ÞAÐ VIRÐIST EKKI VEITA AF AÐ SEÐLABANKASTJÓRI FARI MEÐ UTANRÍKISRÁÐHERRA Í ENDURMENNTUN......

Og kannski væri ekki svo galið að Forsætisráðherra færi með þeim.  Að mínu mati væri Ragnar Árnason, prófessor emerítus, besti maðurinn til þess að sjá um framkvæmd námskeiðsins.........


mbl.is Peningastefnan veldur óstöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Hví tökum við ekki upp svissneskan franka sem gjaldeyri, það eru fordæmi fyrir að smáríki notar svissneska franka sem gjaldmiðil. Þá gætum við lagt niður seðlabankann

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 7.8.2025 kl. 14:58

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vaxtastefna Seðlabankans komin í „algjöra sjálfheldu“

Í bréfi til hlut­hafa í dag fer for­stjóri fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins Stoða, Jón Sig­urðsson, hörðum orðum um vaxta­stefnu Seðlabank­ans, sem hann seg­ir að bank­inn hafi fylgt und­an­far­in miss­eri, og var­ar við lang­tíma­af­leiðing­um henn­ar, bæði fyr­ir efna­hags­lífið og sam­fé­lagið í heild.

Í bréf­inu nefn­ir Jón að vaxta­stefna Seðlabank­ans sé kom­in í „al­gjöra sjálf­heldu“, eins og hann orðar það, enda komi það best fram í því að fólk og fyr­ir­tæki flýi þessa háu nafn­vexti með því að fjár­magna sig með verðtryggðum lán­um eða í er­lendri mynt ef þess er kost­ur. Þetta háa vaxta­stig bitni hvað mest á yngri kyn­slóðum í formi hárra vaxta­gjalda af hús­næðislán­um.

...

Jón bend­ir einnig á að á sama tíma og yngri kyn­slóðir greiði hærri vexti, þá njóti eldri kyn­slóðir ávinn­ings af vöxt­un­um í formi vaxta­tekna. „Vaxta­tekj­ur heim­il­anna hafa meira en tvö­fald­ast frá ár­inu 2021,“ seg­ir hann og bæt­ir við að „neyslu­geta hjá stór­um hluta fólks [hafi] auk­ist eft­ir því sem vext­ir hafa hækkað“, sem gangi þvert gegn mark­miðum pen­inga­stefn­unn­ar.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.8.2025 kl. 17:47

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gjaldeyrinn sem slíkur hefur ekkert með efnahagsmálin að gera Hallgrímur.  Gjaldeyrir er bara gjaldeyrir og hefur enga sjálfstæða hugsun og ef efnahagnum er illa stjórnað þá fer allt í klessu sama hvað gjaldeyririnn heitir.  Það er nokkuð flókið mál að leggja Seðlabankann niður.......

Jóhann Elíasson, 7.8.2025 kl. 20:42

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vaxtastefna Seðlabankans er ekki bara vitlaus heldur er hún líka STÓRSKAÐLEG Guðmundur.  Ég er nokkuð oft búinn að benda á það að það er EKKERT samband STÝRIVAXTA og VERÐBÓLGU og það var sýnt fram á þetta strax upp úr síðustu aldamótum.  Það sem gerist með svona gífurlega háa STÝRIVEXTI er að smám saman stöðvast ALLAR framkvæmdir, sem svo aftur leiðir til KREPPU og því miður þá get ég lofað því að HRUNIÐ 2008 verður eins og BARNASKÍTUR miðað við það sem við getum átt von á og til að milda höggið verða STÝRIVEXTIR að LÆKKA UM MINNST 4,5% STRAX........

Jóhann Elíasson, 7.8.2025 kl. 20:58

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hallgrímur. Umfjöllunarefnið er vextir, ekki gjaldmiðlar og nöfn þeirra. Vextir eru skifaðir á lánasamninga en ekki peningaseðla. Við hlið þeirrar tölu er prósentumerki en mynteiningin er tilgreind á allt öðrum stað við fjárhæð lánsins. Þessu tvennu má ekki rugla saman.

Peningamagn í umferð á Íslandi er á víðasta mælikvarða 3.278 milljarðar króna sem jafngildir 21,48 milljörðum svissneskra franka á núverandi gengi.

Ef ákveðið yrði að leggja niður ISK og taka CHF í notkun, með hverju gætum við þá greitt fyrir 21,48 milljarða CHF til að nota í staðinn?

Sama ef ætti að taka evrur í notkun, með hverju gætum við greitt fyrir 22,86 milljarða evra? Þeirri spurningu hefur aldrei verið svarað.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.8.2025 kl. 21:02

6 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Er ekki borgað fyrir allan útflutning með erlendum gjaldeyri. Erlendur gjaldeyrir flæðir inn með ferðaþjónustunni.

Lán í Sviss bera mjög lága vexti.

Íslensk vaxtakjör yrðu þá að taka viðmið af svissneskum markaði, annars færi almennur borgari og hæfi viðskipti við svissneskan banka.

Hvað er íslenska krónan búin að rýrna mikið gagnvart dönsku krónunnu frá því við slitum tengingu við hana. 1980kr kostar danska krónan núna. Að meðaltali höfum við borgað tuttugu og fjórar kr og fjörutíu aurum meira árlega fyrir dönsku krónuna frá 1944.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 8.8.2025 kl. 09:35

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hallgrímur, er eitthvað ERFITT að skilja það að rýrnun verðmætis Íslensku krónunnar er EKKI KRÓNUNNI SJÁLFRI AÐ KENNA HELDUR HANDÓNÝTRI EFNAHAGSSTJÓRNAR ÍSLENSKRA RÁÐMANNA FRÁ LÝÐVELDISSTOFNUN.  Þó svo að vextir séu lágir í Sviss er alls ekki gefið að þeir yrðu það hér á landi þó svo að við tækjum upp Svissneskan Franka.  Ég man ekki betur en að Björgólfur Thor hafi fyrst slegið þessari hugmynd fram með  að taka upp  Svissneskan Franka annað hvort 20006 eða 20007 og þegar gengið var á hann með þetta voru ÖLL hans rök fyrir þessari vitleysu skotin niður á mettíma........

Jóhann Elíasson, 8.8.2025 kl. 11:53

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hallgrímur. Það er greitt fyrir innflutning með gjaldeyri sem er aflað með útflutningi. Ég var alls ekki að tala um það heldur þá ca. 3. þúsund milljarða íslenskra sem eru í umferð hér innanlands og hafa ekkert með utanríkisviðskipti að gera. Vinsamlegast ekki rugla þessu tvennu saman en þú hefur ekki svarað því með hverju við gætum greitt fyrir þá 24,48 milljarða svissneskra franka sem þyrfti að kaupa ef það ætti að skipta öllum krónum í umferð út fyrir þá.

Lán í Sviss bera lægri vexti en lán á Íslandi. Það er alveg rétt en hefur ekkert með gjaldmiðilinn að gera heldur landið. Íslands myndi ekki breytast í Sviss þó að gjaldmiðill landsins héti eitthvað annað en króna. Lánasamningar gerðir á Íslandi yrðu áfram gerðir á Íslandi og tækju mið af íslenskum veruleika. Ef eitthvað við þessa kenningu þín stæðist, af hverju ætti þá vextir í Sviss ekki að verða jafn háir og á Íslandi ef bæði lönd notuðu sama gjaldmiðil? Nei það virkar alls ekki svoleiðis. Að sama skapi yrðu vextir í Sviss alveg þeir sömu ef þeir myndu ákveða að kalla gjaldmiðil sinn eitthvað annað en franka. Heldurðu kannski að Sviss myndi breytast í Ísland ef þeir tækju upp krónu? Nei, vextir í Sviss myndu áfram taka mið af svissneskum veruleika þó gjaldmiðilinn þeirra héti krónur, spesíur eða bara eitthvað allt annað.

Íslensk vaxtakjör myndu ekki taka mið af svissneskum markaði heldur íslenskum. Íslendingur gæti ekkert sjálfkrafa fengið húsnæðislán hjá svissneskum banka þó að gjaldmiðill Íslands héti franki. Ástæðan fyrir því að (varkárir) bankar vilja helst ekki veita fasteignalán til neytenda í öðrum löndum hefur minnst með nöfn gjaldmiðla að ger aheldur allt að ger ameð ólíkt eðli húsnæðismarkaða eftir löndum. Svisslendingur gæti af sömu ástæðum ekki auðveldlega fengið húsnæðislán hjá íslenskum banka til að kaupa sér íbúð í Sviss. Það sama gildir í báðar áttir.

Vísan þín til rýrnunar krónu frá slitum við danska segir okkur margt um söguna og mistök sem voru gerð fyrir löngu síðan. Hún segir samt ekkert um núverandi veruleika sem er sá að undanfarin ár hefur krónan verið einn stöðugasti gjaldmiðill í heimi og jafnvel stöðugri á köflum en svissneski frankinn, upp á síðkastið hefur krónan meira að segja verið að aukast að verðgildi. Þess má geta að frá því að verðgildi Bandaríkjadals var aftengt frá gulli hefur það rýrnað álíka mikið og íslenskrar krónu gagnvart danskri. Þýðir þá ekki með sömu rökum og þú heldur fram að Bandaríkjadalur sé handónýtur gjaldmiðill? Ef svo er þá gildir það sama um alla gjaldmiðla sem seðlabankar heimsins gefa út og upptaka eins þeirra fyrir annan væri því nákvæmlega enginn lausn á sameiginlegum göllum þeirra allra.

Leiðin að góðu efnahagsumhverfi felst í því að skapa gott efnahagsumhverfi. Meintar töfralausnir eins og að skipta um nöfn eða myndskreytingar á peningaseðlum breyta engu um þann veruleika.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.8.2025 kl. 17:01

9 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Jóhann menn hafa komist upp með handónýta efnahagsstjórn einmitt vegna krónunar, Gengi krónu hefur verið fellt eða látið síga, þegar standa þarf skil á axarsköptum í efnahagsstjórninni. Það væri ekki hægt með svissneskan franka.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 8.8.2025 kl. 18:19

10 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Guðmundur. Ef útflutningurinn með viðbættum tútistagaldeyri skilar ekki útflutningsverðmætum î plús, er landið ekki rekstrarhæft.  Hvernig ætla menn þá að ganga í Evrópusambandið, Ætla Evrópusambandið að gefa okkur evrur î skiptum fyrir íslenska mynnt. Við þurfum þá ekkert að pæla í að ganga þangað. Eru virkilega til 3 þúsund miljarðar î seðlum á Íslandi. Eru þetta ekki bara 98%  tölur í bankakerfinu sem 2% seðla stendur á bakvið. Ég taldi að útflutningsfyrirtækin gæti komið með gjaldeyri inn í peningakerfið með að borga aðföng, laun og þjónustu í gjaldeyri, sem síðan rinni til banka, verslunar þjónustu og innflutnings aðila fyrir rest. 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 8.8.2025 kl. 19:03

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú ert nú meiri þverhausinn Hallgrímur.  Menn komnust ekki upp með lélega efnahagsstjórnun vegna  krónunnar, heldur vegna lélegs aðhalds og þekkingarskorts frá KJÓSENDUM og það er ekki hægt að "KLÍNA" á krónuna og menn reyna það ekki nema þeir sem eru UNDIR meðallagi í greind og um leið yfir meðallagi ÞRJÓSKIR...

Jóhann Elíasson, 8.8.2025 kl. 19:38

12 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Jóhann, allt frá upphafi íslensku krónunar hefur hún aldrei verið til friðs til lengri tíma litið, hvort heldur sem gjaldmiðillinn var bundinn eða látinn fljóta. Hvort er um að kenna smæð gjaldmiðils eða lélegri hagstjórn? 

Hvort lausnin er að dollaravæðast líkt og mörg ríki í mið og Suður-Ameríku gerðu eða myntráð við einhvern traustan gjaldmiðil td.svissneskan franka, 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 9.8.2025 kl. 09:26

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég veit að að þróunin hefur verið í átt að færri gjaldmiðlum, sem er að sjálfsögðu hið besta mál.  En við megum ekki fara þá leið að kenna gjaldmiðlinum um ófarir okkar í efnahagsmálum, það er svona svipað og ef farin er sú leið að reka kokkinn á togara vegna þess að skipstjórinn fiskar ekki.  Hvenær er gjaldmiðill "lítill" og hvenær ekki, styrkleiki gjaldmiðills fer EKKI eftir stærð hans heldur hvernig efnahagnum, þar sem hann er til staðar, er stjórnað?  Það kemur alltaf að spurningunni ERU ÞEIR SEM STJÓRNA EFNAHAG LANDSINS STARFI SÍNU VAXNIR??  Svissneski frankinn er STERKUR GJALDMIÐILL vegna þess að EFNAHAGSLÍFINU HEFUR VERIÐ VEL STJÓRNAÐ Í GEGNUM TÍÐINA.   Efnahagnum hér á landi hefur verið MJÖG illa stjórnað í gegnum tíðina og það er ekkert sem gefur til kynna að breyting verði þar á í nánustu framtíð...

Jóhann Elíasson, 9.8.2025 kl. 14:25

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hallgrímur. Samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands eru yfir 3.000 milljarðar króna í umferð. Auðvitað er það ekki allt í seðlum og mynt, rétt eins og í öðrum löndum er langstærsti hlutinn í því formi sem bankar hafa "skapað" með útlánum sem engin veitti þeim nokkru sinni heimild til að gera. Þetta er því miður líka svipað í flestum öðrum löndum þar á meðal Sviss og upptaka erlends gjaldmiðils væri því engin lausn á þessu vandamáli. Þvert á móti myndi einhliða upptaka annars gjaldmiðils með óbreyttu fyrirkomulagi stafrænnar peningaprentunar fela í sér gjaldeyrisfölsun sem er glæpur.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.8.2025 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband