TIL HAMINGJU MEÐ ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN Í DAG NORÐMENN HEIMA EÐA AÐ HEIMAN....

Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi, að vera staddur út í Noregi á 17 maí, nánar tiltekið í Kristiansand í suður Noregi.  Það mikil hátíðarstemming og allir voru uppáklæddir og allir sem gátu skörtuðu þjóðbúningum eða "bunad" eins og fatnaðurinn hét á máli Norðmanna.  Allt var mjög hátíðlegt skrúðgöngur og öll hátíðarhöld sem hægt var að hugsa sér og greinilegt að þetta var mjög stór dagur í huga ALLRA Norðmanna.  Það var mikill munur að vera í Noregi á 17 maí eða á Íslandi 17 júní.  Í Noregi finnur maður og sér hversu stór og mikill þessi dagur er hjá Norðmönnum en á Íslandi liggur við að þetta sé bara næstum eins og hver annar dagur, kannski er það vegna þess að Norðmenn hafa misst sjálfstæði sitt og vita hvers virði það er????????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Tek undir með þér Jóhann, -það er mikill munur á 17. maí átíðarhöldum Norðmanna og 17. júní hátíðahöldum Íslendinga.

Þegar ég var í Noregi tók ég alltaf tveggja vikna sumarfrí eftir þennan dag og fór til Íslands til starfa minna fyrir bankann, svo út aftur til að vinna fyrir peningum til að senda í bankann. Eins og einhverjir sjálfsagt muna höfðu íslensku bankarnir orðið gjaldþrota, -svo ekki veitti af.

Segja má að 17. maí hafi verið ljós í myrkrinu á þessum árum og 17. júní sé orðin lítið annað en tár í tómið.

Eigðu góðan dag samt.

Magnús Sigurðsson, 17.5.2025 kl. 08:30

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir innlitið Magnús og góðar kveðjur.  Já það er sorglegt til þess að hugsa hvernig komið er fyrir þjóðhátiðardegi okkar Íslendinga.  Ég heff verið að horfa á Norska sjónvarpið sem er með beina útsendingu frá hátíðarhöldunum út um allt land og víða um heiminn í allan dag.  Í  Noregi er þessi dagur mikill hátíðardagur og fyrir viku síðan var Norska sjónvarpið farið að minna landsmenn á daginn og náttúrulega farið að undirbúa hátíðahöldin fyrir löngu síðan.....

Jóhann Elíasson, 17.5.2025 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband