ATHUGASEMDIR VIÐ SKRIF ÁGÚSTAR ÓLAFS ÁGÚSTSSONAR.....

Ágúst Ólafur Ágústsson skrifaði þann 15. ágúst 2025 „áhugaverða grein“, sem er endurtekning á hjáróma málflutningi INNLIMUNARSINNA varðandi inngöngu  Íslands í ESB.  Hann setur þarna fram 12 atriði sem hann telur að skipti höfuðmáli í umræðunni um ESB aðild en í rauninni telur hann sum atriðin upp oftar en einu sinni, þannig að þegar upp er staðið eru þessir „punktar“ hans mun færri þegar upp  er staðið og það sem meira er, hann kemur EKKI MEÐ NEINN RÖKSTUÐNING fyrir NEINU sem hann heldur fram.

 

Nú þurfa allir Íslendingar að huga að stóru máli. Aðrar Evrópuþjóðir hafa flestar gert það sama. Þetta mál snertir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Förum yfir 12 atriði sem skipta okkur Íslendinga máli:

 

  1. Vextir eru þrisvar sinnum lægri hjá ESB en á Íslandi. Vextir eru í raun ekkert annað en verð á peningum þannig að peningar á Íslandi eru með dýrustu peningum Evrópu. Svar:  Enn einu sinni koma INNLIMUNARSINNAR fram með þessa vitleysu.   Hið rétta er að það á að heita svo að hvert aðildarríki ESB  hefur efnahagslegt sjálfstæði og á að hafa fullkomið efnahagslegt sjálfstæði.  Það er fullkomlega rangt að VEXTIR séu þeir sömu allstaðar í ESB löndunum til dæmis er allt annað  vaxtastig í Ungverjalandi en í Hollandi og svo framvegis.  Þar af leiðandi má alveg gera því skóna AÐ VEXTIR Á ÍSLANDI MYNDU EKKERT BREYTAST VIÐ AÐILD AÐ ESB.
  2. Verðlag á Íslandi er það hæsta í Evrópu. Laun á Íslandi eru há í alþjóðasamanburði en samt eru að minnsta kosti 5 aðildarríki ESB sem hafa svipað há laun og Ísland en hafa þó ekki þetta háa verðlag. Um helmingur evruríkja hefur svipað lágt atvinnuleysi og Ísland.

Svar:  Það er alveg rétt að verðlag á Íslandi er mjög hátt og ég veit ekki annað en að LAUN á Íslandi séu þau LANGHÆSTU í Evrópu og ég gat ekki fundið eitt einasta ríki innan ESB sem er með HÆRRI laun.  Það er alveg á hreinu að ef við ætlum að fá „Evrópsk“ verð,  þurfum við að vera með „Evrópsk“  laun.  Hvaða fimm ríki innan ESB ætli það séu, sem eru með svipuð laun og Ísland???  Mér tókst ekki að finna þau.

 

  1. Verðbólga er venjulega 2-3 hærri á Íslandi en í Evrópu. Afleiðingin er m.a. hin séríslenska verðtrygging sem er þungur klafi á nær öllum íslenskum heimilum.

Svar:  Þarna endurtekur hann að mestu rangfærslur sem hann byggir fyrsta „punktinn“ á, verðbólgan er mjög misjöfn milli aðildarríkja ESB til dæmis er verðbólga í Ungverjalandi rúm 10% á meðan veðbólga í Hollandi er innan við 3%.  Verðbólga á Íslandi er um 4%, þannig að segja að verðbólga sé 2-3 sinnum HÆRRI á Íslandi en í Evrópu er bara einfaldlega RÖNG.

 

  1. Flest stærri fyrirtækja landsins, eða um 230 talsins, og þar á meðal eru sjávarútvegsrisarnir, hafa yfirgefið krónuna sem gjaldmiðil og nota nú þegar evru eða dollar. Almenningur og minni fyrirtæki sitja hins vegar uppi með krónuna með miklum tilkostnaði.

Svar:  Þessi „punktur“ kemur reyndar aðildarviðræðum við ESB EKKERT VIÐ en fyrst hann kemur inn á þetta, þá skilst mér að notkun evru  sé bundin þeim skilyrðum að viðkomandi ríki þyrfti að vera með aðild að  ESB til að GETA NOTAÐ EVRU.  Ég veit ekki til að Ísland sé aðili að ESB og því er um ÓLÖGLEGAN gjörning að ræða.

 

 

  1. Samkvæmt reglum ESB fá eingöngu þjóðir með nýlega veiðireynslu að veiða fisk í lögsögu aðildarríkja. Eingöngu Íslendingar hafa veiðireynslu í íslenskri lögsögu og því sætu íslensk skip áfram ein að íslenskum miðum eftir aðild. Aðildarríki ráða sömuleiðis sjálf hvernig þau útdeila kvótanum sínum. ESB aðild er því engin ógn við sjávarútveginn. Sjávarútvegsfyrirtækin munu þó berjast af alefli gegn aðild en það eru sömu aðilarnir og börðust gegn veiðileyfagjaldi þar sem þjóðin átti að fá hlut í arði sameiginlegra auðlinda sinna. Og þetta eru einmitt sömu fyrirtækin sem hafa sjálf yfirgefið krónuna og tekið upp erlenda gjaldmiðla.

Svar:  Annað hvort er um að ræða þekkingarskort hjá Ágústi í þessum málaflokki eða þá að hann fer þarna með vísvitandi blekkingar.  Ég kýs að álíta sem svo að þarna sé um þekkingarskort að ræða.  Og hefst þá fræðslan ALLAR auðlyndir, sem eru utan 12 sjómílna lögsögu viðkomandi ríkis ERU SAMEIGINLEG EIGN VIÐKOMANDI RÍKIS OG ESB.  Þetta þýðir að ef Ísland gengur í ESB, þá er það ESB sem STJÓRNAR fiskveiðum í Íslenskri landhelgi utan 12 sjómílna landhelgi.  Það hefur verið vinsælt hjá INNLIMUNARSINNUM að vitna til þess að Malta hafi haldið ÖLLUM sínum fiskveiðiréttindum.  Ástæðan er einföld:  LANDHELGI  MÖLTU  NÆR  HVERGI  ÚTFYRIR 12 SJÓMÍLUR.

 

  1. Aðild Íslands að ESB hefur engin áhrif á eignarhald og nýtingu orkuauðlinda. Þar sem Ísland hefur engan sæstreng til orkuflutnings, mun nýting á orkuauðlindum okkar ekki breytast við aðild. Það er okkur í sjálfsvald sett, hvort við viljum breyta því með lagningu sæstrengs. Það er alveg skýrt að það er engin skylda að leggja sæstreng við aðild.

Svar:  Þarna fullyrði ég að Ágúst fari vísvitandi með rangt mál.  Með bókun 35 vildi ESB ná til sín Löggjafarvaldinu, Framkvæmdavaldinu og Dómsvaldinu, en ef Ísland gerist aðili að ESB, þá er valdið komið til ESB og þá er það ekki lengur á valdi Alþingis að ákveða hvort sæstrengur verði lagður eða ekki.

 

  1. Evrópuþingmenn raða sér í þingflokka eftir stjórnmálaskoðunum en ekki eftir þjóðernum. Íslenskir Evrópuþingmenn yrðu því í hópi stærri þingflokka sinna skoðanasystkina. Flestar ákvarðanir verða eftir sem áður teknar á Alþingi Íslendinga.

Svar:  Ef flestar ákvarðanir yrðu teknar af Alþingi Íslendinga, hver væri þá tilgangurinn með ESB aðild????

 

  1. Með aðild yrðu öll viðskipti og netinnkaup Íslendinga án tolla og annarra gjalda milli Evrópuríkja. Vörusendingar færu óhindraðar yfir landamæri eins og um innanlandsviðskipti væri að ræða.

Svar:  Það er kannski rétt að benda Ágústi á það að utanríkisviðskipti okkar eru víðar en við  Evrópu, reyndar eru viðskipti okkar við ESB innan við 40% af heildarviðskiptunum.  INNLIMUNARSINNAR hafa viljað halda því fram að útflutningur okkar til ESB ríkja sé rúmlega 70%.  Þetta er ekki rétt því ALLT álið (sem er rúmlega 30% af útflutningi landsins), er flutt til Rotterdam og síðan umskipað þar og flutt til Kína en INNLIMUNARSINNAR telja að það stoppi í Rotterdam.  Og svo má geta þess að Innflutningur er að miklum minnihluta frá ESB löndunum.  Hvað með tolla í öðrum löndum???

 

  1. Framkvæmdastjórar ESB hafa staðfest að vegna EES-samningsins hafa Íslendingar nú þegar tekið um 75% af meginlöggjöf ESB, án þess að hafa nokkur áhrif á hana. Með aðild sæti Ísland við borðið og það skiptir máli. Reynsla smáríkja í ESB er góð.

Svar:  Ekki ber nú öllum saman um þessar tölur.  Hvaða smáríki eru það sem hafa „góða“ reynslu af viðskiptum við ESB?????

 

  1. Þegar talið berst að stærð og meintu bákni Evrópusambandsins er mikilvægt að hafa í huga að ef ESB væri stofnun á Íslandi væri hún með svipaðan starfsmannafjölda og Skógræktin.

Svar:  Hvernig í ósköpunum er þetta fengið út???????

 

  1. Aðild tryggir betur öryggishagsmuni Íslendinga, þrátt fyrir NATO-aðild okkar. Alþjóðastjórnmál eru nú í mikilli óvissu og við, sem fámenn þjóð, eigum að þjappa okkur betur saman með nágranna- og vinaþjóðum okkar.

Svar:  Ég get ekki með nokkru móti séð hvernig ESB aðild getur tryggt öryggishagsmuni landsins???  ESB er ekki einu sinni m eð her á sinni könnu.  Evrópa hefur aldrei getað komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut og ríkin innan Evrópu hafa átt í stríði hvert við annað og dettur virkilega einhverjum í hug að þessir sömu aðila geti komið sér saman um stofnun hers??  Jú við erum aðilar að NATO en við erum LÍKA MEÐ VARNARSAMNING við Bandaríkin eru ekki Bandaríkin nágranna- og vinaþjóð okkar????

 

  1. Danmörk, Írland, Frakkland, Svíþjóð, Holland, Belgía, Spánn og Lúxemborg eru allt fullvalda ríki með eigin fjárlög, eigin skattastefnu og sín eigin innlendu deilumál þrátt fyrir að vera aðilar að ESB.

Svar:  Þarna er hann kominn í mótsögn við sjálfan sig eins og ég bendi á í svari við fullyrðingu í „punkti“ 1.

 

Aðild með evru tryggir lægri vexti, minni verðbólgu, lægra verðlag og afnám verðtryggingar. Slíkt væri svo sannarlega til mikilla hagsbóta fyrir þorra landsmanna og fyrirtækja þeirra.

Svar:  Enn vísa ég til svars  míns við „punkti“ 1. og enn einu sinni vantar ALLAN rökstuðning fyrir þeim fullyrðingum sem hann skellir fram.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haraldur ´Plafsson veðurfræðingur og Frosti Sigurjónsson hafa skrifað um þessi skrif og orð Ágústs Ólafs á bloggsíðu Heimssýnar. Ég get fyllilega tekið undir þær athugasemdir, sem þeir gera þar, svo og það, sem þú skrifar hér. Þess má geta til upplýsingar, að Ágúst Ólafur er fyrrverandi eiginmaður og barnsfaðir núverandi dómsmálaráðherra, svo að það er kannske skiljanlegt, líka vegna þess, að hann er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, að hann skrifi þetta og finnist þetta passa okkur, sem það gerir náttúrulega ekki undir nokkrum kringumstæðum, eins og Haraldur formaður Heimssýnar og Frosti benda líka á í sínum skrifum og gagnrýni á þessa vitleysu í honum. Þetta er bara þeirra sýn á hlutunum, sem í Viðreisn og Samfó eru, meðan við hin fussum og sveium og finnst þetta béuð della í þeim, sem það er náttúrulega. Ég las það, sem skrifað var í Staksteina í Mogganum í gærmorun(mánudag), sem er vert að lesa og íhuga. Við verðum bara að vona, að eins og hver höndin er upp á móti annarri í þessarri ríkisstjornarnefnu og litil samstaða um öll mál þar, þá leysist hún upp um áramótin, því að þetta getur ekki gengið svona lengur. Ég segi ekki meira.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2025 kl. 00:27

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir innlitið og öflugar athugasemdir Guðbjörg Snót.  Já þeir eru "duglegir" í að halda fram ýmsu sem heldur EKKI vatni, þegar betur er skoðað "INNLIMUNARSINNARNIR" og svo passa þeir sig á því að koma EKKI með nein RÖK fyrir bullinu í sér (enda er EKKI hægt að rökstyðja þessa þvælu þeirra neitt).  Maður getur eitt endalausum tíma í að rífa þetta kjaftæði niður en þá verður greinin of löng, þannig að enginn nennir að lesa hana.....

Jóhann Elíasson, 26.8.2025 kl. 02:49

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég vona að þú greinir þetta rétt, nema ég vona að "SKESSUSTJÓRNIN" springi LÖNGU fyrir áramót...

Jóhann Elíasson, 26.8.2025 kl. 02:53

4 identicon

Já, mín vegna mætti hún hundskast úr stjórnarráðinu á morgun þess vegna. Greyið hún Kristrún á í nokkrum vanda í þessum ESB-málum, þar sem hún hefur Þorgerði á aðra hliðina og garminn hann Dag á hina hliðina gólandi og vælandi um að fara í ESB í einum kór. Þess vegna hugsa ég, að Kristrún kjósi að þegja, og segja sem fæst um þessi mál. Þau Þorgerður og Dagur gera henni það eiginlega ókleift. Það eru áreiðanlega skiptar skoðanir í Samfó vegna Evrópumálana, en nú hefur Dagsgarmurinn kveðið sér hljóðs um þessi mál, sem setur formann hans í vanda, og slær eiginlega öll vopn úr hendi Kristrúnar til þess að segja nokkuð, hvernig sem hún streðast við að segja ESBmálin ekkert á dagskrá hjá sér eða nein forgangsmál.Þetta eitt sýnir, hvernig þessi ríkisstjórnarnefna er. Hver höndin uppi á móti hvorri annarri, sem mér finnst gera stjórnina stjórnhæfa, þegar ESBsinni úr flokki hennar stendur algerlega með Þprgerði í þeim málum. Það er von, að Inga Sæland kjósi að segja ekki neitt og skipta sér ekki af þessu, Því að það virðist ríkja slík upplausn í þessum málum og sjálfsagt fleirum, að Ingu finnst sjálfsagt best að halda sér utan við það allt saman, og ég skil það vel, enda gæti hún ekkert gert til þess að lægja öldurnar. Ég hugsa, að það þyrfti ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB til til þess að fella þessa stjórn. Hún er þegar á fallanda fæti orðin, eins og er mikil óeining ekki bara milli flokka heldur líka innan flokka líka um flest málefni. Við bíðum bara eftir, að sá dagur komi, að þetta springi allt í loft upp, og ég vona, að það verði sem fyrst, því að það er lýðum sjóst, að það er varla eining hvort heldur milli flokka eða innan flokka um nokkurn skapaðan hlut. Ég fer að telja dagana, þangað til þessi ríkisstjórnarnefna fer frá. Ég segi ekki annað. Mál er að linni þessarri vitleysu.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2025 kl. 10:57

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég vorkenni ekki Kristrúnu ekki nokkurn skapaðan hlut, hún LAUG að þjóðinni fyrir kosningar, þar sem hún "sagðist" ætla að "LEGGJA ESB MÁLIN Á ÍS".  Út á þetta "loforð" sitt rakaði hún inn atkvæðum og endirinn varð sá að hún VANN stórsigur í þingkosningunum, sem endaði því miður með "SKESSUSTJÓRNINNI".  En enn sem komið er vilja allir kenna Þorgerði Katrínu um þessa ESB áherslu hjá "SKESSUSTJÓRNINNI" en munum það að það þarf TVO TIL AÐ DANSA TANGÓ.  Utanríkisráðherra hefði ALDREI náð  þessu ÖLLU í gegn án stuðnings HINNAR.  Ég hef oft sagt þetta og stend við það "ÞAÐ ER EKKI BETRI SÚ MÚSIN SEM LÆÐIST EN SÚ SEM STEKKUR".......

Jóhann Elíasson, 26.8.2025 kl. 13:13

6 identicon

Júvíst, en ekki er betra að hún þegi þunnu hljóði eða segi það sama og endurtaki það í sífellu, sem hún sagði fyrir kosningar, en hafi svo ESBgjammið í DEgi utan í sér á aðra hliðina og röflið í Þorgerði á hina hliðina. Dagur er ekki mús, sem læðist í þessu efni. Svo mikið er víst. Hann er engu betri en Þorgerður eða þá Ágúst Ólafur. Þetta er allt saman mesta jólasveinalið,em skipar ríkisstjórnina. Betra væri, ef hægt væri að læsa þetta dót allt saman inní skáp, svo maður losni eibhvern tíma við að hlusta á ESBröflið í því. Ég get ekki sagt annað.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2025 kl. 14:40

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Verðtrygging er ekki afleiðing verðbólgu heldur þvert á móti uppspretta hennar. Aðild að ESB "tryggir" ekki afnám verðtryggingar, sendinefnd ESB á Íslandi hefur staðfest að þessi staðhæfing er lygi.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2025 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband