ÞAÐ VÆRI SVO SEM Í LAGI MEÐ VERÐTRYGGINGUNA EF HÚN VÆRI RÉTT ÚT REIKNUÐ....

Alveg frá því að ég hóf að greiða af fyrsta verðtryggða láninu sem ég tók (rétt eftir 1980), hugsaði ég með mér að það væri eitthvað að við verðtryggingarútreikningana en þá skorti mig þekkingu á fyrirbærinu til að geta fest hendur á því í hverju þessi villa lá.  Árið 1989 fór ég í nám í Noregi og það helsta sem ég varð áskynja þar var að VERÐTRYGGINGU  hafði aldrei verið minnst á þar og ekkert fann ég um hana í þarlendum bókum, né í Sænskum bókum eða Dönskum (enda kannski ekki að undra því mér skilst að verðtrygging sé hvergi þekkt fyrirbæri nema á Íslandi, Ísrael og Argentínu).  En í áðurtöldum löndum hefur verðbólga verið viðvarandi vandamál áratugum saman og segir okkur það fyrst og fremst að EFNAHAGSSTJÓRNUNIN í þessum löndum er ekki upp á marga fiska.  Eftir námið í Noregi kom ég aftur í verðtrygginguna á Íslandi (sem voru mín stærstu mistök en það  þýðir víst ekki endalaust að  vera að horfa í baksýnisspegilinn heldur verður maður víst að læra að lifa með mistökunum) og mér varð ekkert ágengt með að læra á „leyndardóma“  verðtryggingarinnar.  Það var ekki fyrr en ég hóf að kenna við framhaldsskóla á Stór Hafnarfjarðarsvæðinu og kenndi þá meðal annars verslunarreikning þar sem ágætlega var farið yfir verðtrygginguna og „eðli“ hennar (en ég komst að því seinna meir að  „eðlið“ var nokkuð skítlegt).  Þegar þarna var komið var ég orðinn verulega pirraður, því ég sá að hugsunin á bak við vertrygginguna var svosem allt í lagi en framkvæmdin var eitthvað meira en lítið skökk.  Svo eftir kennsluna fór ég í önnur störf og vegna anna varð ég að leggja þessar „pælingar“ á ís og svo eftir HRUNIÐ hóf ég nám í Viðskiptafræði, sem ég var í, í fjarnámi og vegna aldurs og almennrar leti tók ég því mjög rólega og þegar upp var staðið tók það mig tíu ár að ljúka því námi.  Eftir námið fór ég að sinna ýmsu en alltaf var ég með verðtygginguna hangandi yfir mér.  Það var svo ekki fyrr en árið 2022 sem ég fór eitthvað að taka á henni af alvöru og  loksins um mitt árið 2022 áttaði ég mig á í hverju VILLAN VAR FÓLGIN.  Ég dreif í að  reikna þetta út og þessir útreikningar staðfestu grunsemdir mínar.  Villan fólst í því að GRUNNVÍSITALAN  ER NOTUÐ ÚT Í GEGN VIÐ ÚTREIKNING Á AFBORGUNUM  LÁNSINS ÞAR TIL ÞAÐ HEFUR VERIÐ GREITT UPP.  Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt nálgun, það á EINGÖNGU að notast við GRUNNVÍSITÖLUNA ÞEGAR FYRSTA AFBORGUN LÁNSINS ER REIKNUÐ  það gefur auga leið að við erum að greiða lánið til baka að FULLU þegar vísitalan er tekin með í reikninginn (það er að segja  ). ÞAR MEÐ Á ÚTREIKNINGURINN AÐ VERA EFTIRFARANDI:

(FÖST AFBORGUN X (NEYSLUVÍSITALA GREIÐSLUMÁNAÐAR/GRUNNVÍSIÖLU)) EFTIR ÞAÐ Á AÐ REIKNA (FÖST AFBORGUN X (NEYSLUVÍSITALA GREIÐSLUMÁNAÐAR/NEYSLUVÍSITALA SÍÐUSTU GREIÐSLU))

Lausnin á vandanum var svo einföld að ég er hundfúll út í sjálfan mig fyrir að hafa ekki séð þetta fyrir löngu síðan.  Í staðinn fyrir að marfalda föstu afborgunina með vísitölu greiðslumánaðarins og deila síðan með vísitölu síðasta greiðslumánaðar, var föst mánaðargreiðsla margfölduð með vísitölu greiðslumánaðarins og síðan deilt með grunnvísitölunni, sama hvar í röðinni greiðslan var.  Þetta veldur MIKILLI SKEKKJU í útreikningum og er hægt að fullyrða að bankarnir, lífeyrissjóðirnir og aðrar lánastofnanir hafi OFTEKIÐ HUNDRUÐ MILLJARÐA KRÓNA í gegnum árin vegna þessara villu í útreikningunum eins og ég sýni fram á í útreikningum mínum.  Sama á við um alla útreikninga á gjaldi þar sem verðtrygging kemur við sögu svo sem húsaleigu.

 Verðtrygging- Útskýringar

 

 

 

 

 

Mynd 1. Útskýringar vegna verðtryggðra lána

  

Verðtrygging-mism. afborgana ár 1 

 

 

 

 

Mynd 2. Mismunur afborgana af verðtryggðu láni á 1. ári

 

Verðtrygging-mism. afborgana ár 5 

 

 

 

Mynd 3. Mismunur afborgana af verðtryggðu láni á 5. ári

 

Verðtrygging-mism. afborgana ár 10 

 

 

 

Mynd 4.  Mismunur afborgana af vertryggðu láni á 10. ári

  

Verðtrygging-mism. afborgana ár 12 

 

 

 

 

Mynd 5.  Mismunur afborgana af verðtryggðu láni á 12. ári

 

Verðtrygging-mism.húsaleigu dæmi 

 

 

 

 

Mynd 6.  Mismunur á mánaðarlegri greiðslu húsaleigu á öðru ári samnings

 

Á þessum myndum sést vel hversu þungi afborgana af verðtryggðum lánum eykst gífurlega eftir því hversu líður á lánstímann. Í dæminu hér fyrir ofan er tekið dæmi um 10.000.000 lán til 25 ára og er greitt af því mánaðarlega, síðustu  gögn sem við höfum um þróun vísitölu eru fyrir árið 2022 og þá strax er mismunurinn orðin rúmlega 380.000 krónur eftir því hvor aðferðin er notuð og þá er aðeins búið að greiða TÆPLEGA helming afborgana.  Þá væri fróðlegt að skoða verðtryggt lán til 40 ára.

Þá sýndi ég einnig fram á hvernig útreikningi vegna verðtryggðrar húsaleigu væri háttað og hver mismunurinn væri, eftir því hvor aðferðin væri notuð.  Það sama gerist og með verðtryggða lánið að mismunurinn eykst eftir því sem lengra líður á samningstímann.

Ég gerði það að ég sendi ÖLLUM þingmönnum og varamönnum í Efnahags- og Viðskiptanefnd, þessir þingmenn voru; Teitur Björn Einarsson, Ágúst Bjarni Garðarsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Kristrún Frostdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bryndís Haraldsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Jódís Skúladóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Logi Einarsson, Óli Björn Kárason, Sigmar Guðmundsson og Stefán Vagn Stefánsson Sumt af þessu f´lki er sem betur fer dottið út af þingi núna en ég get ekki betur séð en að þeir sem eftir eru séu lítið skárri og lestir mættu nú alveg missa sín).  Aðeins tveir af öllum þessum hópi létu svo lítið að svara.  Annað svarið kom nú ekki til af góðu,því að ég hafði sent þessum þingmanni þetta sama erindi nokkuð áður og því ekki verið svarað þá og gagnrýndi ég það nokkuð í því maili og það sem meira var að hann/hún virtist ekki með nokkru móti getað SKILIÐ um hvað umfjöllunarefnið fjallaði.  Hinn þingmaðurinn sendi kurteysislegt svar til baka að pósturinn hefði verið móttekinn og farið yrði yfir hann seinna.  ÉG HEFÐI NÚ TALIÐ AÐ ÚTREIKNINGUR VERÐTRYGGINGARINNAR VÆRI NOKKUÐ STÓRT MÁL OG ALLT Í LAGI FYRIR ÞINGMENN AÐ SKOÐA SVONA LAGAÐ ÞEGAR ÞAÐ KEMUR UPP.  Ég get nú ómögulega gert að því að sumt sem er verið að ræða á Alþingi er ekki ýkja merkilegt en samt eru teknir margir klukkutímar í eitthvað blaður sem skiptir ekki nokkru einasta máli.......

 

VINSAMLEGAST "KLIKKIÐ" Á MYNDIRNAR TIL AÐ STÆKKA ÞÆR

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Heill og sæll Jóhann.

Það er til tvær mismunandi aðferðir við að reikna út greiðslur af verðtryggðum lánum: 1) Annars vegar sú sem er samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu notuð af lánastofnunum. Þá er mánaðarleg greiðsla reiknuð af höfuðstól á nafnverði X neysluvísitala greiðslumánaðar / grunnvísitala á lántökudegi. 2) Hins vegar sú sem kemur fram í reglum Seðlabanka Íslands. Þá eru eftirstöðvar lánsins fyrst uppfærðar þannig: "höfuðstóll" eftir síðustu greiðslu X neysluvísitala greiðslumánaðar / vísitala síðasta greiðslumánaðar; og svo er mánaðarleg greiðsla reiknuð af "eftirstöðvum höfuðstóls" þannig uppfærðum. Þó að síðarnefnda aðferðin eigi sér enga lagastoð (það er vel að merkja engin heimild til að verðtryggja "höfuðstól" heldur aðeins aðeins greiðslur) þá leiða samanburðarútreikningar í ljós að heildarupphæð hverrar greiðslu verður engu að síður alltaf sú sama burtséð frá því hvor aðferðin er notuð. Jafnframt má nota þar til gerða formúlu í töflureikni til að reikna út innra virði ("virka vexti") greiðsluferlanna með hvorri aðferð fyrir sig og þá verður útkoman líka sú sama í báðum tilvikum.

Aðferðin sem þú kynnir hér virðist vera valkvæð blanda af þessum tveimur aðferðum þar sem þú verðbætir greiðslur en ekki höfuðstól en þó aðeins í hlutfalli við breytingu vísitölu frá síðasta gjalddaga sem á samt aðeins að gera þegar höfuðstóll er verðbættur samkvæmt reglum seðlabankans en ekki þegar greiðslur eru verðbættar. Ef þú reiknar innra virði ("virka vexti") af slíkum greiðsluferli verður það miklu lægra en með þeirri aðferð sem er raunverulega notuð og því myndi enginn banki vilja veita þér lán með slíkum skilmálum nema með þeim mun hærri vöxtum til að ná jöfnu innra virði raunávöxtunar. Eina leiðin til að fá út sama innra virði þegar greiðslur eru verðbættar er að miða við hlutfallslega breytingu frá grunnvísitölu á lántökudegi eins og lánastofnanir gera til að fá út sömu upphæð hverrar greiðslu og samkvæmt reglum seðlabankans.

Ef maður ætlaði að verðbæta greiðslur eingöngu miðað við breytingu vísitölu frá síðasta gjaldda þyrfti að reikna verðbæturnar af höfuðstólnum en ekki mánaðarlegu greiðslunni: höfuðstóll X neysluvísitala greiðslumánaðar / vísitala síðasta greiðslumánaðar; og leggja svo þá upphæð við mánaðarlegu greiðsluna á nafnverði. Þannig yrðu verðbæturnar staðgreiddar að fullu á hverjum gjalddaga í stað þess að fresta greiðslu stærsta hluta þeirra til seinni hluta lánstímans (sem er einmitt bölið við þá útfærslu sem tíðkast). Þá yrðu líka mánaðarlegu greiðslurnar þeim mun hærri en ella, en á móti myndu eftirstöðvar höfuðstólsins greiðast þeim mun hraðar niður, þannig að greiðsluferillinn líktist óverðtryggðu láni með jafn háum raunvöxtum. Sumir sem eru (af óskiljanlegum ástæðum) "hrifnir" af verðtryggðum lánum nota einmitt þess aðferð til að greiða aukalega inn á lánið í hverjum mánuði svo það hagi sér eins og óverðtryggt lán með sama innra virði. Gallinn við þá aðferð er þó sá að hún er allt of flókin fyrir flest fólk sem kann ekki reikniaðferðirnar og er því jafn vel eða betur sett með einfalt og gegnsætt óverðtryggt lán.

Lausnin á vandamálinu er ekki að þvæla það í enn meira flækjustig um hvort nota skuli þessa eða hina reikniaðferðina heldur að afnema verðtryggingu lána til neytenda. Þá yrðu allir lánaútreikningar einfaldir og auðveldlega sannreynanlegir svo ekki yrði um villst.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.8.2025 kl. 21:37

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur þú skilur þetta ekkert betur núna eða þegar ég var að reyna að útskýra þetta fyrir þér seinast.  Þið Ásthildur Lóa virðist bæði vera nokkuð  langt frá þessu bæði tvö og ekkert hafa skánað síðan ég reyndi að koma ykkur í skilning um þetta síðast.  MEÐ ÖÐRUM ORÐUM SENNILEGA ER ÞÉR BARA EKKI VIÐBJARGANDI.  Og til að gera það enn skiljanlegra fyrir þig að þú veist ekkert um hvað þú ert að tala þá hef ég borið þessa útreikninga undir hagfræðinga og þeir hafa allir staðfest að þeir sé réttir.  Margir leikmenn halda að "SUMMA KÓTARAÐAR" (formúlan sem er notuð við að  finna út fasta afborgun lánsins), hafi eitthvað með VERÐTRYGGINGU að gera - en svo er ekki heldur er verðtryggingunni skellt á eftir á.  "SUMMA KVÓTARAÐAR ER Í RAUNINNI  SAMSETT ÚR TVEIMUR LÁNAFORMUM, VINSTRA MEGIN VIÐ SAMASEMMERKIÐ ER SVOKALLAÐ "SERÍALÁN, sem þú kallar einfalt "óvertryggt lán - EN HÆGRA MEGIN ER SVOKALLAÐ "ANNUITETSLÁN", en það er lán sem er með JÖFNUM afborgunum ALLAN lánstímann.  Það að bæði þessi lánaform eru notuð er að þá er tryggt að engu máli skiptir hvort lánaformið er notað vaxtabyrðin verður alltaf sú sama.  Það sem ég er að segja er að VERÐTRYGGINGIN hefur ALLA tíð verið VITLAUST útreiknuð og sýni ég mismuninn vel í þeim útreikningum sem eru sýndir í færslunni.  ÞESSI VILLA Í ÚTREIKNINGUM VERÐUR TIL ÞESS AÐ FÓLK BORGAR LÁNI MARGFALT TIL BAKA (allt að þrefalt eða jafnvel fjórfalt það fer eftir lánstímanum).  Ég vildi ekki vera að flækja málið með því að vera að blanda "innri vöxtum" og núvirði í þetta, mér fannst þetta alveg nógu og snúið fyrir......

Jóhann Elíasson, 15.8.2025 kl. 00:08

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur og seinasta málsgreinin í athugasemdinni staðfestir það algjörlega að þú hefur ekki eina einustu glóru um hvað þú ert að gaspra.......

Jóhann Elíasson, 15.8.2025 kl. 00:13

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Jóhann. Ef þú heldur að þín aðferð sé "betri" eða "réttari" hefur þú þinn rétt á þeirri skoðun. Staðreynd málsins er samt sú að þetta er ekki sama aðferð og er notuð í raunveruleikanum. Það er auðvelt að sannreyna eins og þú hefur sjálfur greinilega gert.

Mér þætti fróðlegt að vita hverjir þeir eru þessir hagfræðingar sem þú segir hafa staðfest að útreikningar þínir endurspegli "rétta" aðferð. Hefur þú tekið þá sérfræðinga með þér í bankann og krafist leiðréttingar á þínum verðtryggðu lánum? Hverjar voru undirtektirnar?

Vissir þú að það hefur einmitt verið látið reyna á samskonar reikniaðferð í dómsmáli árið 2021 og þá var henni hafnað sem rangri bæði í fjölskipuðum héraðsdómi og Landsrétti. Í héraði dæmdu málið Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, Hólmfríður Grímsdóttir héraðsdómari og Jóhann Viðar Ívarsson hagfræðingur. Í Landsrétti dæmdu málið Aðalsteinn E. Jónasson og Kristbjörg Stephensen landsréttardómarar og Hreggviður Ingason, hagfræðingur og fjármálastærðfræðingur. Þó þú viljir ekki taka mig trúanlegan ættirðu kannski að lesa dóminn sem þessir sérfræðingar stóðu að.

Ég reyni að líta fram hjá því að þú reynir að vega að trúverðugleika mínum. Ég hef margra ára reynslu af því að vinna með útreikninga á lánum og verðtryggingu og hef fengið þær reikniaðferðir sem ég styðst við sannreyndar af fjölda sérfræðinga, þar á meðal doktor í stærðfræði.

Þrátt fyrir þetta getum við vonandi verið sammála um að það verði að afnema verðtryggingu lána til neytenda. Þegar því markmiði verður náð verða álitamál um reikniaðferðir úr sögunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.8.2025 kl. 15:45

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrst vil ég útskýra það fyrir þér að  þetta er EKKI "mín aðferð" heldur byggir úrlausnin á vel þekktri formúlu.  Það eina sem ég bendi á er önnur notkun á neysluvísitölunni því að sú regla sem hefur verið notuð í gegnum tíðina er að mínu mati RÖNG og veldur því að lántakandinn OFGREIÐIR af láninu miðað við það sem hann ÆTTI MEÐ RÉTTU að gera, alveg frá annarri afborgun lánsins til þeirra síðustu.  Eins og menn vita þá er NEYSLUVÍSITALAN reiknuð út frá mánuði til mánaðar, þannig að með því að nota aðferðina við að reikna alltaf út frá GRUNNVÍSITÖLUNNI eins og gert er í dag þá er verið að BÆTA ALLRI VÍSITÖLUHÆKKUNINA OFAN Á GREIÐSLUNA ALVEG ANNARRI AFBORGUN LÁNSINS TIL LOKAGREIÐSLUDAGS.  Eins og ég segi í bloggfærslunni þá var lausnin svo augljós og einföld að það tók mig allan þennan tíma að átta mig á lausninni.  ALLIR sem ég hef rætt þetta við af einhverri alvöru og borið þetta undir átta sig á þessu og hafa viðurkennt að þarna fer ég með rétt mál.  Það eru sko ekki alltaf hámenntaðir aðilar sem benda á villur í útreikningum og því iður finnst næstsíðasta málsgreini í athugasemd þinni, benda til nokkurs hroka af þinni hálfu........ 

Jóhann Elíasson, 15.8.2025 kl. 20:38

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Jóhann. Með "þinni aðferð" átti ég einungis við þá aðferð sem þú varst að setja fram, hvort sem hún er "þín" eða frá einhverjum öðrum.

Mér þætti mjög gagnlegt fá að að vita hverjir það eru sem hafa tekið unudir þessa aðfer því þá gæti ég haft samband við þá og mögulega eitthvað gagnlegt komið út úr því. Þó að ég hafi efasemdir þýðir það ekki að hugur minn sé algjörlega lokaður fyrir nýjum hugmyndum.

Ég vísa ávirðingum um hroka á bug því ég hef reynt að nálgast þetta af fyllstu kurteisi. Ég vona að þú viljir gera það sama.

En hvað finnst þér um að Arnar Þór Jónsson o.fl. skuli hafa vísað þeirri aðferð sem þú kynntir á bug og dæmt hana ólöglega?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.8.2025 kl. 01:54

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Talandi um Arnar Þór Jónsson, þá er þessi dómur sem þú talaðir um AÐEINS kominn til ára sinna og ég veit ekki hvort hann hefur kynnt sér þetta alveg ofan í kjölinn en ég sendi  þetta til hans og að minnsta kosti er mér ekki kunnugt um að hann hafi hafnað þessari hugmynd en kannski þú kæmist að því ef þú hefðir samband við hann.  Því miður má ég ekki segja frá þeim hagfræðingum sem sögðu mér að útreikningar væru réttir, enginn  þeirra VILDI staðfesta þá opinberlega því þeir sögðust vilja halda vinnunni sem þeir voru í.  En ég veit ekki betur en að mér sé heimilt að benda á Arnar Þór Jónsson.......

Jóhann Elíasson, 16.8.2025 kl. 14:16

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Dómur Landsréttar sem staðfesti dóm héraðsdóms var kveðinn upp 13. maí 2022 eða fyrir rúmum þremur árum sem telst nokkuð nýlegt þegar dómaframkvæmd er annars vegar. Arnar var einn af þremur dómurum í héraði en sá þriðji var sérfróður meðdómandi, Jóhann Viðar Ívarsson hagfræðingur. Í Landsrétti var Hreggviður Ingason, hagfræðingur og fjármálastærðfræðingur, sérfróður meðdómandi. Ég þekki vel til þess máls því ég var spurður álits á útreikningunum sem það snerist um áður en það var höfðað en eftir það kom ég ekki nálægt því.

Það er fjallað ítarlega um reikniaðferðirnar í niðurstöðukafla dómsins en í raun er nóg að lesa síðustu blaðsíðuna til að sjá að þar er reikniaðferð stefnanda hafnað sem rangri. Kjarninn í rökstuðningi dómsíns kemur fram á síðustu blaðsíðunni í fyrstu málsgrein á þeirri síðu:

"Við yfirferð útreikninga stefnanda, sem hún hefur lagt fram undir rekstri málsins, þykir dómnum ljóst að þeir byggjast á túlkun á orðalagi reglna nr. 492/2001 sem hvorki verðtryggir upprunalega lánsfjárhæð að fullu né er í samræmi við almenna túlkun og framkvæmd umræddra reglna. Afleiðing reikningsaðferðar stefnanda er sú að höfuðstóll skuldarinnar nýtur ekki tryggingar gegn hækkun almenns verðlags nema að hluta, sem fer minnkandi eftir því sem lánstíminn er lengri. Fer það bæði gegn tilgangi laga nr. 38/2001 sem fram kom í greinargerð með frumvarpi laganna og lýst er hér að framan og almennum rökum fyrir því að tryggja kaupmátt lánsfjár eða sparnaðar yfir tíma yfirleitt."

Með öðrum orðum segir þarna að reikniaðferð stefnanda verðtryggi lánið ekki að fullu heldur aðeins að hluta, sem fari minnkandi eftir því sem lánstíminn er lengri og þess vegna sé hún ekki rétt. Þetta eru ekki mín orð heldur niðurstaða dómsins.

Ég er svo sem ekki hissa á því að þeir nafnlausu aðilar sem þú segist hafa ráðfært þig vilji ekki koma fram opinberlega, enda yrði örugglega erfitt fyrir hagfræðinga sem kunna ekki að reikna verðtryggingu rétt að fá vinnu á Íslandi. Núna er ég aftur á móti búinn að vísa til tveggja nafngreindra hagfræðinga, þeirra sem voru meðdómendur í fyrrnefndu dómsmáli og annar þeirra er þar að auki fjármálastærðfræðingur. Þar með skiptir ekki máli hvort takir mín orð trúanleg eða ekki, því þeir hafa komist að sömu niðurstöðu.

Fyrst að þú telur verðtryggingu eins og hún er reiknuð út með þeirri aðferð sem dómurinn viðurkenndi vera slæma eða "ranga", þá getum við vonandi verið sammála um nauðsyn þess að afnema fyrirbærið úr lánum til neytenda.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.8.2025 kl. 16:24

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður Guðmundur, sú aðferð sem er notuð við útteikning verðtryggðra lána er sú sama og hefur verið notuð frá upphafi og það sem lántakendur hafa ofgreitt skiptir hundruðum milljarða frá upphafi.  Helst vilja þeir sem stjórna fjármálakerfinu ENGA umfjöllun um þetta, ÞAR ER KANNSKI SKÝRINGIN KOMIN Á ÞVÍ AÐ ENGINN ÞINGMAÐUR HEFUR SVARAÐ MÉR AF NOKKRU VITI????  Enn sýnir þú hroka og þekkingarleysi í næstsíðustu málsgreininni í athugasemd þinni.

Ég sé enga ástæðu til að ræða þetta mál meira við þig þar sem það er alveg ljóst að þú skilur engan veginn hvernig málum er háttað og kannski enn síður hvert vandamálið er.

Ég þakka þér fyrir innlitið og "spjallið".........

Jóhann Elíasson, 16.8.2025 kl. 17:41

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þér er velkomið mín vegna að hafa þína skoðun. Það breytir samt ekki því að sú aðferð sem er í raun og veru notuð til að reikna út verðtryggingu er sú sem hún er hvort sem mér eða þér líkar betur eða verr. Alþingismenn breyta henni ekki en þeir geta afnumið verðtryggingu.

Ertu samt ekki sammála því að það eigi að afnema verðtryggingu lána til neytenda?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.8.2025 kl. 21:15

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei, ég er ekki sammála því en ég er á því að það eigi að reikna verðtrygginguna RÉTT ÚT því það er allt í lagi með verðtrygginguna sem slíka en það er síður en svo í lagi með hana eins og hún er og hefur verið "praktíseruð" hingað til.........

Jóhann Elíasson, 16.8.2025 kl. 22:37

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þar höfum við það að þú ert í raun og veru fylgandi verðtryggingu. Loksins kom skýrt svar frá þér við þeirri spurningu.

Þá er ég einfaldlega ósammála þeirri afstöðu því ég tel að það eigi að afnema verðtryggingu lána til neytenda.

Þrátt fyrir ólíkar skoðanir okkar á þessu óska sem þér samt alls hins besta.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2025 kl. 00:43

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Loksins segir þú, meira að segja í fyrirsögn þessa bloggs segi ég það alveg skýrt að "ÞAÐ SÉ SVO SEM Í LAGI MEÐ VERÐTRYGGINGUNA, SVO FRAMARLEGA SEM HÚN SÉ RÉTT REIKNUÐ" varla getur svarið við þeirri spurningu verið skýrara.  Sértu ósammála því skaltu fara að kynna þér hvað "verðtrygging" raunverulega er og hvernig hún í rauninni virkar og hvernig henni er "HANDSTÝRT" hér á landi að hluta til er í meira lagi óeðlilegt því í rauninni er verðtryggingin innbyggð í hagkerfi vestrænna þjóða.  En þessi síðasta athugasemd þín gefur til kynna að þú bara bullir einhverja þvælu án þess í rauninni að lesa það sem aðrir skrifa.....

Jóhann Elíasson, 17.8.2025 kl. 06:00

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Væntanlega veist þú að ég hef lengi barist fyrir afnámi verðtryggingar lána til neytenda. Mikil útbreiðsla verðtryggingar hefur skaðleg áhrif á lánakerfið í heild en án hennar yrði það heilbrigðara. Mér þykir leitt að þú viljir halda í fyrirbæri sem hefur skaðleg áhrif.

P.S. Verðtrygging lána til neytenda tíðkast hvergi nema á Íslandi og í Chile, þekkist reyndar líka í Ísrael en þar hafa flestir vit á því að forðast hana og hún hefur því ekki náð mikilli útbreiðslu þar.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2025 kl. 16:46

15 Smámynd: Jóhann Elíasson

Enda sagði ég að verðtryggingin hér á landi væri að hluta til handstýrð, sem ekki kynni góðri lukku að stýra en væntanlega hefur þú ekki lesið  það frekar en margt fleira.  Ég veit alveg um baráttu þína gegn verðtryggingunni og mér er ekki kunnugt um að hún hafi neinu skilað hingað til, kannski vegna þess að þú átt erfitt með að sjá nema eina hlið á málinu og það er ÞÍN hlið á málinu.......

Jóhann Elíasson, 17.8.2025 kl. 17:55

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef alls ekki verið einn í þessari baráttu sem nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar og hún hefur reyndar skilað ýmsu, til dæmis rannsóknum, starfshópum og fyrirheitum í allmörgum ríkisstjórnarsáttmálum, en því miður á enn eftir að efna þau.

Það er engin sérstök hlið á þessu máli "mín" því í fyrsta lagi eru margar hliðar á því sem mér er vel kunnugt um og í öðru lagi hafa margir fleiri komið að því, meðal annars frá þeirri hlið sem ég er á og aðhyllist afnám verðtryggingar.

Þú talar um handstýringu á verðtryggingu að hluta til. Ég átta mig ekki alveg á því þar sem um er að ræða reikniformúlu sem tölvur reikna sjálfvirkt. Áttu kannski við að sjálfri vísitölunni sé handstýrt að hluta til?

Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2025 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband