki einleikið Morgunblaðið hefur núna "hamast" á Eyjólfi Ármannssyni í einhverja daga og það "eina sem þeir hafa á hann" er það að hann skuli ekki búa þar sem hann er með lögheimili og svo að hann skuli ekki hafa "munað" eftir því að hann bjó í eitt ár eða hluta af ári á Sauðárkróki, sem ég trúi ekki að mörgum finnist eitthvað stórmál.  Nú sýnist mér að að verið sé að taka Ásthildi Lóu Þórsdóttur eitthvað fyrir og er umfjöllunarefnið það sama og ekki fer Inga Sæland varhluta af þessari umfjöllun.  Þarna er um að ræða ALLA ráðherra Flokks Fólksins og ætli þarna sé um einhverja tilviljun að ræða??  Flokkur Fólksins hefur sett það sem eitt af baráttumálum sínum að AUKA veg "strandveiða" og grunar mig að STÓRÚTGERÐIN "noti" Morgunblaðið í ófrægingarherferð sinni á hendur Flokki Fólksins vegna þessa máls.  Og að draga þessi "mál" fram, sýnir fram á málefnafátæktina hjá þeim.  Þetta lið á Morgunblaðinu ætti að setja einhvern "blaðakrakkann" í það verkefni að skoða skráð lögheimili ALLRA þingmanna frá lýðveldisstofnun og þá sæist að þetta er ekkert sem byrjaði bara núna......


mbl.is Með lögheimili í Lokinhamradal og aldrei búið þar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Málið snýst náttúrulega um það að þingmenn eru að fá 180000 ferðastyrk á mánuði vegna þessa. En það eru jú flestallir þingmenn. Ekki bara þingmenn flokks fólksins. Björn Bjarnason hnýtir síðan í flokk fólksins og segir hann ekki vera löglegan flokk og ætti þessvegna ekki að fá styrk frá ríkinu. En það á reyndar enginn flokkur rétt á. Á fólk ekki að fara að taka til í bakgarðinum hjá sér áður en það fer að níða aðra niður.

jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 9.1.2025 kl. 09:34

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er kannski ekki "alfarið" sök viðkomandi þingmanna að þeir fái þessa styrki einda eru þeir ekki aðalmálið í þessari umfjöllun.  Það sem fyrst og fremst þarf að  gera er að "laga til" þessa reglu, sem er í gildi um landsbyggðaþingmenn.  En það er svosem alveg stórmerkilegt að búseta landsbyggðaþingmanna skuli allt í einu núna vera orðin aðalmálið há Morgunblaðinu........

Jóhann Elíasson, 9.1.2025 kl. 09:56

3 identicon

Láta þingmenn bara vinna heiman frá sér. Málið dautt.

jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 9.1.2025 kl. 10:06

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú Jósef það eru ýmsar "leiðir" til..... 

Jóhann Elíasson, 9.1.2025 kl. 10:13

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ætli fréttaflutningur yrði ekki styttri ef nefna ætti þá þingmenn sem þyggja ekki einhverjar sponslur sem við hin finnst vera á "gráu svæði".

Sigurður I B Guðmundsson, 9.1.2025 kl. 11:42

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú alveg örugglega Sigurður......

Jóhann Elíasson, 9.1.2025 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband