ER EVRAN EINS STÖÐUGUR GJALDMIÐILL OG INNLIMUNARSINNAR HAFA GEFIÐ Í SKYN????

Að minnsta kosti hafa INNLIMUNARSINNAR verið nokkuð duglegir að halda því fram og þar sé komin lausn á öllum efnahagslegum vandamálum Íslands, bara með því að taka upp evru.  En svo er talið af einhverjum sjálfskipuðum "snillingum" að þessi "STERKI" gjaldmiðill muni ekki þola forsetaskipti í Bandaríkjunum?  Þessi umræða um meintan "styrkleika evrunnar" hefur mér fundist bera nokkurn keim af "skotgrafahernaði af hendi INNLIMUNARSINNA, þar sem hefur verið kastað fram órökstuddum fullyrðingum ásamt "rökum" sem svo reyndust ekki hafa neitt á bak við sig þegar upp var staðið.  Þannig að ég tók mig til og skoðaði þróun gengis evrunnar gagnvar Íslensku krónunni frá 7 febrúar 2023 til 7 febrúar 2025.  Og hver var svo niðurstaða?  Jú það kom í ljós að evran hafði fallið STÖÐUGT gagnvart Íslensku krónunni eða um 3,75%.  7. febrúar 2023 var gengi evrunnar 152,10 ÍKR en 7. febrúar 2025 var gengi evru 146,60 ÍKR.  Þó svo að þarna sé um að ræða stutt tímabil þá er þróunin alveg skýr og telja virkilega einhverjir að þarna sé um framtíðargjaldmiðil okkar að ræða??????????? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Það er alveg sama hversu oft innlimunarsinnum er svarað þeir trúa alltaf á lygi sína. Allt sem þeir segja um efnahagsmál í ESB stenst engan veginn en samt er haldið áfram á sömu braut í lygaþvælunni. Ekkert nema einfeldingar (eða skilja hreinlega ekki efnahagsmál) sem trúa að öllu sem þeim er sagt.

Rúnar Már Bragason, 10.2.2025 kl. 15:07

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Rúnar það er alveg merkilegt hvernig þetta fólk getur látið og þar fer Utanríkisráðherra fremst í flokki, það verður til þess að maður ályktar sem svo að þessi manneskja sé ekki með "fulla fimm" og ekki einu sinni "hálf fimm".   Ég held að við höfum frekar  lítið að gera með svoleiðis ráðherra......

Jóhann Elíasson, 10.2.2025 kl. 15:24

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Evran er pólitísk hugarsmíði. Allt mat á (ó)stöðugleika evrunnar er því jafngilt mati á pólitískum (ó)stöðugleika í Evrópusambandinu. Svo geta menn myndað sér skoðanir á því hvort (ó)stöðugleiki einkennir stjórnarfar í Evrópusambandinu.

Ef íslensk stjórnvöld vildu taka hér á landi upp stöðugasta gjaldmiðils heims sem rýrnar aldrei að verðgildi sama hvað á dynur þarf ekki að leita út fyrir landssteinana heldur einfaldlega að gera verðtryggða íslenska krónu að lögeyri.

Til þess þyrfti ekki að sækja um aðild að neinu sambandi eða bandalagi eða undirgangast neitt flókið eða langdregið aðlögunarferli. Það eru ekki nema 44 ár frá síðustu myntbreytingu á Íslandi sem var gerð svo gott sem í einni svipan.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.2.2025 kl. 22:21

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er að mestu leiti rétt hjá þér Guðmundur en kannski það væri ekki svo galið að bæta því við að Joseph E. Stiglitz Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði sagði AÐ EVRAN VÆRI STÆRSTU HAGFRÆÐIMISTÖK SEM HEFÐU VERIÐ GERÐ OG ÆTTU EFTIR AÐ VERÐA ALÞJÓÐAHAGKERFINU MJÖG DÝR.

"Réttur útreikningur á verðtyggingu krónunnar" og að vertryggingin nái einnig til launa  ætti  frekar að vera baráttumál Hagsmunasamtaka Heimilanna frekar en að berjast fyrir því að verðtryggingin verði lögð af því við vitum það að það eru STERK öfl og áhrifamikil sem berjast hart fyrir verðtryggingunni.......  

Jóhann Elíasson, 10.2.2025 kl. 23:22

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Jóhann.

Svo það komi örugglega skýrt fram skrifa ég frjálslega hér á blogginu í eigin nafni sem einstaklingur en ekki í nafni Hagsmunasamtaka heimilanna og raunar hvergi nema það komi skýrt fram eða umfjöllunin sé merkt samtökunum sérstaklega.

Hagsmunasamtök heimilanna berjast ekkert endilega fyrir því að verðtrygging verði aflögð með öllu heldur aðeins í húsnæðislánum og öðrum lánum til neytenda. Aðrir gætu svo haft sína verðtryggingu í friði fyrir því. Ég er ekki að fara að breyta þessu að svo stöddu.

En hefurðu áttað þig á því að upptaka verðtryggðrar krónu sem lögeyris myndi uppfylla báðar óskir þínar? Þá yrði verðtrygging alltaf sjálfkrafa "rétt reiknuð" (núll) og laun yrðu um leið sjálfkrafa verðtryggð án þess að það þyrfti að taka fram sérstaklega.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.2.2025 kl. 02:04

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki get ég tekið undir orð þín um að Hagsmunasamtök Heimilanna berjist EKKI gegn verðtryggingunni og vísa ég þar með til orða formmanns samtakanna til mín í "pósti" og það sem mér fannst öllu furðulegra var að formaðurinn virtist ekki skilja hvernig verðtryggingin er reiknuð eða hvernig hún virkar yfirhöfuð, fólk verður að vita hvað það er sem þeir eru mótfallnir.

Ég er ekki alveg viss um að þú gerir þér alveg grein fyrir hvað vertrygging er heldur, Guðmundur.......

Jóhann Elíasson, 11.2.2025 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband