ÞÓ SVO AÐ MÍNIR MENN HAFI UNNIÐ LEIKINN, ÞÁ VERÐA ÞEIR AÐ FARA AÐ NÝTA FÆRIN BETUR

Bornemouth menn byrjuðu fyrri hálflekinn betur en eftir rúmt korter tóku mínir menn við sér  og sérstaklega eftir fyrra mark Salah þá áttu mínir menn alveg leikinn og hefðu átt að skora tvö til þrjú mörk í við bót og þar með hreinlega að klára leikinn.  En það hefur verið Akkilesarhæll liðsins að nýta ekki nógu og vel færin sín og þar af leiðandi varð leikurinn óþarflega spennandi.  En Bornemouth menn komu MJÖG sprækir út í seinni hálfleikinn og tóku má segja alveg yfir, því var það algjörlega gegn gangi leiksins þegar Salah skoraði alveg gullfallegt mark, annað mark sitt og annað mark Liverpool.  Þar með var leiknu lokið og varla nokkur spurning hvernig færi....


mbl.is Salah hetja Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég vil ekki ganga svo langt að segja að dómarar séu hlutlægir

en Liverpool hefur ekki haft yfir neinu kvarta í dómgæslunni í sínum leikjum

Grímur Kjartansson, 1.2.2025 kl. 19:17

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei, kannski er það rétt Grímur, ég hef nú bara séð tvo síðustu leiki og þeir áttu það sameiginlegt að þeir voru MJÖG VEL dæmdir og ekki at ég séð að hallaði á annað liðið þar....

Jóhann Elíasson, 1.2.2025 kl. 20:50

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Salah hlýtur að hreppa æðstu einstaklings-verðlun fótboltans í næstu kosningu.Vona að Mu vinni á morgun það er enska familiu lið okkar,utan margra ungra sem eiga sín uppáhaldslið.--- Það er ekki margt sem horfandi er á nema íþróttir (telst ekki dans íþrótt)..

Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2025 kl. 02:19

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú Helga ég er sammála þér með Salah, velgengnin hjá honum er alveg með ólíkindum alveg síðan hann kom til Liverpool.  Ég verð að segja eins og er, mér finnst alveg með ólíkindum hvað hefur gengið illa hjá United á þessari leiktíð og jafnvel lengur, það er alveg greinilegt að það er eitthvað mikið að þar á bæ.  Það er alveg rétt hjá þér að það er frekar lítið í sjónvarpinu sem er horfandi á annað en íþróttir.  Ég ver nú að viðurkenna að í mínu augum er dans ekki ´þrótt, þetta eru sýningar sem eiga EKKERT skylt við íþróttir...........

Jóhann Elíasson, 2.2.2025 kl. 04:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband