HÚSNÆÐISKOSTNAÐUR OG NEYSLUVÍSITALA..........

Við þessari spurningu er nú frekar einfalt svar (að mínum dómi) en auðvitað eru skiptar skoðanir um þetta mál eins og flest önnur umdeild mál.  Til eru þeir sem vilja húsnæðisliðinn alveg út úr neysluvísitölunni og þeirri forsendu að húsnæði sé EKKI NEYSLA heldur sé um að ræða SJÁLFSÖGÐ MANNRÉTTINDI SEM VARIN ERU Í STJÓRNARSKRÁ.  Ég hef velt  þessu nokkuð mikið fyrir mér og komist að því að báðir þessir hópar hafa nokkuð til síns máls og þar af leiðandi leyfi ég mér að leggja til nokkurs konar „Salómonsdóm“  í þessu máli:  Að mínum dómi ætti að taka HÚSNÆÐISVERÐ ÚT ÚR NEYSLUVÍSITÖLUNNI EN Á MÓTI ÆTTI AÐ TAKA UPP MEÐALKOSTNAÐ VIÐ AÐ REKA 120 FERMETRA ÍBÚÐARHÚSNÆÐI Á MÁNUÐI.

Að mínu áliti væri þarna um að ræða lausn, sem flestir ættu að geta sætt sig við aðrir en fjármagnseigendur en ég held að þeir séu ekki meirihluti landsmanna en vissulega eru þeir kannski MUN ÖFLUGRI ÞRÝSTIHÓPUR.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Húsnæðisverð var tekið út úr neysluvísitölunni fyrir einu ári síðan og í staðinn tekinn upp "áætlaður" meðalkostnaður við að leigja samsvarandi íbúð og þá sem maður á sjálfur og býr í. Er það ekki nokkurn veginn í áttina að því sem þú ert að kalla eftir?

Ýmsir gallar voru þó á þessari breytingu. Aðallega að tímasetningin var afleit því síðan þá hefur leiga hækkað meira en húsnæðisverð! Jafnframt var hún gerð með geðþóttaákvörðun opinberrar stofnunar bak við luktar dyr án þess að nein lög hefðu breyst.

Ég myndi aldrei leigja mína eigin íbúð á því uppsprengda verði sem sambærileg íbúð myndi bjóðast fyrir á almennum leigumarkaði. Samt lætur Hagstofan eins og ég myndi samþykkja slík okurkjör, sem endurspeglar alls engan raunveruleika!

Í Bandaríkjunum er þetta mælt þannig að eigendur eigin íbúðarhúsnæði er einfaldlega spurðir hvað þeir myndu greiða sjálfum sér í leigu fyrir íbúðina og svo eru þær tölur notaðar, sem er miklu nær einhverju raunhæfu virðismati.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.7.2025 kl. 21:49

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það má alltaf deila um vað sé best að gera en niðurstaðan virðist alltaf vera sú að einhver "galli" er á öllum úrræðum. "Áætlaður leigukostnaður" á  ákveðinni stærð á húsnæði er EKKI það sem ég kalla eftir HELDUR KOSTNAÐUR við að  búa í 120 fermetra húsnæði og er það sá kostnaður sem ég er að kalla eftir að fari í neysluvísitöluna....

Jóhann Elíasson, 9.7.2025 kl. 22:54

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Annar rekstrarkostnaður en leiga er inni í vísitölunni líka, svo sem hiti, rafmagn, nettenging, tryggingar o.fl. Reyndar ekki miðað við 120 fermetra íbúð heldur meðaltalsíbúð. Stærsta vandamálið við breytinguna var að það var ekki gert ráð fyrir neinum aðlögunartíma heldur var hún gerð í einni svipan á versta mögulega tímapunkti. Það hefði verið ralsvert skárra að miða við meðaltal beggja aðferða fyrst um sinn og láta svo vægi þeirra eldri dvína smám saman þar til hún yrði horfin úr samsetningunni eftir aðeins lengri tíma. Helsta gagrnýni mín snýr þó að því að sá rekstrarkostnaður sem Hagstofan áætlar á mína eigin íbúð (þar sem "reiknuð húsaleiga" er stærsti þátturinn) endurspeglar hvorki það sem ég myndi borga í leigu ef ég væri að leigja né það sem kostar að reka mína íbúð. Þetta er því ekki að mæla neinn raunveruleika.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.7.2025 kl. 23:07

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er nákvæmlega það sem ég var að segja í fyrri athugasemd en kom illa orðum að, að mínu mati hefur þessi kostnaður EKKERT með LEIGU að gera, þessar aðgerðir eru svipaðar og að  setja PLÁSTUR Á SVÖÐUSÁR.  Það virðist þurfa að  fara fram HEILDARENDURSKOÐUN Á NEYSLUVÍSITÖLUNNI OG UPPBYGGINGU HENNAR........

Jóhann Elíasson, 10.7.2025 kl. 06:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband