30.3.2025 | 12:05
ESB-DINDLAR MEÐ "NIÐURGANG" VEGNA GRÆNLANDHEIMSÓKNAR.......
Það hefur verið alveg stórmerkileg upplifun að fylgjast með ruglinu og ráðaleysinu hjá ESB INNLIMUNARSINNUNUM, varðandi þessa Grænlandsheimsókn Bandaríkjamanna. Fyrir það fyrsta ber "fréttum" engan veginn saman um það hver tilgangurinn með þessari ferð hafi verið. Mesta "heiftin" hefur verið í málflutningi "Norrænna KRATA" í þessu máli (Utanríkisráðherra Íslands telst til KRATA því hún er svokallaður LAUMUKRATI þó svo að hún sé formaður Viðreisnar, en eins og menn vita hefur hún innleitt KRATA stefnuna inn í Viðreisn). Eins og ég hef áður sagt, þá eru afar misjafnar "fréttir" af þessu atburði og það skásta sem ég veit eru fréttir frá Grænlandi sem Atli Lilliendahl (sem bjó á Grænlandi í 30 ár og hefur miklar tengingar við landið) SJÁ HÉR. þessi maður hefur áður komið í viðtal á Útvarp Sögu og fjallað þar um samskipti Grænlands og Danmerkur og hvet ég fólk til að kynna sér þetta á heimasíðu útvarps Sögu, Atli Lilliendahl (Atli hefur nokkrum sinnum komið á Sögu og getur fólk valið úr þáttum til að hlusta á). Það er mín skoðun að með því hlusta á menn sem þekkja vel til, fái maður raunhæfustu fréttirnar.
Þá er komið að því að Utanríkisráðherra fái smá fræðslu um hvernig NORÐURLANDASAMVINNA ER Í RAUNINNI. Við skulum bara horfast í augu við það að "NORÐURLANDAFJÖLSKYLDAN", sem Utanríkisráðherra talar svo fjálglega um í viðhengdri frétt, er í rauninni tvískipt, annars vegar eru; Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Álandseyjar og Finnland og hins vegar eru Ísland og Færeyjar og nú nýlega er Grænland víst komið inn í seinni hópnum eru óhreinu börnin hennar Evu, sem A deild NORÐURLANDANNA vill ekkert vita af nema á tyllidögum. Sem dæmi má nefna að ég bjó í Noregi í vel á þriðja ár og þau ár vor vikulegir þætti í Norska sjónvarpinu sem hétu "NORDEN RUNDT" þar sem komu stutt innskot frá "ÖLLUM" Norðurlöndunum. Allan þann tíma sem ég bjó í Noregi kom ekki einn einasti þáttur frá Íslandi eða Færeyjum. Ætli þetta sé eitthvað sem Utanríkisráðherra kallar "eðlileg" fjölskyldutengsl????? Mér skilst að það hafi gengið eitthvað treglega að Grænland hafi fengið formlega aðild að NORÐURLANDARÁÐI, n getur verið að nýjustu vendingar í málefnum GRÆNLANDS hafi haft einhver áhrif þar á?????
![]() |
Allt við þessa heimsókn var óviðeigandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jóhann Stýrimaður; sem endranær !
Vel samantekin; greinargerð þín þarna - og engu undanskotið í þinni frásögu, sem vænta mátti.
Atli Lilliendahl; var á meðal minna beztu viðskiptavina, í Byggingavörudeild Kaupfjelags Árnesinga (1991 - 1995), sem og fleirri hans frændur, ábyggilegur í allan máta og greinargóður vel - og við hæfi, að þú getir þeirra spjallþátta á Útvarpi Sögu t.d., sem Atli hefur átt hlut að máli, með afburða þekkingu hans á Grænlandssögu seinni / sem og fyrri tíma.
Við vitum það Jóhann; að Kratar eru - og verða alltaf óábyggilegir - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir t.d. hefur sýnt það og sannað, allan sinn köflótta stjórnmálaferil.
Það er rjett hjá þjer; Ísland - Grænland - Færeyjar:: og meira að segja Álandseyjar, hafa verið afgangsstærðir í huga snobbaðri Norðurlanda þjóðanna því miður, lengst af.
Hitt er annað; að mjer blöskrar, sem mörgum annarra offors og frekja Donalds Jóhannesar Trump og legáta hans, í garð Grænlendinga - og ekki bara þeirra:: sjáum stólpa kjaftinn
og heyrum, sem Washington ráðamenn senda Kanadamönnum - Panamamönnum og Mexíkönum, t.d. þessi misserin.
Reyndar; eiga Danir ekki úr háum söðli að detta, hvað varðar framkomu þeirra í garð Grænlendinga: fyrr og síðar - hvað komi fram einnig, ekki síður.
Með beztu kveðjum; að vanda, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.3.2025 kl. 13:45
Sæll Óskar Helgi og þakka þér fyrir innlitið og góðar athugasemdir, sem fyrr. Það er nokkuð klárt að án Bandaríkjanna hefðu Íslendingar ekki náð að slíta sig frá Dönum árið 1944 (um þetta atriði hefur prófessor Svanur Kristjánsson fjallað nokkuð ítarlega) og eru mjög mikil líkindi með því sem er í gangi núna með Grænland þessa dagana og var í gangi með Ísland í þá daga og hvet ég þig til að skoða þá hluti vandlega. Svo er annar hlutur sem ætti að skoða en í þessu svokallaða "Norðurlandasamstarfi" er margt sem er nokkuð margt athugavert við svo ekki sé nú fastar að orði kveðið og ekki alveg víst að eftir að afa farið farið yfir það VÆRUM VIÐ AÐ TALA UM "VINI OKKAR" Á HINUM NORÐURLÖNDUNUM". Það sem ég er mest hræddur um er að þessir hörðu INNLIMUNARSINNAR sem Forsætisráðherra og Utanríkisráðherra eru (eigi eftir(viljandi eða óviljandi), að skaða samskipti Íslands og Bandaríkjanna það mikið að varanlegur skaði hljótist af. Það vita það allir sem vilja vita að ESB er ekki í aðstöðu til að gera eitt né neitt ef einhver vá kemur upp......
Bestu kveðjur af Suðurnesjunum.
Jóhann Elíasson, 30.3.2025 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning