ÞARNA SÝNIR "ÚTGERÐARELÍTAN" SITT "RÉTTA" ANDLIT..........

Eftir að hafa komist upp með að umgangast sameiginlega auðlind landsmanna eins og þeim sjálfum hentar og vaða yfir landsmenn og auðlindina á skítugum skónum og "maka krókinn" á kostnað landsmanna í rúmlega 40 ár án þess að þurfa að GREIÐA SANNGJARNT GJALD FYRIR.  Eftir allan þennan tíma eru þeir orðnir svo óforskammaðir að þeir hafa í hótunum við stjórnvöld ef þau VOGA SÉR AÐ HÆKKA GJALDIÐ FYRIR AFNOT AF SAMEIGINLEGRI AUÐLIND LANDSMANNA.  Að sjálfsögðu ætti þessi sameiginlega auðlind okkar að standa undi rekstri HAFRÓ, Fiskistofu og stórum hluta Landhelgisgæslunnar, en núverandi "Veiðigjald" er nokkuð langt frá því.  En núna stendur til að breyta þessu þannig að það á að færa þetta gjald aðeins nær því sem er raunhæft og þá fer útgerðarelítan" alveg á límingunum og reyna að fá saklausa einfeldninga í sveitastjórnum landsins í lið með sér, þessir "saklausu einfeldningar" virðast ekki gera sér ekki nokkra grein fyrir því að fyrirhuguð hækkun á "veiðigjöldunum" hefur í för með sér mikla HÆKKUN á tekjum sveitarfélaganna og meira að segja er gengið svo langt að "útgerðarelítan HÓTAR" því að fara með fiskvinnsluna úr landi, verði af þessari hækkun.  Verði staðið við þessa hótun ER BARA EITT RÁÐ FYRIR HENDI EN ÞAÐ ER AÐ AFTURKALLA KVÓTANN.  MARGI FRÆÐINGAR OG RÁÐAMENN LANDSINS HAFA TALAÐ FJÁLGLEGA UM ÞAÐ AÐ ÍSLAND SÉ EINA LANDIÐ Í HEIMINUM ÞAR SEM SJÁVARÚTVEGURINN NÝTUR ENGRA RÍKISSTYRKJA. EN ER ÞETTA SANNLEIKANUM SAMKVÆMT????


mbl.is Útgerðir draga úr umsvifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

"hækkun á "veiðigjöldunum" hefur í för með sér mikla HÆKKUN á tekjum sveitarfélaganna "  ??????????

Hvernig í ósköpunum reiknar þú það. út

Þessir peningar fara í Ríkissjóð og er svo deilt út í mikilvæg gæluverkefni einsog t.d. styrkja stríðsrekstur í Úkraínu

Grímur Kjartansson, 29.3.2025 kl. 14:07

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Grímur, vegna þess að grunnurinn fyrir útreikningum verðmætis aflans  kemur til með að hækka og þá verða hafnargjöldin hærri, laun sjómanna hækka sem leiðir til að útsvarstekjur sveitarfélagsins hækka og svona mætti lengi telja.  Það er meira en EIN hlið á þessu máli......

Jóhann Elíasson, 29.3.2025 kl. 14:24

3 identicon

Hækkunin mun hafa áhrif. En þau verða ekki endilega þau sem hæst er haldið á lofti. Sennilega verða þau á þá veru að stærstu og sterkustu útgerðirnar kaupi þær minni. Enda tekjur þeirra ekki nema að litlu leyti frá fiskveiðum við Íslandsstrendur. Útgerðum fækki, skipum og sjómönnum fækkar og vinnsla flyst á færri staði. Stórútgerðir verða valdameiri, ríkari og óháðari afkomu fiskveiða. Rétt eins og alltaf áður þegar álögur á útgerð hafa verið auknar. Og þá hefst sami söngur og farið verður í sömu aðgerðir með sama árangri.

Hefði verið betra að skattleggja arðgreiðslur eins og tekjur frekar en að hækka skatta á rekstur? Skattar á rekstur hafa óhjákvæmilega áhrif á rekstur en skattar á arðgreiðslur aðeins áhrif á gróða eigenda. Er markmiðið að skaða rekstur útgerða eða takmarka hagnað eigenda?

Getur verið að þegar stjórnvöld gera stórútgerðareigendum þennan greiða þá þurfi að halda uppi málamynda mótmælum og afvegleiða umræðuna aðeins í átt sem hvort sem er verður ekki farin? Grugga vatnið aðeins. Gráta nokkrum krókódílstárum. Láta andstæðinginn halda sig hafa grætt eitthvað og sigrað meðan þeir tölta hlæjandi burt með lágskatta arðinn að kaupa upp nokkra einyrkja eða hlut í tryggingafélagi eða banka.

Það er allavega engin ástæða til að halda að nú, í fyrsta skipti, muni stórútgerðir skaðast við þessar marghækkuðu álögur eða að eigendur þeirra hætti að græða. En allir aðrir......

Glúmm (IP-tala skráð) 29.3.2025 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband