SANNLEIKURINN UM ESB - TIL HVERS EIGUM VIÐ AÐ GERAST MEÐLIMIR???

Nú þegar hættan á því að INNLIMUNARFLOKKARNIR  (Viðreisn og Samfylkingin) komist í  þá aðstöðu að geta jafnvel „troðið“ Íslandi í ESB og það á grundvelli þeirra lyga sem þessir flokkar hafa haft uppi um ESB og „kosti“ þess að vera í þeim félagsskap (reyndar skal því haldið til haga að Samfylkingin hefur dregið mjög mikið úr þessum lygum og áróðri síðustu mánuði en Viðreisnarfólk hefur BÆTT stórlega í upp á síðkastið).  Nú hefur þessi HÆTTA RAUNGERST og því miður fyrir landsmenn virðast 2/3 hlutar "SKESSANNA" ekki sjá neitt mikilvægara en að koma landinu inn í ESB (þrátt fyrir að mörg brýn mál bíði hér úrlausnar).  Hér á eftir ætla ég að fara lauslega yfir þau mál og RANGFÆRSLUR sem þetta lið fer helst með:

 

VERÐTRYGGING:  INNLIMUNARSINNAR hafa verið ötulir við að halda því fram að ef við værum í ESB mundum við „LOSNA“ við verðtryggingu, því hún væri ÓLÖGLEG í ESB og því BÖNNUÐ.  Ég hef því eytt miklum tíma í að leit á heimasíðum ESB og Seðlabanka Evrópu (ECB) og ekki fundið minnst á verðtryggingu á einum einasta stað á hvorugri heimasíðunni.  Þarna er fyrsta lygi þeirra afhjúpuð og ekki sú síðasta.  Og svo hefur það nokkuð oft komið fram að ef verðtryggingin yrði tekin af þá yrðu LÍFEYRISSJÓÐIRNIR GJALDÞROTA og ekki hef ég séð NEINA LAUSN á þessu máli hjá INNLIMUNARSINNUM. Frekar en öðrum málum.

 

VEXTIR OG STÝRIVEXTIR:  INNLIMUNARSINNAR tala mikið um það að ef við göngum í ESB, verði hér „EVRÓPSKIR VEXTIR“ en hvað eru „Evrópskir vextir“?  Jú Seðlabanki Evrópu (ECB) reiknar reglulega út MEÐALVAXTASTIG ALLRA ESB landanna og einnig MEÐALSTÝRIVAXTASTIGIÐ og það eru þessir „EVRÓPUVEXTIR“ sem  er verið að tala um.  Það gefur auga leið að það geta ekki verið sömu vextir í  Ungverjalandi, sem er með 11% verðbólgu og svo aftur í Hollandi þar sem er víst verðhjöðnun (mér tókst nú ekki að finna út nákvæmar tölur yfir hversu mikil hún er).  Síðast þegar ég skoðaði voru „MEÐALSTÝRIVEXTIR Í EVRÓPU“ 3,5%, sem eru víst „Evrópuvextir“ hjá INNLIMUNARSINNUM en þeir „gleyma“ einum mikilvægum hlut STÝRIVEXTIR ERU EKKI ALMENNIR VEXTIR.  Þeir  hika ekki við að blanda saman stýrivöxtum og almennum vöxtum ef þeir halda að það geti stutt við málstaðinn (það viðist vera mjög einfalt að bæta við lygina, þegar menn á annað borð eru byrjaðir að ljúga).

 

VERÐBÓLGA:  Það  sama er hæg að  segja um verbólguna, Seðlabanki Evrópu (ECB) reiknar út MEÐALTALSVERBÓLGUNA Í ÖLLUM ESB löndunum og það er VERÐBÓLGAN sem INNLIMUNARSINNAR segja að sé í Evrópu.  Verðbólgan í Evrópu er víst (að þeirra sögn) 3,1% og þá vísa ég bara til ástandsins í Ungverjalandi annars vegar og hins vegar í Hollandi.  Eitt skulum við hafa í huga það er sagt að enn hafi hvert og eitt ríki innan ESB efnahagslegt sjálfstæði en það eru miklar „blikur“ á lofti í þeim efnum og eitt af því sem ætti að hringja viðvörunarbjöllum er það að Evrópski Seðlabankinn (ECB) skuli framkvæma þessa útreikninga.

 

EVRA:  Ein helsta „TÖFRALAUSN“ INNLIMUNARSINNA á efnahagsvanda okkar Íslendinga en einhverra hluta vegna „gleyma“ þeir alltaf að tala um þau „SKILYRÐI“ sem lönd þurfa að uppfylla til þess að „FÁ“ að taka upp evru sem gjaldmiðil (kannski það sé ástæðan fyrir því að aðeins 19 af 27 ríkjum sambandsins eru með evru sem gjaldmiðil sinn?).

En væri ekki ráð að skoða aðeins hver skilyrðin fyrir upptöku evru eru?

  • FYRSTA SKILYRÐIÐ ER AÐILD AÐ ESB.
  • GENGIÐ ÞARF AÐ HAFA VERIÐ STÖÐUGT Í ÞRJÚ ÁR.
  • VEXTIR Á LANDINU ÞURFA AÐ HAFA VERIÐ UNDIR 4,5% Í ÞRJÚ ÁR.
  • VERÐBÓLGA ÞARF AÐ VERA UNDIR 4,5% Í MINNST ÞRJÚ ÁR.

 

AÐ ÞESSUM SKILYRÐUM UPPFYLLTUM ER BARA EKKI NOKKUR ÁSTÆÐA TIL ÞESS AÐ TAKA UPP EVRU, HVORKI Á ÍSLANDI EÐA NOREGI.  Svo er önnur spurning sem hlýtur að koma upp hjá mönnum; HALDA INNLIMUNARSINNAR AÐ EVRAN VERÐI ÁN KOSTNAÐAR EF HÚN YRÐI TEKIN UPP, EN KANNSKI VILJA INNLIMUNARSINNAR MEINA AÐ VIÐ ÞYRFTUM EKKERT AÐ BORGA FYRIR HANA?  Þannig að fyrst þyrftum við að  sjá til hvernig „aðlögunarviðræðurnar við ESB myndu leiða okkur, sem sennilega tækju ekki minna en þrjú til fimm ár (sumir segja að lágmarki 10 ár) síðan þyrfti að bíða eftir því hvort við fengjum að taka upp evru og þar bættust við nokkur ár (að lágmarki fjögur til fimm ár) og að þeim tíma liðnum væri ávinningurinn enginn ÞVÍ VIÐ VÆRUM HVORT SEM ER BÚIN AÐ UPPFYLLA ÖLL EFNAHAGSLEG SKILYRÐI.

 

FJÁRHAGSLEGIR ANNMARKAR:  Þar sennilega komið að stærsta vandanum við ESB aðild.  Mér hefur gengið erfiðlega að komast að því hvað aðild okkar að EES samningnum kostar okkur á hverju ári (en vonandi getur einhver upplýst mig um það) EN ÉG GET LOFAÐ ÞVÍ AÐ ÞAÐ SEM VIÐ GREIÐUM FYRR AÐILD AÐ EES ER BARA “BARNASKÍTUR“ HJÁ ÞVÍ SEM FULL AÐILD AÐ ESB OG EVRAN MYNDU KOSTA OKKUR og svo skilst mér að Ríkissjóður standi ekkert of vel.

 

VONANDI SKOÐA KJÓSENDUR MÁLIÐ VEL ÁÐUR EN ÞEIR GREIÐA ESB  FLOKKUNUM  VIÐREISN OG SAMFYLKINGU ATKVÆÐI SITT OG ÞEIR VERÐA AÐ GERA SÉR GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ EF ÞESSIR FLOKKAR KOMAST AÐ ÞÁ VERÐUR ÍSLAND EKKI LENGUR FRJÁLST OG FULLVALDA RÍKI.......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

ÞKG ætlaði að innsetja bókun 35 en fékk hótun um brot á stjórnarskrá og lögum um að framfleyta ekki lögum og rétti til erlendra ókjörinna búrókrata. Nú ætlar hún að setja okkur inn í ESB og er það nú ekki nema að gera hið sama og bókun 35, hún hlýtur að þurfa að takast á við annað eins lögbrot og niðurlægingu þjóðar okkar á þeim illvirkjum.

Alþingi getur ekki fleytt áformum ÞKG áfram með samþykki sínu, annars ættu þeir á hættu að hljóta lögbrot gegn stjórnarskránni sem þeir hétu sitt heiti við er þeir settust á hið háa Alþingi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.8.2025 kl. 23:45

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jóhann. Þetta er næstum allt rétt hjá þér fyrir utan að lífeyrissjóðir yrðu alls ekki gjaldþrota þó verðtrygging lána til neytenda yrði afnumin.

Tómas. ESB aðild aðild og bókun 35 er alls ekki það sama því bókunin er sérhönnuð til að sneiða hjá því fullveldisafsali sem fylgir ESB aðild.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.8.2025 kl. 00:31

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Viðbót um lífeyrissjóðina. Ég er sjálfur með óverðtryggt lífeyrissjóðslán sem er að skila lífeyrissjóðnum allnokkuð hærri ávöxtun en hann lofar mér á lífeyrisréttindi mín. Þó að mér þyki það ósanngjarnt að þurfa þannig að niðurgreiða lífeyrisréttindi annarra sjóðfélaga er þetta samt sönnun fyrir því að lífeyrissjóðir þurfa alls ekki á verðtryggingu lána til neytenda að halda til að geta staðið undir lífeyrisréttindum sjóðfélaga.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.8.2025 kl. 01:35

4 identicon

Allt er þetta satt og rétt. ið eigum ekkert erindi inn í þetta samkvæmi og höfum aldrei átt, en meinið mesta er bara, að þessi ESB-ástsjúki utanríkisráðherra vill ekki skilja það og ekki sjá það heldur, og það er okkur stórhættulegt.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2025 kl. 11:05

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Tómas, því miður eru ENGAR líkur á að LANDRÁÐAKÆRAN fari áfram í ÁKÆRUFERLI því það er ákvæði í landráðakafla hegningarlaganna, þess efnis að ráðherra (ég geri ráð fyrir að átt sé við Dómsmálaráðherra) taki ákvörðun um hvort verði ákært í málinu.  Ég tel að líkurnar á ÁKÆRU séu nánast ENGAR að dómsmálaráðherra ÁKÆRI flokksystur sína og þar ð auki á hún Utanríkisráðherra að þakka að hún  er Dómsmálaráðherra í dag.  Þannig að ég get ekki séð að við eigum NEINA opna leið gegn ráðherrum, sem fara bara sína eigin leiðir og hunsa lög og reglur.  ÉG SÉ EKKI AÐRA LEIÐ EN AÐ SETTUR VERÐI Á FÓT ÓHÁÐUR STJÓRNLAGADÓMSTÓLL........

Jóhann Elíasson, 3.8.2025 kl. 11:34

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur, ég hef nú reyndar aldrei haldið því fram að lífeyrissjóðirnir færu á hausinn ef verðtryggingin yrði tekin af, en að hafa forsvarsmenn lífeyrissjóðanna gert sjálfir.  Hitt er svo annað mál að ég gerði þau mistök við ritun þessarar greinar að ég tók þetta ekki fram og biðst ég afsökunar á því.  Ég er þér alveg sammála um það að afnám verðtryggingar hefði LÍTIL SEM ENGIN ÁHRIF Á GENGI ÞEIRRA...........

Jóhann Elíasson, 3.8.2025 kl. 11:43

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðbjörg Snót, þakka þér kærlega fyrir innlitið og ég tek algjörlega undir skrif þín.....

Jóhann Elíasson, 3.8.2025 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband