HVAÐ ÞARF EIGINLEGA TIL AÐ EITTHVAÐ VERÐI GERT GAGNVART ÞEIM HRYÐJUVERKUM SEM SÍ ER AÐ VALDA?????

Það eru mörg ár síðan að það var sýnt fram á að það er EKKERT samband á milli VERÐBÓLGU og STÝRIVAXTA.  Samt sem áður virðist vera að stjórnendur Seðlabanka Íslands endalaust upp með það halda því fram AÐ EINA ÚRRÆÐIÐ SEM ÞEIR HAFI Í BARÁTTUNNI GEGN VERÐBÓLGUNA SÉ AÐ BEITA STÝRIVÖXTUNUM.  SÉ LÍNURITIÐ SKOÐAÐ SEM SÝNIR ÞRÓUN STÝRIVAXTA FRÁ EF LÍNURITIÐ UM ÞRÓUN STÝRIVAXTA, SEM FYLGIR ÞEIRRI FRÉTT SEM VÍSAÐ ER Í, ER SKOÐAÐ KEMUR Í LJÓS AÐ ÞAÐ HEFUR ÍTREKAÐ VERIРHÆGT AÐ HÆKKA STÝRIVEXTINA UM HEILT PRÓSENT EN MESTA LÆKKUN ER EINUNGIS HÁLFT PRÓSENT. HVAÐ ER EIGINLEGA Í GANGI?  Það þarf nú ekki að leita mikið til að finna efni sem hrekur þessa svokölluðu "peningamagnskenningu" Miltons Friedmanns, sem hagfræðingar af þeirri kynslóð Stýrivextir Sðlabanka Íslandssem nú stjórnar Seðlabankanum lýtur á sem eitthvað heilagt dót (þeir virðast halda að þegar þeir útskrifist þá sé þeirra námi lokið og þeir henda bókunum og hætta að fylgjast með framförum í greininni).  En sem betur fer verða framfarir innan hagfræðinnar eins og öðrum greinum og ágætt er að benda fólki á að lesa bækur eftir Nóbelsverðlaunahafann Joseph Stiglitz il að sjá hvernig hann "blæs" á þessi "fræði" sem þessir NÝKLASSÍSKU" hagfræðingar (sem nú stjórna peningakerfi heimsins.....

 

 

 

 

Myndin sýnir þróun stýrivaxta frá febrúar '22 - dagsins í dag (heimild Morgunblaðið)

VINSAMLEGAST "KLIKKIÐ" Á MYNDINA TIL AÐ STÆKKA HANA


mbl.is Stýrivextir lækkaðir um 0,5 prósentustig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Verðbólga er núna 4,6% og hefur ekki verið lægri síðan haustið 2021. Þá voru stýrivextir 1,5% en fóru svo að hækka eftir það og eltu verðbólguna upp á við. Núna elta þeir verðbólguna niður á við miklu hægar en þegar þeir fóru upp. Það er athyglisvert að skoða tölurnar hjá Hagstofunni um þróun verðbólgu síðust tólf mánuði. Ef við skoðum bara síðustu 3-6 mánuði er hefur verðbólga verið afar lítil (um eða innan við 1% ársígildi). Ef við skoðum svo hvað það var að gerast fyrir 9-11 mánuðum síðan þá voru stórir hækkunarmánuðir sem eru að fara að detta út úr mælingum ársverðbólgu á næstu mánuðum. Þetta bendir til þess að verðbólgan gæti jafnvel sunkað niður hraðar en bjartsýnustu spár gera ráð fyrir. Þar sem það tekur um 12 mánuði fyrir áhrif stýrivaxta að koma er því raunverulega hætta á að seðlabankinn sé að "skjóta yfir markið" með því að lækka stýrivextina ekki nærri eins hratt og hann hækkaði þá þegar þeir voru á leiðinni upp fyrir 2-3 árum. Ef eitthvað er að marka þeirra eigin "fræði" ætti seðlabankinn því að lækka vexti hraðar en hann er að gera og taka stærra skref niður strax við næstu ákvörðun 19. mars.

P.S. Vaxtahækkanir draga nákvæmlega ekkert úr peningamagni. Vaxtagreiðslur fjarlægja nefnilega enga peninga úr umferð heldur færa þá bara úr einum vasa í annan. Aðeins tvennt getur dregið peningamagn úr umferð: innheimta skatta og niðurgreiðslur á höfuðstól bankalána. Þegar vextir eru hækkaðir þá hægist beinlínis á niðurgreiðslum höfuðstóls jafngreiðslulána sem eru algengasta lánsformið. Skattahækkanir draga líka úr getu fólks til að greiða hraðar en ella inn á höfuðstól lána. Hvort tveggja vinnur þannig beinlínis gegn því að draga úr peningamagni í umferð.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2025 kl. 18:34

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Er Seðlabankinn að hygla bönkunum??? þeir hafa aldrei grætt eins mikið eins og í dag með ofurháum vöxtum. Hverjir borga þessa vexti? jú það eru almennir borgarar sem eru að kaupa sér íbúðir og aðrar nauðþurftir. Græðgi bankanna er að gera útaf við almenning sem þarf á lánum að halda. Svona lagað gengur ekki upp, breytinga er þörf á útlánsvöxtum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.2.2025 kl. 18:40

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Seðlabankinn ákveður ekki útlánsvexti bankanna. Það eina sem er á "stýrivöxtum" eru innlán viðskiptabankanna hjá seðlabankanum. "Stýrivextir" eru þeir vextir sem seðlabankinn greiðir viðskiptabönkunum á innlán þeirra. Almenningur hefur aldrei samþykkt slíka útdeilingu á almannafé.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2025 kl. 18:59

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur 9. febrúar 2022 voru stýrivextir 2.75% hversu há var verðbólgan þá?????  Ég veit að veðbólgan er 4,6%, sem er það lægsta síðustu 10 árin en samt eru stýrivextir 8,0% er eitthvað samræmi í þessu????  Markmið Seðlabankans eru að halda verðbólgunni á milli tveggja- fimm % Nú er hún 4,% sem er innan verðbólgumarka Seðlabanka Íslands...

Jóhann Elíasson, 5.2.2025 kl. 21:36

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Tómas, ég hef heyrt því haldið fram að þessu háa vaxtastigi sé haldið uppi af útgerðinni, en þetta er bara eitthvað sem ég herði en ég hef heldur ekki fengið að heyra neinn RÖKSTUÐNING fyrir þessu og ég get svo sem séð að háir vextir haldi genginu lágu en þá ætti fiskvinnslan að hagnast en það er jú útgerðin sem á fiskvinnsluna....

Jóhann Elíasson, 5.2.2025 kl. 21:48

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur, þetta er rétt hjá þér en SAMT stjórnast ÚTLÁNAVEXTIR bankanna af STÝRIVÖXTUM Seðlabanka Íslands. þvert á það sem þeir EIGA AÐ GERA.....

Jóhann Elíasson, 5.2.2025 kl. 21:54

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er auðvelt að fletta því upp á vef Hagstofunnar að í febrúar 2022 var ársverðbólga 6,2%, þegar stýrivextir voru hækkaðir úr 2,00% í 2,75% eins og má finna upplýsingar um á vef Seðlabanka Íslands.

Útlánavextir bankanna stjórnast ekki af stýrivöxtum heldur ákvörðunum stjórnenda bankanna. Það eru stjórnendurnir sem ákveða að láta stjórnast af stýrivöxtum (eða ekki þegar það hentar þeim betur).

Guðmundur Ásgeirsson, 6.2.2025 kl. 00:34

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir  Guðmundur, ég var nú reyndar búinn að fletta þessu upp en minn "punktur", var mest sá að benda á þetta misræmi  Ákvörðun stjórnenda bankanna er tekin að teknu tilliti til STÝRIVAXTA Seðlabankans, ÞETTA ER EINMITT INNIHALDIÐ Í ATHUGASEMD MINNI NÚMER SEX.......

Jóhann Elíasson, 6.2.2025 kl. 04:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband